Segja vindorku henta vel sem þriðja stoð í orkubúskap Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins.

file-usa-china-windfarm-lawsuit_21314935351_o.jpg
Auglýsing

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti hefur kynnt í sam­ráðs­gátt áform um breyt­ingar á lögum um ramma­á­ætl­un. Núver­andi ramma­á­ætlun þykir ekki henta gagn­vart vind­orku vegna sér­stöðu henn­ar. Ráðu­neytið leggur því til að lög­unum verði breytt svo hægt sé að móta skýra stefnu hins opin­bera um vind­orku hér á landi og leyf­is­veit­ing­ar­kerfi henn­ar. 

Ramma­áæltun henti ekki vind­orku­kostum

Nú­ver­andi lög um ramma­á­ætlun eru talin henta frekar hefð­bundn­ari virkj­un­ar­kostum en vind­orku­kost­um. Sem auð­lind er vind­ur­inn nokkurn veg­inn óþrjót­andi, ólíkt öðrum orku­kostum og tak­markast helst af því land­rými sem til staðar er. 

Vind­ur­inn er jafn­framt ekki jafn stað­bund­inn orku­kostur og hefð­bundn­ari virkj­un­ar­kostir enda hægt að hagnýta hann á flestum stöðum lands­ins. Þessi orku­kostur krefst því almennt styttri und­ir­bún­ings- og fram­kvæmdatíma en vatns­afls- eða jarð­varma­virkj­an­ir. Enn fremur er til­tölu­lega auð­velt að taka niður og fjar­lægja slík mann­virki af virkj­un­ar­stað sé tekin ákvörðun um að hætta starf­sem­i. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.Mynd: Bára Huld Beck.

Því stefnir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra á að leggja fram laga­frum­varp um breyt­ingar á máls­með­ferð og með­höndlun ramma­á­ætl­un­ar, á þann hátt að tekið sé mið af sér­eðli vind­orkunnar sem orku­kosts. 

Með þeirri breyt­ingu megi gera mats- og ákvarð­ana­ferlið með vind­orku­kosti mark­viss­ara, ein­fald­ara og skjót­ara en nú er. Auk þess felst í breyt­ing­unni að slíkt ferli þurfi að byggj­ast á skýrri opin­berri stefnumörkun um stað­setn­ingu vind­orku­virkj­ana á Íslandi.

Auglýsing

Sam­kvæmt ráð­herra kæmi slík stefna í veg fyrir að vind­orku­ver bygg­ist upp á stöðum þar sem þau eru ekki æski­leg, til dæmis vegna nátt­úru­fars, sjón­meng­unar eða kostn­að­ar­samra teng­inga við raf­orku­net­ið. 

Fer vel saman við vax­andi raf­orku­þörf sam­fé­lags­ins

Hingað til hefur vind­orka verið lítið notuð til raf­­orku­fram­­leiðslu hér á landi en gætt hefur vax­andi áhuga á und­an­­förnum árum á slíkum fram­­kvæmd­­um. 

Í áformum ráð­herra segir að vind­orka henti vel sem þriðja stoðin í orku­bú­skap Ís­lands á móti vatns­afli og jarð­varma. Megi það meðal ann­ars rekja til stefnu og áforma stjórn­valda um auk­inn hraða í orku­skiptum og almennrar aukn­ingar raf­orku­notk­unar hjá heim­ilum og minni fyr­ir­tækj­u­m. 

„Skyn­sam­leg upp­bygg­ing vind­orku fer því vel saman við vax­andi raf­orku­þörf sam­félags­ins, auknar áherslur á orku­öryggi, betri nýt­ingu flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku sem og stað­bundnar lausnir í orku­mál­u­m,“ segir í áformun­um.

Orkunotkun hér á landi eftir uppruna. Mynd:Hagstofa Íslands

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent