Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ

Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.

Jón Atli Benediktsson
Jón Atli Benediktsson
Auglýsing

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands, hefur ákveðið að sækja um emb­ættið á nýjan leik en það hefur nú verið aug­lýst laust til umsóknar fyrir tíma­bilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025 sam­kvæmt reglum skól­ans. Frá þessu greinir hann á Face­book-­síðu sinni í dag.

„Mér er ánægja að til­kynna að ég mun sækja um að sinna þessu mik­il­væga starfi áfram. Vel hefur gengið í starfi skól­ans á und­an­förnum árum, en mörg verk­efni eru í gangi sem ég hef áhuga á að vinna að með starfs­fólki og stúd­entum Háskóla Íslands,“ skrifar hann.

Jón Atli var þann 20. apríl 2015 kos­inn rektor Háskóla Íslands. Í fram­boði í seinni umferð var einnig Guð­rún Nor­dal pró­fess­or.

Auglýsing

Nú hefur emb­ætti rekt­ors Háskóla Íslands verður aug­lýst laust til umsóknar fyrir tíma­bilið 1.7.2020-30.6.2025 sam­kvæmt...

Posted by Jón Atli Bene­dikts­son on Fri­day, Decem­ber 6, 2019


Meðal hlut­verka rekt­ors er að hann er for­seti háskóla­ráðs. Hann er yfir­maður stjórn­sýslu háskól­ans og æðsti full­trúi hans og tals­maður gagn­vart mönnum og stofn­unum innan háskól­ans og utan hans. Hann stýrir starf­semi háskól­ans og hefur frum­kvæði að því að háskóla­ráð marki sér heild­ar­stefnu í mál­efnum háskól­ans. Hann ber ábyrgð á fram­kvæmd stefnu háskól­ans og tengslum háskól­ans við inn­lenda og erlenda sam­starfs­að­ila. Rektor ber ábyrgð á og hefur eft­ir­lit með allri starf­semi háskól­ans, þar með talið ráðn­ing­ar- og fjár­málum ein­stakra fræða­sviða og stofn­ana. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstr­ar­á­ætl­ana og að þær séu sam­þykktar af háskóla­ráði. Á milli funda háskóla­ráðs fer rektor með ákvörð­un­ar­vald í öllum málum háskól­ans.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent