Skoða nauðsynlegar breytingar á lagaramma vindorku

Talið er að núverandi rammaáætlun stjórnvalda henti ekki gagnvart vindorku vegna sérstöðu hennar sem orkugjafa. Ríkisstjórnin stefnir á leggja til lagabreytingar er varða vindorku strax á næsta vorþingi.

Vindmyllur
Auglýsing

Starfs­hópur á vegum þriggja ráðu­neyta hefur verið falið að skila af sér mati á hvort aðferða­fræði ramma­á­ætl­unar henti vind­orku­kostum fyrir lok árs sem og til­lögum að breyt­ingum á lögum ef hóp­ur­inn telur þess þarft. Ráð­herr­arnir þrí­r, ­ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, umhverf­is-og auð­linda­ráð­herra og sam­göng­u-og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, hafa það fyrir augum að leggja til laga­breyt­ingar er varða vind­orku strax á næst vor­þing­i. 

Vind­orka hag­kvæmur og sveigj­an­legur kostur

Vind­orka hefur hingað til lítið verið notuð til raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi en gætt hefur vax­andi áhuga á und­an­förnum árum á slíkum fram­kvæmd­um. 

Í skýrslu ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra um nýjar aðferðir við orku­öflun sem birt var í nóv­em­ber í fyrra kemur fram að vind­orka skeri sig úr öðrum kostum vegna hag­­kvæmni og sveigj­an­­leika. 

Auglýsing

Vind­orka henti til orku­fram­­leiðslu þar sem þörf er fyrir lítið upp­­­sett afl, til að mynda innan við 10 mega­vött, og einnig til að mæta þörf sem er yfir 200 mega­vött í stóru vind­orku­veri. Í skýrsl­unni segir að þarna á milli séu ótal mög­u­­leik­­ar, meðal ann­­ars upp­­­bygg­ing í hag­­kvæmum áföng­­um. Ekki er þó hægt að reka raf­­orku­­kerfi sem bygg­ist ein­­göngu á vind­orku. Annar stöð­ugur orku­gjafi, eins og vatns­­orka, þurfi að tryggja grunnafl og mæta álagstopp­­um. Þegar vind­orkan kemur inn minnki vatns­­orku­fram­­leiðslan jafnt og þétt.

Lag­ara­mm­inn verið til skoð­unar

Í rík­is­stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar segir að setja þurfi lög um vind­orku­ver ásamt því að vinna með sveit­ar­fé­lögum leið­bein­ingar um skipu­lags­á­kvarð­anir og leyf­is­veit­ing­ar. Lag­ara­mmi vind­orku hefur því verið til skoð­unar hjá starfs­hópi skip­uðum af ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, umhverf­is-og auð­linda­ráð­herra og sam­göng­u-og sveita­stjórn­ar­ráð­herra að und­an­förn­u. 

Sam­kvæmt svari frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans sam­þykkti rík­is­stjórnin á fundi síð­asta föstu­dag að fela ­starfs­hópnum að ljúka skoðun sinni og skila mati fyrir árs­lok með fyrir augum að hægt veðri að leggja til laga­breyt­ingar snemma á næsta vor­þingi.

Minna óaft­ur­kræft rask en hefð­bundnir orku­kost­ir 

Starfs­hópnum hefur verið falið að skoða máls­með­ferð, aðferða­fræði, og leyf­is­veit­ing­ar­ferli núver­andi ramma­á­ætl­unar en bent hefur verð á að hún henti ekki endi­lega gagn­vart vind­orku vegna sér­stöðu þess orku­gjafa

Vind­orkan er svo að segja óþrjót­andi og tak­markast helst af land­rými. Þá er hún­ ekki jafn­stað­bundin og aðrir hefð­bundn­ari virkj­un­ar­kostir og fljót­legra er að byggja vind­orku­ver en hefð­bundnar virkj­an­ir. Jafn­framt er til­tölu­lega auð­velt að taka verin niður og þau hafa almennt í för með sér minna óaft­ur­kræft rask en hefð­bundn­ari orku­kost­ir 

Því hafa rök verið færð fyrir því að núver­andi máls­með­ferð ramma­á­ætl­unar henti ekki endi­lega gagn­vart vind­orku vegna sér­stöðu henn­ar.

Ákveðin svæði sem henta betur en önnur

Starfs­hópnum var einnig falið að skoða hvort að rétt sé að bæta við lögin sér­reglum um með­ferð vind­orku­kosta og þá á grund­velli hug­mynda um svæða­skipt­ingu lands­ins með til­liti til þess hvort þau henti til upp­bygg­ingar vind­orku eða ekki.

Sam­kvæmt Veð­ur­stofu Íslands þarf að hafa gott mat á vinda­fari, sem sé afar svæð­is­bund­in, til að kanna íslensku vindauð­lind­ina. Svæð­is­bundnar breyt­ingar ráð­ist mest af hæð í landi, en vindur sé alla jafna meiri á hálendi en lág­lendi og mestur við fjallstinda.

Á vefnum www.vindatlas.vedur.is hefur Veðurstofa Íslands opnað vindatlas sem er unnt að nýta við skoðun á möguleikum til nýtingar vindorku á Íslandi.

Ef starfs­hóp­ur­inn kemst að þeirri nið­ur­stöðu að bæta eigi við sér­reglum við lögin þá skal hóp­ur­inn enn fremur að vinna drög að stefnu­mörkun rík­is­ins varð­andi þá umhverf­is­legu og sam­fé­lags­legu þætti sem ættu að vera ráð­andi við slíka svæða­skipt­ingu, auk mót­aðra hug­mynda um hvaða stofnun eða aðili væri best til þess fall­inn að fram­kvæma hana. 

Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur fram að horft hefur verið til Nor­egs í þessum málum en þar í landi hefur verið lagt í umtals­verða vinnu við gerð sér­stakra vind­orku­korta fyrir land­ið, sem sýna hvaða svæði henta til nýt­ingar og hvar ætti að forð­ast hana.

Að lokum á starfs­hóps­ins á að leggja til nauð­syn­legar breyt­ingar á lögum um ramma­á­ætlun ef hóp­ur­inn telur þess þörf. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent