Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira

Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.

7DM_9925_raw_2241.JPG
Auglýsing

Verð­mæti þess afla sem íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa selt fyrstu sölu hefur auk­ist veru­lega síð­ast­liðið ár, miðað við árið á und­an. Frá byrjun októ­ber 2018 og til loka sept­em­ber síð­ast­lið­ins var heild­ar­verð­mæti þess afla sem útgerð­irnar seldu í fyrstu sölu 144,2 millj­arðar króna. Það er 15,4 pró­sent meiri verð­mæti en þær fengu fyrir sölu sína á sama tíma­bili ári áður, þegar hún skil­aði 124,9 millj­örðum króna.

Mestu munar um að sala á botn­fiski hefur gefið mun betur af sér síð­ast­liðið ár en það gerði árið áður. Þar munar 24,5 pró­sent­um. Mest er selt af þorski, en slík sala gaf af sér 67,9 millj­arða króna frá októ­ber­byrjun 2018 og út sept­em­ber 2019. Árið áður var verð­mæti sölu á þorski 56,8 millj­arðar króna. 

Þetta kemur fram í tölum um afla­verð­mæti sem Hag­stofa Íslands birti í síð­ustu viku. 

Mikil aukn­ing á verkun erlendis

Þorra þess afla sem veiddur er af íslensku sjáv­ar­út­veg­fyr­ir­tækj­unum er landað til vinnslu á Íslandi, eða 53 pró­sent. Mikil aukn­ing er hins vegar í virði á sjó­frystum afla, sem eykst um 20,6 pró­sent á milli ára. Það er þó ekki jafn mikil aukn­ing og er á virði þess hluta afl­ans sem landað er í gáma til útflutn­ings, sem eykst um 26,9 pró­sent milli ára. 

Auglýsing
Það vekur líka athygli að mesta hlut­falls­lega aukn­ingin á verk­un­ar­stað á afla íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er í útlönd­um. Virði þess afla sem fluttur er erlendis til verk­un­ar  eykst um 40,1 pró­sent milli ára. 

Sam­kvæmt nýlega birtum tölum Hag­stof­unnar var eigið fé íslensks sjáv­ar­út­vegs 297 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Frá lokum árs 2010 hefur eigið féð tífald­ast sam­kvæmt þessum töl­um, en það var þá 28,8 millj­arðar króna. Á síð­asta ári einu saman jókst eigið féð um 28,1 millj­arð króna. 

Miðað við þá aukn­ingu á afla­verð­mæti sem hefur orðið síð­ast­liðið ár má ætla að góð­ær­is­tíðin verði síst á und­an­haldi þegar árið 2019 verður gert upp. 

Sam­herji og tengdir aðilar með mik­inn kvóta

Til að veiða fisk í íslenskri lög­sögu þarf að kom­ast yfir úthlut­aðan kvóta. Slíkur er að uppi­stöðu í höndum nokk­urra fyr­ir­tækja­hópa sam­kvæmt yfir­liti um úthlutun sem Fiski­stofa birti í sept­em­ber. Lög segja að tengdir aðilar megi ekki halda á meira en 12 pró­sent kvót­ans hverju sinn­i. 

Í sept­­em­ber 2019 var Sam­herji, stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins sem nýlega var ásakað um vafa­sama og mögu­lega ólög­lega við­skipta­hætti víða um heim, með 7,1 pró­­­sent úthlut­aðs kvót­a. Útgerð­­ar­­fé­lag Akur­eyr­­ar, sem er í 100 pró­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­fest­inga­­fé­lag heldur á 0,64 pró­­sent hans. Síld­­­ar­vinnslan heldur á 5,3 pró­­­sent allra afla­heim­ilda og sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækið Berg­­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­­ar­vinnsl­unn­­­ar. 

Sam­an­lagt er afla­hlut­­­deild þess­­­ara aðila er því rúm­­lega 16,6 pró­­­sent.

Aðrir hópar líka mjög stórir

Brim, eina skráða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­ið, er eitt og sér komið yfir lög­legt hámark í kvóta í ákveðni teg­und og hefur sex mán­uði til að koma sér undir það. Alls er Brim með að minnsta kosti 10,4 pró­sent heild­ar­kvóta.

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, sem á um 46,26 pró­­­sent hlut í því félagi eftir að hafa selt stóran hlut til KG Fisk­verk­unar fyrir skemmstu. Það félag var 1. sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn með 3,9 pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík með 1,3 pró­­­sent afla­hlut­­­deild. Stærstu ein­­­stöku eig­endur þess eru Guð­­­mundur Krist­jáns­­­son, aðal­­­eig­andi Útgerð­­­ar­­­fé­lags Reykja­víkur og for­­­stjóri Brims, og tvö syst­k­ini hans með sam­an­lagðan 36,66 pró­­­sent end­an­­­legan eign­­­ar­hlut. Eig­andi KG Fisk­verk­unar er Hjálmar Þór Krist­jáns­son, bróðir Guð­mund­ar.

­Sam­an­lagður kvóti þess­­­ara þriggja félaga, sem eru ekki skil­­­greind sem tengd, var því 15,6 pró­­­sent í byrjun sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­ins.

Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga á síðan FISK Seafood, sem heldur á 5,3 pró­­­sent heild­­­ar­kvót­ans auk þess sem FISK á allt hlutafé í Soff­an­­­ías Cecils­­­son hf., en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­­sent kvót­ans.. FISK á líka 32,9 pró­­­sent í Vinnslu­­­stöð­inni í Vest­­­manna­eyjum sem er með fimm pró­­­sent heild­­­ar­afla­hlut­­­deild. Sam­tals nemur heild­­­ar­kvóti þess­­­ara þriggja aðila 10,6 pró­­­sent. 

Vísir og Þor­­björn í Grinda­vík halda síðan sam­an­lagt á 8,4 pró­­­sent af heild­­­ar­kvót­­an­um, en þau til­kynntu fyrr á þessu ári að þau ætli sér að sam­ein­ast. Sam­an­lagt eru þessar fjórar blokkir á tæp­­lega 53 pró­­sent kvót­ans hið minnsta.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent