Nú sé kominn tími til að bregðast við

Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_00392799.jpg
Auglýsing

Íbúar Evr­ópu standa frammi fyrir brýnum og áður óþekktum áskor­unum um sjálf­bærni sem krefj­ist aðkallandi lausn­a. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverf­is­stofn­unar Evr­ópu en á vef Umhverf­is­stofn­unar á Íslandi má sjá umfjöllun um hana. Í skýrsl­unni er farið yfir stöðu og horfur í umhverf­is­málum Evr­ópu.

Þetta er sjötta SOER-­skýrslan sem Umhverf­is­stofnun Evr­ópu gefur út. Fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, Hans Bru­yn­inckx, segir í inn­gangi skýrsl­unnar að upp­fylla þurfi vænt­ingar borg­ara um að búa í heil­brigðu umhverfi og muni það krefj­ast end­ur­nýj­aðrar áherslu á fram­kvæmd sem horn­stein í stefnu ESB og stefnu í hverju ríki.

„Við verðum ekki aðeins að gera meira; við verðum líka að gera hlut­ina með öðrum hætti. Næsta ára­tug munum við þurfa ann­ars konar lausnir við umhverf­is- og lofts­lags­á­skor­unum heims­ins en þær sem við höfum notað und­an­farin 40 ár,“ segir Bru­yn­inckx.

Auglýsing

Ekki sé hægt að gera of mikið úr hvatn­ingu til aðgerða í lofts­lags­mál­um. Á síð­ustu 18 mán­uðum hafi komið út stórar skýrslur frá IPCC, IPBES, IRP og Umhverf­is­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna sem allar hafi svipuð skila­boð: Að þær brautir sem fet­aðar eru séu ekki sjálf­bærar og að þær teng­ist helstu fram­leiðslu- og neyslu­kerfum okk­ar. Tím­inn sé að renna út til að koma með trú­verð­ugar hug­myndir til að snúa þró­un­inni við.

Þarf heild­stæða stefnu

Í skýrsl­unni fá póli­tíkusar og stefnu­mótendur ótví­ræð skila­boð, sam­kvæmt Umhverf­is­stofn­un. Meg­in­á­skor­unin felist í því að mann­kynið nái fram þróun um allan heim sem leiði til jafn­vægis um sam­fé­lags­leg, efna­hags­leg og umhverf­is­sjón­ar­mið.

„Evr­ópa mun ekki ná fram fram­tíð­ar­sýn sinni um sjálf­bærni um að „lifa vel, innan marka plánet­unn­ar“ ein­fald­lega með því að stuðla að hag­vexti og leit­ast við að stjórna skað­legum auka­verk­unum með verk­færum á sviði umhverf­is- og félags­mála. Þess í stað þarf sjálf­bærni að vera leið­ar­ljós fyrir metn­að­ar­fulla og heild­stæða stefnu og aðgerðir í öllu sam­fé­lag­in­u,“ segir í skýrsl­unni. Jafn­framt kemur fram að árið 2020 hafi Evr­ópa ein­staka mögu­leika á að leiða alþjóð­legt við­bragð við áskor­unum um sjálf­bærni.

Um ógnir sem kunna að þvæl­ast fyrir mik­il­vægum umbótum segir meðal ann­ars í skýrsl­unni að atvinnu­líf, fram­leiðslu- og neyslu­kerfi sam­tím­ans hafi þró­ast saman í ára­tugi þannig að rót­tækar breyt­ingar á þessum kerfum muni lík­lega „trufla fjár­fest­ing­ar, störf, hegðun og gildi og skapa við­nám frá atvinnu­grein­um, svæðum eða neyt­endum sem hafa áhrif á það.“

Hægt er að lesa skýrsl­una í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent