Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi

Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.

dem.jpg
Auglýsing

For­svars­menn Demókrata í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings í til­kynntu í dag að þeir myndu leggja fram ákærur á hendur Don­ald Trump fyrir emb­ætt­is­brot. Hann er þriðji for­set­inn í sögu Banda­ríkj­anna sem er ákærður fyrir emb­ætt­is­brot. Hinir tveir, Andrew John­son og Bill Clint­on, voru báðir sýkn­að­ir.

Ákæru­lið­irnir eru tveir. Ann­ars vegar er Trump gefið að hafa mis­notað vald sitt sem for­seta þegar hann beitti ráða­menn í Úkra­ínu þrýst­ingi til að rann­saka ann­ars vegar sam­sær­is­kenn­ingu um að inn­grip í síð­ustu for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­un­um, árið 2016, ættu rætur sínar að rekja til Úkra­ínu en ekki Rúss­lands. Þetta gerði Trump með því að fara fram á rann­sókn á Joe Biden, fyrrum vara­for­seta Banda­ríkj­anna og einn þeirra sem lík­leg­astur þykir til að verða fram­bjóð­andi demókrata í næstu for­seta­kosn­ing­um, sem fram fara í nóv­em­ber 2020. Trump er gefið að hafa haldið aftur hund­ruð millj­óna dala í hern­að­ar­stuð­ingi við Úkra­ínu þar til að hann fékk ofan­greindu fram.

Auglýsing
Hins vegar er Trump gefið að hafa hindrað full­trúa­deild þings­ins í eft­ir­lits­hlut­verki sínu. „Eng­inn,  ekki einu sinni for­set­inn, er yfir lög haf­in, “ sagði Jerry Nadler, dóms­mála­nefndar full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings­ins, þegar ákvörð­unin um að ákæra Trump var kynnt í dag. Á meðal ann­arra sem tóku til máls á blaða­manna­fund­inum voru Nancy Pelosi, leið­togi demókrata í full­trúa­deild­inni, og Adam Shiff, for­maður leyni­þjón­ustu­nefndar full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings. Schiff sagði að ákvörð­unin um að ákæra Trump væri nauð­syn­leg vegna þess að hann teldi að önnur grein stjórn­ar­skráar Banda­ríkj­anna veitti honum heim­ild til að gera hvað sem er. 

Trump átti sjálfur von á ákær­unum og kall­aði þær „brjál­æði“ í tísti fyrr í dag. 

Fyrir fimm dögum var til­kynnt um ákvörðun um að hefja und­ir­­bún­­ing ákæru á hendur for­­set­­anum byggði meðal ann­­ars á mati þriggja laga­­pró­­fess­ora við Stand­ford, Harvard og Uni­versity of North Carol­ina, sem komu fyrir Banda­­ríkja­­þing í gær og sögðu frá sínu mati á stöðu for­­set­ans, vegna sam­­skipta hans við yfir­­völd í Úkra­ínu.

Það var mat þess­­ara pró­­fess­ora allra, að Trump hefði gerst brot­­legur við stjórn­­­ar­­skrána, og að hann hefði tekið sér­­hags­muni sína fram yfir hags­muni þjóð­­ar­inn­­ar, og mis­­beitt valdi sínu með það að mark­miði að ná fram hlutum fyrir sig per­­són­u­­lega. 

Ef þetta er ekki brot, þá er ekk­ert brot, sögðu þessir þrír fram­an­­greindu pró­­fess­orar meðal ann­­ar­s. 

Með fyrr­­nefndu ákæru­­ferli (e. impeach­ment) geta þing­­menn opin­ber­­lega sótt gegn emb­ætt­is­­mönnum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar. Búist er við því að Repúblikanar muni reyna með öllum ráðum að verja for­­set­ann, og hafna þeim mála­til­­bún­­aði að Trump hafi brotið af sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Lárus Welding þegar hann var stýrði Glitni.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gefur út bókina „Uppgjör bankamanns“
Fyrrverandi forstjóri Glitnis gefur í lok viku út bók þar sem hann gerir upp rúmlega áratuga langa baráttu sína við réttarkerfið á Íslandi. Hann var ákærður í fjórum málum og sakfelldur í tveimur þeirra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent