Segja vindorku henta vel sem þriðja stoð í orkubúskap Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins.

file-usa-china-windfarm-lawsuit_21314935351_o.jpg
Auglýsing

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti hefur kynnt í sam­ráðs­gátt áform um breyt­ingar á lögum um ramma­á­ætl­un. Núver­andi ramma­á­ætlun þykir ekki henta gagn­vart vind­orku vegna sér­stöðu henn­ar. Ráðu­neytið leggur því til að lög­unum verði breytt svo hægt sé að móta skýra stefnu hins opin­bera um vind­orku hér á landi og leyf­is­veit­ing­ar­kerfi henn­ar. 

Ramma­áæltun henti ekki vind­orku­kostum

Nú­ver­andi lög um ramma­á­ætlun eru talin henta frekar hefð­bundn­ari virkj­un­ar­kostum en vind­orku­kost­um. Sem auð­lind er vind­ur­inn nokkurn veg­inn óþrjót­andi, ólíkt öðrum orku­kostum og tak­markast helst af því land­rými sem til staðar er. 

Vind­ur­inn er jafn­framt ekki jafn stað­bund­inn orku­kostur og hefð­bundn­ari virkj­un­ar­kostir enda hægt að hagnýta hann á flestum stöðum lands­ins. Þessi orku­kostur krefst því almennt styttri und­ir­bún­ings- og fram­kvæmdatíma en vatns­afls- eða jarð­varma­virkj­an­ir. Enn fremur er til­tölu­lega auð­velt að taka niður og fjar­lægja slík mann­virki af virkj­un­ar­stað sé tekin ákvörðun um að hætta starf­sem­i. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.Mynd: Bára Huld Beck.

Því stefnir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra á að leggja fram laga­frum­varp um breyt­ingar á máls­með­ferð og með­höndlun ramma­á­ætl­un­ar, á þann hátt að tekið sé mið af sér­eðli vind­orkunnar sem orku­kosts. 

Með þeirri breyt­ingu megi gera mats- og ákvarð­ana­ferlið með vind­orku­kosti mark­viss­ara, ein­fald­ara og skjót­ara en nú er. Auk þess felst í breyt­ing­unni að slíkt ferli þurfi að byggj­ast á skýrri opin­berri stefnumörkun um stað­setn­ingu vind­orku­virkj­ana á Íslandi.

Auglýsing

Sam­kvæmt ráð­herra kæmi slík stefna í veg fyrir að vind­orku­ver bygg­ist upp á stöðum þar sem þau eru ekki æski­leg, til dæmis vegna nátt­úru­fars, sjón­meng­unar eða kostn­að­ar­samra teng­inga við raf­orku­net­ið. 

Fer vel saman við vax­andi raf­orku­þörf sam­fé­lags­ins

Hingað til hefur vind­orka verið lítið notuð til raf­­orku­fram­­leiðslu hér á landi en gætt hefur vax­andi áhuga á und­an­­förnum árum á slíkum fram­­kvæmd­­um. 

Í áformum ráð­herra segir að vind­orka henti vel sem þriðja stoðin í orku­bú­skap Ís­lands á móti vatns­afli og jarð­varma. Megi það meðal ann­ars rekja til stefnu og áforma stjórn­valda um auk­inn hraða í orku­skiptum og almennrar aukn­ingar raf­orku­notk­unar hjá heim­ilum og minni fyr­ir­tækj­u­m. 

„Skyn­sam­leg upp­bygg­ing vind­orku fer því vel saman við vax­andi raf­orku­þörf sam­félags­ins, auknar áherslur á orku­öryggi, betri nýt­ingu flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku sem og stað­bundnar lausnir í orku­mál­u­m,“ segir í áformun­um.

Orkunotkun hér á landi eftir uppruna. Mynd:Hagstofa Íslands

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent