Segja vindorku henta vel sem þriðja stoð í orkubúskap Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins.

file-usa-china-windfarm-lawsuit_21314935351_o.jpg
Auglýsing

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti hefur kynnt í sam­ráðs­gátt áform um breyt­ingar á lögum um ramma­á­ætl­un. Núver­andi ramma­á­ætlun þykir ekki henta gagn­vart vind­orku vegna sér­stöðu henn­ar. Ráðu­neytið leggur því til að lög­unum verði breytt svo hægt sé að móta skýra stefnu hins opin­bera um vind­orku hér á landi og leyf­is­veit­ing­ar­kerfi henn­ar. 

Ramma­áæltun henti ekki vind­orku­kostum

Nú­ver­andi lög um ramma­á­ætlun eru talin henta frekar hefð­bundn­ari virkj­un­ar­kostum en vind­orku­kost­um. Sem auð­lind er vind­ur­inn nokkurn veg­inn óþrjót­andi, ólíkt öðrum orku­kostum og tak­markast helst af því land­rými sem til staðar er. 

Vind­ur­inn er jafn­framt ekki jafn stað­bund­inn orku­kostur og hefð­bundn­ari virkj­un­ar­kostir enda hægt að hagnýta hann á flestum stöðum lands­ins. Þessi orku­kostur krefst því almennt styttri und­ir­bún­ings- og fram­kvæmdatíma en vatns­afls- eða jarð­varma­virkj­an­ir. Enn fremur er til­tölu­lega auð­velt að taka niður og fjar­lægja slík mann­virki af virkj­un­ar­stað sé tekin ákvörðun um að hætta starf­sem­i. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.Mynd: Bára Huld Beck.

Því stefnir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra á að leggja fram laga­frum­varp um breyt­ingar á máls­með­ferð og með­höndlun ramma­á­ætl­un­ar, á þann hátt að tekið sé mið af sér­eðli vind­orkunnar sem orku­kosts. 

Með þeirri breyt­ingu megi gera mats- og ákvarð­ana­ferlið með vind­orku­kosti mark­viss­ara, ein­fald­ara og skjót­ara en nú er. Auk þess felst í breyt­ing­unni að slíkt ferli þurfi að byggj­ast á skýrri opin­berri stefnumörkun um stað­setn­ingu vind­orku­virkj­ana á Íslandi.

Auglýsing

Sam­kvæmt ráð­herra kæmi slík stefna í veg fyrir að vind­orku­ver bygg­ist upp á stöðum þar sem þau eru ekki æski­leg, til dæmis vegna nátt­úru­fars, sjón­meng­unar eða kostn­að­ar­samra teng­inga við raf­orku­net­ið. 

Fer vel saman við vax­andi raf­orku­þörf sam­fé­lags­ins

Hingað til hefur vind­orka verið lítið notuð til raf­­orku­fram­­leiðslu hér á landi en gætt hefur vax­andi áhuga á und­an­­förnum árum á slíkum fram­­kvæmd­­um. 

Í áformum ráð­herra segir að vind­orka henti vel sem þriðja stoðin í orku­bú­skap Ís­lands á móti vatns­afli og jarð­varma. Megi það meðal ann­ars rekja til stefnu og áforma stjórn­valda um auk­inn hraða í orku­skiptum og almennrar aukn­ingar raf­orku­notk­unar hjá heim­ilum og minni fyr­ir­tækj­u­m. 

„Skyn­sam­leg upp­bygg­ing vind­orku fer því vel saman við vax­andi raf­orku­þörf sam­félags­ins, auknar áherslur á orku­öryggi, betri nýt­ingu flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku sem og stað­bundnar lausnir í orku­mál­u­m,“ segir í áformun­um.

Orkunotkun hér á landi eftir uppruna. Mynd:Hagstofa Íslands

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent