Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi

Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.

dem.jpg
Auglýsing

For­svars­menn Demókrata í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings í til­kynntu í dag að þeir myndu leggja fram ákærur á hendur Don­ald Trump fyrir emb­ætt­is­brot. Hann er þriðji for­set­inn í sögu Banda­ríkj­anna sem er ákærður fyrir emb­ætt­is­brot. Hinir tveir, Andrew John­son og Bill Clint­on, voru báðir sýkn­að­ir.

Ákæru­lið­irnir eru tveir. Ann­ars vegar er Trump gefið að hafa mis­notað vald sitt sem for­seta þegar hann beitti ráða­menn í Úkra­ínu þrýst­ingi til að rann­saka ann­ars vegar sam­sær­is­kenn­ingu um að inn­grip í síð­ustu for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­un­um, árið 2016, ættu rætur sínar að rekja til Úkra­ínu en ekki Rúss­lands. Þetta gerði Trump með því að fara fram á rann­sókn á Joe Biden, fyrrum vara­for­seta Banda­ríkj­anna og einn þeirra sem lík­leg­astur þykir til að verða fram­bjóð­andi demókrata í næstu for­seta­kosn­ing­um, sem fram fara í nóv­em­ber 2020. Trump er gefið að hafa haldið aftur hund­ruð millj­óna dala í hern­að­ar­stuð­ingi við Úkra­ínu þar til að hann fékk ofan­greindu fram.

Auglýsing
Hins vegar er Trump gefið að hafa hindrað full­trúa­deild þings­ins í eft­ir­lits­hlut­verki sínu. „Eng­inn,  ekki einu sinni for­set­inn, er yfir lög haf­in, “ sagði Jerry Nadler, dóms­mála­nefndar full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings­ins, þegar ákvörð­unin um að ákæra Trump var kynnt í dag. Á meðal ann­arra sem tóku til máls á blaða­manna­fund­inum voru Nancy Pelosi, leið­togi demókrata í full­trúa­deild­inni, og Adam Shiff, for­maður leyni­þjón­ustu­nefndar full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings. Schiff sagði að ákvörð­unin um að ákæra Trump væri nauð­syn­leg vegna þess að hann teldi að önnur grein stjórn­ar­skráar Banda­ríkj­anna veitti honum heim­ild til að gera hvað sem er. 

Trump átti sjálfur von á ákær­unum og kall­aði þær „brjál­æði“ í tísti fyrr í dag. 

Fyrir fimm dögum var til­kynnt um ákvörðun um að hefja und­ir­­bún­­ing ákæru á hendur for­­set­­anum byggði meðal ann­­ars á mati þriggja laga­­pró­­fess­ora við Stand­ford, Harvard og Uni­versity of North Carol­ina, sem komu fyrir Banda­­ríkja­­þing í gær og sögðu frá sínu mati á stöðu for­­set­ans, vegna sam­­skipta hans við yfir­­völd í Úkra­ínu.

Það var mat þess­­ara pró­­fess­ora allra, að Trump hefði gerst brot­­legur við stjórn­­­ar­­skrána, og að hann hefði tekið sér­­hags­muni sína fram yfir hags­muni þjóð­­ar­inn­­ar, og mis­­beitt valdi sínu með það að mark­miði að ná fram hlutum fyrir sig per­­són­u­­lega. 

Ef þetta er ekki brot, þá er ekk­ert brot, sögðu þessir þrír fram­an­­greindu pró­­fess­orar meðal ann­­ar­s. 

Með fyrr­­nefndu ákæru­­ferli (e. impeach­ment) geta þing­­menn opin­ber­­lega sótt gegn emb­ætt­is­­mönnum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar. Búist er við því að Repúblikanar muni reyna með öllum ráðum að verja for­­set­ann, og hafna þeim mála­til­­bún­­aði að Trump hafi brotið af sér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent