Segja vindorku henta vel sem þriðja stoð í orkubúskap Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins.

file-usa-china-windfarm-lawsuit_21314935351_o.jpg
Auglýsing

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti hefur kynnt í sam­ráðs­gátt áform um breyt­ingar á lögum um ramma­á­ætl­un. Núver­andi ramma­á­ætlun þykir ekki henta gagn­vart vind­orku vegna sér­stöðu henn­ar. Ráðu­neytið leggur því til að lög­unum verði breytt svo hægt sé að móta skýra stefnu hins opin­bera um vind­orku hér á landi og leyf­is­veit­ing­ar­kerfi henn­ar. 

Ramma­áæltun henti ekki vind­orku­kostum

Nú­ver­andi lög um ramma­á­ætlun eru talin henta frekar hefð­bundn­ari virkj­un­ar­kostum en vind­orku­kost­um. Sem auð­lind er vind­ur­inn nokkurn veg­inn óþrjót­andi, ólíkt öðrum orku­kostum og tak­markast helst af því land­rými sem til staðar er. 

Vind­ur­inn er jafn­framt ekki jafn stað­bund­inn orku­kostur og hefð­bundn­ari virkj­un­ar­kostir enda hægt að hagnýta hann á flestum stöðum lands­ins. Þessi orku­kostur krefst því almennt styttri und­ir­bún­ings- og fram­kvæmdatíma en vatns­afls- eða jarð­varma­virkj­an­ir. Enn fremur er til­tölu­lega auð­velt að taka niður og fjar­lægja slík mann­virki af virkj­un­ar­stað sé tekin ákvörðun um að hætta starf­sem­i. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.Mynd: Bára Huld Beck.

Því stefnir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra á að leggja fram laga­frum­varp um breyt­ingar á máls­með­ferð og með­höndlun ramma­á­ætl­un­ar, á þann hátt að tekið sé mið af sér­eðli vind­orkunnar sem orku­kosts. 

Með þeirri breyt­ingu megi gera mats- og ákvarð­ana­ferlið með vind­orku­kosti mark­viss­ara, ein­fald­ara og skjót­ara en nú er. Auk þess felst í breyt­ing­unni að slíkt ferli þurfi að byggj­ast á skýrri opin­berri stefnumörkun um stað­setn­ingu vind­orku­virkj­ana á Íslandi.

Auglýsing

Sam­kvæmt ráð­herra kæmi slík stefna í veg fyrir að vind­orku­ver bygg­ist upp á stöðum þar sem þau eru ekki æski­leg, til dæmis vegna nátt­úru­fars, sjón­meng­unar eða kostn­að­ar­samra teng­inga við raf­orku­net­ið. 

Fer vel saman við vax­andi raf­orku­þörf sam­fé­lags­ins

Hingað til hefur vind­orka verið lítið notuð til raf­­orku­fram­­leiðslu hér á landi en gætt hefur vax­andi áhuga á und­an­­förnum árum á slíkum fram­­kvæmd­­um. 

Í áformum ráð­herra segir að vind­orka henti vel sem þriðja stoðin í orku­bú­skap Ís­lands á móti vatns­afli og jarð­varma. Megi það meðal ann­ars rekja til stefnu og áforma stjórn­valda um auk­inn hraða í orku­skiptum og almennrar aukn­ingar raf­orku­notk­unar hjá heim­ilum og minni fyr­ir­tækj­u­m. 

„Skyn­sam­leg upp­bygg­ing vind­orku fer því vel saman við vax­andi raf­orku­þörf sam­félags­ins, auknar áherslur á orku­öryggi, betri nýt­ingu flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku sem og stað­bundnar lausnir í orku­mál­u­m,“ segir í áformun­um.

Orkunotkun hér á landi eftir uppruna. Mynd:Hagstofa Íslands

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent