Nú sé kominn tími til að bregðast við

Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_00392799.jpg
Auglýsing

Íbúar Evr­ópu standa frammi fyrir brýnum og áður óþekktum áskor­unum um sjálf­bærni sem krefj­ist aðkallandi lausn­a. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverf­is­stofn­unar Evr­ópu en á vef Umhverf­is­stofn­unar á Íslandi má sjá umfjöllun um hana. Í skýrsl­unni er farið yfir stöðu og horfur í umhverf­is­málum Evr­ópu.

Þetta er sjötta SOER-­skýrslan sem Umhverf­is­stofnun Evr­ópu gefur út. Fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, Hans Bru­yn­inckx, segir í inn­gangi skýrsl­unnar að upp­fylla þurfi vænt­ingar borg­ara um að búa í heil­brigðu umhverfi og muni það krefj­ast end­ur­nýj­aðrar áherslu á fram­kvæmd sem horn­stein í stefnu ESB og stefnu í hverju ríki.

„Við verðum ekki aðeins að gera meira; við verðum líka að gera hlut­ina með öðrum hætti. Næsta ára­tug munum við þurfa ann­ars konar lausnir við umhverf­is- og lofts­lags­á­skor­unum heims­ins en þær sem við höfum notað und­an­farin 40 ár,“ segir Bru­yn­inckx.

Auglýsing

Ekki sé hægt að gera of mikið úr hvatn­ingu til aðgerða í lofts­lags­mál­um. Á síð­ustu 18 mán­uðum hafi komið út stórar skýrslur frá IPCC, IPBES, IRP og Umhverf­is­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna sem allar hafi svipuð skila­boð: Að þær brautir sem fet­aðar eru séu ekki sjálf­bærar og að þær teng­ist helstu fram­leiðslu- og neyslu­kerfum okk­ar. Tím­inn sé að renna út til að koma með trú­verð­ugar hug­myndir til að snúa þró­un­inni við.

Þarf heild­stæða stefnu

Í skýrsl­unni fá póli­tíkusar og stefnu­mótendur ótví­ræð skila­boð, sam­kvæmt Umhverf­is­stofn­un. Meg­in­á­skor­unin felist í því að mann­kynið nái fram þróun um allan heim sem leiði til jafn­vægis um sam­fé­lags­leg, efna­hags­leg og umhverf­is­sjón­ar­mið.

„Evr­ópa mun ekki ná fram fram­tíð­ar­sýn sinni um sjálf­bærni um að „lifa vel, innan marka plánet­unn­ar“ ein­fald­lega með því að stuðla að hag­vexti og leit­ast við að stjórna skað­legum auka­verk­unum með verk­færum á sviði umhverf­is- og félags­mála. Þess í stað þarf sjálf­bærni að vera leið­ar­ljós fyrir metn­að­ar­fulla og heild­stæða stefnu og aðgerðir í öllu sam­fé­lag­in­u,“ segir í skýrsl­unni. Jafn­framt kemur fram að árið 2020 hafi Evr­ópa ein­staka mögu­leika á að leiða alþjóð­legt við­bragð við áskor­unum um sjálf­bærni.

Um ógnir sem kunna að þvæl­ast fyrir mik­il­vægum umbótum segir meðal ann­ars í skýrsl­unni að atvinnu­líf, fram­leiðslu- og neyslu­kerfi sam­tím­ans hafi þró­ast saman í ára­tugi þannig að rót­tækar breyt­ingar á þessum kerfum muni lík­lega „trufla fjár­fest­ing­ar, störf, hegðun og gildi og skapa við­nám frá atvinnu­grein­um, svæðum eða neyt­endum sem hafa áhrif á það.“

Hægt er að lesa skýrsl­una í heild sinni hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent