Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi

Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.

dem.jpg
Auglýsing

For­svars­menn Demókrata í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings í til­kynntu í dag að þeir myndu leggja fram ákærur á hendur Don­ald Trump fyrir emb­ætt­is­brot. Hann er þriðji for­set­inn í sögu Banda­ríkj­anna sem er ákærður fyrir emb­ætt­is­brot. Hinir tveir, Andrew John­son og Bill Clint­on, voru báðir sýkn­að­ir.

Ákæru­lið­irnir eru tveir. Ann­ars vegar er Trump gefið að hafa mis­notað vald sitt sem for­seta þegar hann beitti ráða­menn í Úkra­ínu þrýst­ingi til að rann­saka ann­ars vegar sam­sær­is­kenn­ingu um að inn­grip í síð­ustu for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­un­um, árið 2016, ættu rætur sínar að rekja til Úkra­ínu en ekki Rúss­lands. Þetta gerði Trump með því að fara fram á rann­sókn á Joe Biden, fyrrum vara­for­seta Banda­ríkj­anna og einn þeirra sem lík­leg­astur þykir til að verða fram­bjóð­andi demókrata í næstu for­seta­kosn­ing­um, sem fram fara í nóv­em­ber 2020. Trump er gefið að hafa haldið aftur hund­ruð millj­óna dala í hern­að­ar­stuð­ingi við Úkra­ínu þar til að hann fékk ofan­greindu fram.

Auglýsing
Hins vegar er Trump gefið að hafa hindrað full­trúa­deild þings­ins í eft­ir­lits­hlut­verki sínu. „Eng­inn,  ekki einu sinni for­set­inn, er yfir lög haf­in, “ sagði Jerry Nadler, dóms­mála­nefndar full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings­ins, þegar ákvörð­unin um að ákæra Trump var kynnt í dag. Á meðal ann­arra sem tóku til máls á blaða­manna­fund­inum voru Nancy Pelosi, leið­togi demókrata í full­trúa­deild­inni, og Adam Shiff, for­maður leyni­þjón­ustu­nefndar full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings. Schiff sagði að ákvörð­unin um að ákæra Trump væri nauð­syn­leg vegna þess að hann teldi að önnur grein stjórn­ar­skráar Banda­ríkj­anna veitti honum heim­ild til að gera hvað sem er. 

Trump átti sjálfur von á ákær­unum og kall­aði þær „brjál­æði“ í tísti fyrr í dag. 

Fyrir fimm dögum var til­kynnt um ákvörðun um að hefja und­ir­­bún­­ing ákæru á hendur for­­set­­anum byggði meðal ann­­ars á mati þriggja laga­­pró­­fess­ora við Stand­ford, Harvard og Uni­versity of North Carol­ina, sem komu fyrir Banda­­ríkja­­þing í gær og sögðu frá sínu mati á stöðu for­­set­ans, vegna sam­­skipta hans við yfir­­völd í Úkra­ínu.

Það var mat þess­­ara pró­­fess­ora allra, að Trump hefði gerst brot­­legur við stjórn­­­ar­­skrána, og að hann hefði tekið sér­­hags­muni sína fram yfir hags­muni þjóð­­ar­inn­­ar, og mis­­beitt valdi sínu með það að mark­miði að ná fram hlutum fyrir sig per­­són­u­­lega. 

Ef þetta er ekki brot, þá er ekk­ert brot, sögðu þessir þrír fram­an­­greindu pró­­fess­orar meðal ann­­ar­s. 

Með fyrr­­nefndu ákæru­­ferli (e. impeach­ment) geta þing­­menn opin­ber­­lega sótt gegn emb­ætt­is­­mönnum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar. Búist er við því að Repúblikanar muni reyna með öllum ráðum að verja for­­set­ann, og hafna þeim mála­til­­bún­­aði að Trump hafi brotið af sér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent