Forsvarsmenn Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tilkynntu í dag að þeir myndu leggja fram ákærur á hendur Donald Trump fyrir embættisbrot. Hann er þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot. Hinir tveir, Andrew Johnson og Bill Clinton, voru báðir sýknaðir.
Ákæruliðirnir eru tveir. Annars vegar er Trump gefið að hafa misnotað vald sitt sem forseta þegar hann beitti ráðamenn í Úkraínu þrýstingi til að rannsaka annars vegar samsæriskenningu um að inngrip í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum, árið 2016, ættu rætur sínar að rekja til Úkraínu en ekki Rússlands. Þetta gerði Trump með því að fara fram á rannsókn á Joe Biden, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna og einn þeirra sem líklegastur þykir til að verða frambjóðandi demókrata í næstu forsetakosningum, sem fram fara í nóvember 2020. Trump er gefið að hafa haldið aftur hundruð milljóna dala í hernaðarstuðingi við Úkraínu þar til að hann fékk ofangreindu fram.
Trump átti sjálfur von á ákærunum og kallaði þær „brjálæði“ í tísti fyrr í dag.
To Impeach a President who has proven through results, including producing perhaps the strongest economy in our country’s history, to have one of the most successful presidencies ever, and most importantly, who has done NOTHING wrong, is sheer Political Madness! #2020Election
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2019
Fyrir fimm dögum var tilkynnt um ákvörðun um að hefja undirbúning ákæru á hendur forsetanum byggði meðal annars á mati þriggja lagaprófessora við Standford, Harvard og University of North Carolina, sem komu fyrir Bandaríkjaþing í gær og sögðu frá sínu mati á stöðu forsetans, vegna samskipta hans við yfirvöld í Úkraínu.
Það var mat þessara prófessora allra, að Trump hefði gerst brotlegur við stjórnarskrána, og að hann hefði tekið sérhagsmuni sína fram yfir hagsmuni þjóðarinnar, og misbeitt valdi sínu með það að markmiði að ná fram hlutum fyrir sig persónulega.
Ef þetta er ekki brot, þá er ekkert brot, sögðu þessir þrír framangreindu prófessorar meðal annars.
Með fyrrnefndu ákæruferli (e. impeachment) geta þingmenn opinberlega sótt gegn embættismönnum ríkisstjórnarinnar. Búist er við því að Repúblikanar muni reyna með öllum ráðum að verja forsetann, og hafna þeim málatilbúnaði að Trump hafi brotið af sér.