Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi

Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.

dem.jpg
Auglýsing

For­svars­menn Demókrata í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings í til­kynntu í dag að þeir myndu leggja fram ákærur á hendur Don­ald Trump fyrir emb­ætt­is­brot. Hann er þriðji for­set­inn í sögu Banda­ríkj­anna sem er ákærður fyrir emb­ætt­is­brot. Hinir tveir, Andrew John­son og Bill Clint­on, voru báðir sýkn­að­ir.

Ákæru­lið­irnir eru tveir. Ann­ars vegar er Trump gefið að hafa mis­notað vald sitt sem for­seta þegar hann beitti ráða­menn í Úkra­ínu þrýst­ingi til að rann­saka ann­ars vegar sam­sær­is­kenn­ingu um að inn­grip í síð­ustu for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­un­um, árið 2016, ættu rætur sínar að rekja til Úkra­ínu en ekki Rúss­lands. Þetta gerði Trump með því að fara fram á rann­sókn á Joe Biden, fyrrum vara­for­seta Banda­ríkj­anna og einn þeirra sem lík­leg­astur þykir til að verða fram­bjóð­andi demókrata í næstu for­seta­kosn­ing­um, sem fram fara í nóv­em­ber 2020. Trump er gefið að hafa haldið aftur hund­ruð millj­óna dala í hern­að­ar­stuð­ingi við Úkra­ínu þar til að hann fékk ofan­greindu fram.

Auglýsing
Hins vegar er Trump gefið að hafa hindrað full­trúa­deild þings­ins í eft­ir­lits­hlut­verki sínu. „Eng­inn,  ekki einu sinni for­set­inn, er yfir lög haf­in, “ sagði Jerry Nadler, dóms­mála­nefndar full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings­ins, þegar ákvörð­unin um að ákæra Trump var kynnt í dag. Á meðal ann­arra sem tóku til máls á blaða­manna­fund­inum voru Nancy Pelosi, leið­togi demókrata í full­trúa­deild­inni, og Adam Shiff, for­maður leyni­þjón­ustu­nefndar full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings. Schiff sagði að ákvörð­unin um að ákæra Trump væri nauð­syn­leg vegna þess að hann teldi að önnur grein stjórn­ar­skráar Banda­ríkj­anna veitti honum heim­ild til að gera hvað sem er. 

Trump átti sjálfur von á ákær­unum og kall­aði þær „brjál­æði“ í tísti fyrr í dag. 

Fyrir fimm dögum var til­kynnt um ákvörðun um að hefja und­ir­­bún­­ing ákæru á hendur for­­set­­anum byggði meðal ann­­ars á mati þriggja laga­­pró­­fess­ora við Stand­ford, Harvard og Uni­versity of North Carol­ina, sem komu fyrir Banda­­ríkja­­þing í gær og sögðu frá sínu mati á stöðu for­­set­ans, vegna sam­­skipta hans við yfir­­völd í Úkra­ínu.

Það var mat þess­­ara pró­­fess­ora allra, að Trump hefði gerst brot­­legur við stjórn­­­ar­­skrána, og að hann hefði tekið sér­­hags­muni sína fram yfir hags­muni þjóð­­ar­inn­­ar, og mis­­beitt valdi sínu með það að mark­miði að ná fram hlutum fyrir sig per­­són­u­­lega. 

Ef þetta er ekki brot, þá er ekk­ert brot, sögðu þessir þrír fram­an­­greindu pró­­fess­orar meðal ann­­ar­s. 

Með fyrr­­nefndu ákæru­­ferli (e. impeach­ment) geta þing­­menn opin­ber­­lega sótt gegn emb­ætt­is­­mönnum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar. Búist er við því að Repúblikanar muni reyna með öllum ráðum að verja for­­set­ann, og hafna þeim mála­til­­bún­­aði að Trump hafi brotið af sér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent