Nú sé kominn tími til að bregðast við

Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_00392799.jpg
Auglýsing

Íbúar Evr­ópu standa frammi fyrir brýnum og áður óþekktum áskor­unum um sjálf­bærni sem krefj­ist aðkallandi lausn­a. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverf­is­stofn­unar Evr­ópu en á vef Umhverf­is­stofn­unar á Íslandi má sjá umfjöllun um hana. Í skýrsl­unni er farið yfir stöðu og horfur í umhverf­is­málum Evr­ópu.

Þetta er sjötta SOER-­skýrslan sem Umhverf­is­stofnun Evr­ópu gefur út. Fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, Hans Bru­yn­inckx, segir í inn­gangi skýrsl­unnar að upp­fylla þurfi vænt­ingar borg­ara um að búa í heil­brigðu umhverfi og muni það krefj­ast end­ur­nýj­aðrar áherslu á fram­kvæmd sem horn­stein í stefnu ESB og stefnu í hverju ríki.

„Við verðum ekki aðeins að gera meira; við verðum líka að gera hlut­ina með öðrum hætti. Næsta ára­tug munum við þurfa ann­ars konar lausnir við umhverf­is- og lofts­lags­á­skor­unum heims­ins en þær sem við höfum notað und­an­farin 40 ár,“ segir Bru­yn­inckx.

Auglýsing

Ekki sé hægt að gera of mikið úr hvatn­ingu til aðgerða í lofts­lags­mál­um. Á síð­ustu 18 mán­uðum hafi komið út stórar skýrslur frá IPCC, IPBES, IRP og Umhverf­is­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna sem allar hafi svipuð skila­boð: Að þær brautir sem fet­aðar eru séu ekki sjálf­bærar og að þær teng­ist helstu fram­leiðslu- og neyslu­kerfum okk­ar. Tím­inn sé að renna út til að koma með trú­verð­ugar hug­myndir til að snúa þró­un­inni við.

Þarf heild­stæða stefnu

Í skýrsl­unni fá póli­tíkusar og stefnu­mótendur ótví­ræð skila­boð, sam­kvæmt Umhverf­is­stofn­un. Meg­in­á­skor­unin felist í því að mann­kynið nái fram þróun um allan heim sem leiði til jafn­vægis um sam­fé­lags­leg, efna­hags­leg og umhverf­is­sjón­ar­mið.

„Evr­ópa mun ekki ná fram fram­tíð­ar­sýn sinni um sjálf­bærni um að „lifa vel, innan marka plánet­unn­ar“ ein­fald­lega með því að stuðla að hag­vexti og leit­ast við að stjórna skað­legum auka­verk­unum með verk­færum á sviði umhverf­is- og félags­mála. Þess í stað þarf sjálf­bærni að vera leið­ar­ljós fyrir metn­að­ar­fulla og heild­stæða stefnu og aðgerðir í öllu sam­fé­lag­in­u,“ segir í skýrsl­unni. Jafn­framt kemur fram að árið 2020 hafi Evr­ópa ein­staka mögu­leika á að leiða alþjóð­legt við­bragð við áskor­unum um sjálf­bærni.

Um ógnir sem kunna að þvæl­ast fyrir mik­il­vægum umbótum segir meðal ann­ars í skýrsl­unni að atvinnu­líf, fram­leiðslu- og neyslu­kerfi sam­tím­ans hafi þró­ast saman í ára­tugi þannig að rót­tækar breyt­ingar á þessum kerfum muni lík­lega „trufla fjár­fest­ing­ar, störf, hegðun og gildi og skapa við­nám frá atvinnu­grein­um, svæðum eða neyt­endum sem hafa áhrif á það.“

Hægt er að lesa skýrsl­una í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent