Skoða nauðsynlegar breytingar á lagaramma vindorku

Talið er að núverandi rammaáætlun stjórnvalda henti ekki gagnvart vindorku vegna sérstöðu hennar sem orkugjafa. Ríkisstjórnin stefnir á leggja til lagabreytingar er varða vindorku strax á næsta vorþingi.

Vindmyllur
Auglýsing

Starfs­hópur á vegum þriggja ráðu­neyta hefur verið falið að skila af sér mati á hvort aðferða­fræði ramma­á­ætl­unar henti vind­orku­kostum fyrir lok árs sem og til­lögum að breyt­ingum á lögum ef hóp­ur­inn telur þess þarft. Ráð­herr­arnir þrí­r, ­ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, umhverf­is-og auð­linda­ráð­herra og sam­göng­u-og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, hafa það fyrir augum að leggja til laga­breyt­ingar er varða vind­orku strax á næst vor­þing­i. 

Vind­orka hag­kvæmur og sveigj­an­legur kostur

Vind­orka hefur hingað til lítið verið notuð til raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi en gætt hefur vax­andi áhuga á und­an­förnum árum á slíkum fram­kvæmd­um. 

Í skýrslu ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra um nýjar aðferðir við orku­öflun sem birt var í nóv­em­ber í fyrra kemur fram að vind­orka skeri sig úr öðrum kostum vegna hag­­kvæmni og sveigj­an­­leika. 

Auglýsing

Vind­orka henti til orku­fram­­leiðslu þar sem þörf er fyrir lítið upp­­­sett afl, til að mynda innan við 10 mega­vött, og einnig til að mæta þörf sem er yfir 200 mega­vött í stóru vind­orku­veri. Í skýrsl­unni segir að þarna á milli séu ótal mög­u­­leik­­ar, meðal ann­­ars upp­­­bygg­ing í hag­­kvæmum áföng­­um. Ekki er þó hægt að reka raf­­orku­­kerfi sem bygg­ist ein­­göngu á vind­orku. Annar stöð­ugur orku­gjafi, eins og vatns­­orka, þurfi að tryggja grunnafl og mæta álagstopp­­um. Þegar vind­orkan kemur inn minnki vatns­­orku­fram­­leiðslan jafnt og þétt.

Lag­ara­mm­inn verið til skoð­unar

Í rík­is­stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar segir að setja þurfi lög um vind­orku­ver ásamt því að vinna með sveit­ar­fé­lögum leið­bein­ingar um skipu­lags­á­kvarð­anir og leyf­is­veit­ing­ar. Lag­ara­mmi vind­orku hefur því verið til skoð­unar hjá starfs­hópi skip­uðum af ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, umhverf­is-og auð­linda­ráð­herra og sam­göng­u-og sveita­stjórn­ar­ráð­herra að und­an­förn­u. 

Sam­kvæmt svari frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans sam­þykkti rík­is­stjórnin á fundi síð­asta föstu­dag að fela ­starfs­hópnum að ljúka skoðun sinni og skila mati fyrir árs­lok með fyrir augum að hægt veðri að leggja til laga­breyt­ingar snemma á næsta vor­þingi.

Minna óaft­ur­kræft rask en hefð­bundnir orku­kost­ir 

Starfs­hópnum hefur verið falið að skoða máls­með­ferð, aðferða­fræði, og leyf­is­veit­ing­ar­ferli núver­andi ramma­á­ætl­unar en bent hefur verð á að hún henti ekki endi­lega gagn­vart vind­orku vegna sér­stöðu þess orku­gjafa

Vind­orkan er svo að segja óþrjót­andi og tak­markast helst af land­rými. Þá er hún­ ekki jafn­stað­bundin og aðrir hefð­bundn­ari virkj­un­ar­kostir og fljót­legra er að byggja vind­orku­ver en hefð­bundnar virkj­an­ir. Jafn­framt er til­tölu­lega auð­velt að taka verin niður og þau hafa almennt í för með sér minna óaft­ur­kræft rask en hefð­bundn­ari orku­kost­ir 

Því hafa rök verið færð fyrir því að núver­andi máls­með­ferð ramma­á­ætl­unar henti ekki endi­lega gagn­vart vind­orku vegna sér­stöðu henn­ar.

Ákveðin svæði sem henta betur en önnur

Starfs­hópnum var einnig falið að skoða hvort að rétt sé að bæta við lögin sér­reglum um með­ferð vind­orku­kosta og þá á grund­velli hug­mynda um svæða­skipt­ingu lands­ins með til­liti til þess hvort þau henti til upp­bygg­ingar vind­orku eða ekki.

Sam­kvæmt Veð­ur­stofu Íslands þarf að hafa gott mat á vinda­fari, sem sé afar svæð­is­bund­in, til að kanna íslensku vindauð­lind­ina. Svæð­is­bundnar breyt­ingar ráð­ist mest af hæð í landi, en vindur sé alla jafna meiri á hálendi en lág­lendi og mestur við fjallstinda.

Á vefnum www.vindatlas.vedur.is hefur Veðurstofa Íslands opnað vindatlas sem er unnt að nýta við skoðun á möguleikum til nýtingar vindorku á Íslandi.

Ef starfs­hóp­ur­inn kemst að þeirri nið­ur­stöðu að bæta eigi við sér­reglum við lögin þá skal hóp­ur­inn enn fremur að vinna drög að stefnu­mörkun rík­is­ins varð­andi þá umhverf­is­legu og sam­fé­lags­legu þætti sem ættu að vera ráð­andi við slíka svæða­skipt­ingu, auk mót­aðra hug­mynda um hvaða stofnun eða aðili væri best til þess fall­inn að fram­kvæma hana. 

Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur fram að horft hefur verið til Nor­egs í þessum málum en þar í landi hefur verið lagt í umtals­verða vinnu við gerð sér­stakra vind­orku­korta fyrir land­ið, sem sýna hvaða svæði henta til nýt­ingar og hvar ætti að forð­ast hana.

Að lokum á starfs­hóps­ins á að leggja til nauð­syn­legar breyt­ingar á lögum um ramma­á­ætlun ef hóp­ur­inn telur þess þörf. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent