Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira

Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.

7DM_9925_raw_2241.JPG
Auglýsing

Verð­mæti þess afla sem íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa selt fyrstu sölu hefur auk­ist veru­lega síð­ast­liðið ár, miðað við árið á und­an. Frá byrjun októ­ber 2018 og til loka sept­em­ber síð­ast­lið­ins var heild­ar­verð­mæti þess afla sem útgerð­irnar seldu í fyrstu sölu 144,2 millj­arðar króna. Það er 15,4 pró­sent meiri verð­mæti en þær fengu fyrir sölu sína á sama tíma­bili ári áður, þegar hún skil­aði 124,9 millj­örðum króna.

Mestu munar um að sala á botn­fiski hefur gefið mun betur af sér síð­ast­liðið ár en það gerði árið áður. Þar munar 24,5 pró­sent­um. Mest er selt af þorski, en slík sala gaf af sér 67,9 millj­arða króna frá októ­ber­byrjun 2018 og út sept­em­ber 2019. Árið áður var verð­mæti sölu á þorski 56,8 millj­arðar króna. 

Þetta kemur fram í tölum um afla­verð­mæti sem Hag­stofa Íslands birti í síð­ustu viku. 

Mikil aukn­ing á verkun erlendis

Þorra þess afla sem veiddur er af íslensku sjáv­ar­út­veg­fyr­ir­tækj­unum er landað til vinnslu á Íslandi, eða 53 pró­sent. Mikil aukn­ing er hins vegar í virði á sjó­frystum afla, sem eykst um 20,6 pró­sent á milli ára. Það er þó ekki jafn mikil aukn­ing og er á virði þess hluta afl­ans sem landað er í gáma til útflutn­ings, sem eykst um 26,9 pró­sent milli ára. 

Auglýsing
Það vekur líka athygli að mesta hlut­falls­lega aukn­ingin á verk­un­ar­stað á afla íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er í útlönd­um. Virði þess afla sem fluttur er erlendis til verk­un­ar  eykst um 40,1 pró­sent milli ára. 

Sam­kvæmt nýlega birtum tölum Hag­stof­unnar var eigið fé íslensks sjáv­ar­út­vegs 297 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Frá lokum árs 2010 hefur eigið féð tífald­ast sam­kvæmt þessum töl­um, en það var þá 28,8 millj­arðar króna. Á síð­asta ári einu saman jókst eigið féð um 28,1 millj­arð króna. 

Miðað við þá aukn­ingu á afla­verð­mæti sem hefur orðið síð­ast­liðið ár má ætla að góð­ær­is­tíðin verði síst á und­an­haldi þegar árið 2019 verður gert upp. 

Sam­herji og tengdir aðilar með mik­inn kvóta

Til að veiða fisk í íslenskri lög­sögu þarf að kom­ast yfir úthlut­aðan kvóta. Slíkur er að uppi­stöðu í höndum nokk­urra fyr­ir­tækja­hópa sam­kvæmt yfir­liti um úthlutun sem Fiski­stofa birti í sept­em­ber. Lög segja að tengdir aðilar megi ekki halda á meira en 12 pró­sent kvót­ans hverju sinn­i. 

Í sept­­em­ber 2019 var Sam­herji, stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins sem nýlega var ásakað um vafa­sama og mögu­lega ólög­lega við­skipta­hætti víða um heim, með 7,1 pró­­­sent úthlut­aðs kvót­a. Útgerð­­ar­­fé­lag Akur­eyr­­ar, sem er í 100 pró­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­fest­inga­­fé­lag heldur á 0,64 pró­­sent hans. Síld­­­ar­vinnslan heldur á 5,3 pró­­­sent allra afla­heim­ilda og sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækið Berg­­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­­ar­vinnsl­unn­­­ar. 

Sam­an­lagt er afla­hlut­­­deild þess­­­ara aðila er því rúm­­lega 16,6 pró­­­sent.

Aðrir hópar líka mjög stórir

Brim, eina skráða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­ið, er eitt og sér komið yfir lög­legt hámark í kvóta í ákveðni teg­und og hefur sex mán­uði til að koma sér undir það. Alls er Brim með að minnsta kosti 10,4 pró­sent heild­ar­kvóta.

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, sem á um 46,26 pró­­­sent hlut í því félagi eftir að hafa selt stóran hlut til KG Fisk­verk­unar fyrir skemmstu. Það félag var 1. sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn með 3,9 pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík með 1,3 pró­­­sent afla­hlut­­­deild. Stærstu ein­­­stöku eig­endur þess eru Guð­­­mundur Krist­jáns­­­son, aðal­­­eig­andi Útgerð­­­ar­­­fé­lags Reykja­víkur og for­­­stjóri Brims, og tvö syst­k­ini hans með sam­an­lagðan 36,66 pró­­­sent end­an­­­legan eign­­­ar­hlut. Eig­andi KG Fisk­verk­unar er Hjálmar Þór Krist­jáns­son, bróðir Guð­mund­ar.

­Sam­an­lagður kvóti þess­­­ara þriggja félaga, sem eru ekki skil­­­greind sem tengd, var því 15,6 pró­­­sent í byrjun sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­ins.

Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga á síðan FISK Seafood, sem heldur á 5,3 pró­­­sent heild­­­ar­kvót­ans auk þess sem FISK á allt hlutafé í Soff­an­­­ías Cecils­­­son hf., en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­­sent kvót­ans.. FISK á líka 32,9 pró­­­sent í Vinnslu­­­stöð­inni í Vest­­­manna­eyjum sem er með fimm pró­­­sent heild­­­ar­afla­hlut­­­deild. Sam­tals nemur heild­­­ar­kvóti þess­­­ara þriggja aðila 10,6 pró­­­sent. 

Vísir og Þor­­björn í Grinda­vík halda síðan sam­an­lagt á 8,4 pró­­­sent af heild­­­ar­kvót­­an­um, en þau til­kynntu fyrr á þessu ári að þau ætli sér að sam­ein­ast. Sam­an­lagt eru þessar fjórar blokkir á tæp­­lega 53 pró­­sent kvót­ans hið minnsta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent