Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir
Auglýsing

Sjö þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins. Fyrsti flutn­ings­maður er Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Í til­lög­unni er lagt til að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra skipi starfs­hóp sem vinni drög að laga­frum­varpi sem kveði á um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Í starfs­hópnum eigi að minnsta kosti sæti sér­fræð­ingar frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og frá dóms­mála­ráðu­neyti sem og full­trúar til­nefndir af skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins, hér­aðs­sak­sókn­ara og rík­is­sak­sókn­ara. Ráð­herra leggi fram laga­frum­varp sem bygg­ist á vinnu starfs­hóps­ins á næsta lög­gjaf­ar­þingi.

Auglýsing

Ekk­ert nýtt að benda á tví­verknað

Í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni segir að í meira en ald­ar­fjórð­ung hafi reglu­lega verið vakin athygli á nauð­syn þess að upp­ræta aug­ljósan tví­verknað í rann­sókn á skattsvikum og efna­hags­brotum og útgáfu ákæra á því sviði, jafnt í þing­málum sem og mörgum skýrslum og grein­ing­um. Fyr­ir­komu­lagið sem er við lýði hér á landi sé sein­virkt og kostn­að­ar­samt og hvorki hinu opin­bera né meintum sak­born­ingum í hag. Með löngum máls­með­ferð­ar­tíma vaxi auk þess hættan á að rétt­ar­spjöll verði sem leiði til mild­ari dóma en ella eða jafn­vel sýknu eins og dæmi séu um.

Þá kemur fram að eins og lög­gjöf er nú háttað sé þeim brotum sem þykja alvar­leg sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókna skatt­rann­sókn­ar­stjóra vísað til hér­aðs­sak­sókn­ara til „op­in­berrar rann­sóknar og venju­legrar saka­mála­með­ferð­ar“.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra sé það svo að þrátt fyrir að málum frá emb­ætt­inu sé sam­kvæmt orð­anna hljóðan vísað til rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara sé almennt ekki um að ræða rann­sókn mál­anna frá grunni hjá því emb­ætti heldur séu rann­sókn­irnar alla jafna reistar á þeirri rann­sókn sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur fram­kvæmt og lýst er í skýrslu hans um við­kom­andi mál. 

Þannig sé byggt á gagna­öflun skatt­rann­sókn­ar­stjóra auk þess sem nið­ur­stöður skatt­rann­sókn­ar­stjóra séu yfir­leitt lagðar til grund­vallar að öllu leyti. Við rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara sé sak­born­ingur síðan kvaddur til skýrslu­töku vegna máls­ins. Geti þannig átt sér stað viss tví­tekn­ing en ekki sé þó um að ræða algjöra end­ur­tekn­ingu rann­sókn­ar. 

Í flestum til­vikum höfði hér­aðs­sak­sókn­ari mál að öllu leyti sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókna skatt­rann­sókn­ar­stjóra og nær ein­vörð­ungu ef um ein­fald­ari mál er að ræða. Í ein­hverju til­vikum sé ekki ákært fyrir alla þætti sam­kvæmt nið­ur­stöðum skatt­rann­sókn­ar­stjóra, en í fáeinum til­vikum séu mál felld niður með öllu vegna þess að ekki þyki til­efni til sak­sókn­ar. Skatt­rann­sókn­ar­stjóra sé ekki kunn­ugt um sam­svar­andi end­ur­tekn­ingu rann­sókna í fyr­ir­komu­lagi ann­arra þjóða.

140 mál óaf­greidd í sept­em­ber

Að mati flutn­ings­manna væri það vel til þess fallið að auka skil­virkni að veita skatt­rann­sókn­ar­stjóra ákæru­vald í þeim málum sem emb­ættið rann­sak­ar. Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að í sept­em­ber 2019 hafi 140 óaf­greidd mál frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra verið hjá hér­aðs­sak­sókn­ara.

Óafgreidd mál hjá embætti héraðssaksóknara í september 2019. Mynd: Alþingi

Enn fremur kemur fram í grein­ar­gerð­inni með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni að skatt­rann­sókn­ar­stjóri skuli nú þegar gæta í sínum rann­sókn­ar­að­gerðum að lögum um með­ferð saka­mála eftir því sem við getur átt. Þekk­ing skatt­rann­sókn­ar­stjóra til að rann­saka saka­mál af þessu tagi sé þegar til stað­ar.

„Saka­mál vegna skatta­laga­brota krefj­ast sér­þekk­ingar og sér­hæf­ing­ar, bæði hvað varðar rann­sóknir og sak­sókn. Það stuðlar að skil­virkni að einn og sami aðil­inn ann­ist hvort tveggja. Slík til­högun er þekkt í öðrum lönd­um, þar á meðal í Þýska­landi. Í þriðju útgáfu skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD) sem ber heitið Effect­ive Inter-A­gency Co-Oper­ation í Fight­ing Tax Crimes and Other Fin­ancial Crimes frá 8. nóv­em­ber 2017 má sjá að til­högun rann­sóknar og sak­sóknar í skatta­málum er hagað með mjög mis­mun­andi hætti eftir ríkj­um. Má almennt segja að þar séu aðilar að reyna að sam­tvinna ann­ars vegar sér­þekk­ingu á skatta­rétti og hins vegar skil­virkni ákæru­með­ferð­ar,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Mun koma í veg fyrir óþarfa fyr­ir­höfn og kostnað fyrir hið opin­bera

Einnig nefna flutn­ings­menn að pen­inga­þvætti teng­ist oft skattsvikum og komi fram í skýrslu FATF og áhættu­mati rík­is­lög­reglu­stjóra frá því fyrr á árinu að skatta­laga­brot séu ein helstu frum­brot pen­inga­þvætt­is. Rann­sókn pen­inga­þvætt­is­brota sé sam­kvæmt lögum á hendi hér­aðs­sak­sókn­ara. Vegna þess hve mjög pen­inga­þvætt­is­brot tvinn­ist saman við frum­brot liggi hins vegar vel við að rann­saka pen­inga­þvætti vegna skattsvika sam­hliða þeim skatta­laga­brotum sem um ræð­ir. Hafi þeirri skipan einmitt verið komið á í Sví­þjóð nú í ár.

Flutn­ings­menn telja að verði tví­verkn­aður við rann­sóknir saka­mála aflagður muni það koma í veg fyrir óþarfa fyr­ir­höfn og kostnað fyrir hið opin­bera og óþarfa íþyng­ingu fyrir sak­born­inga. Líta megi til reynslu af rann­sókn stórra flók­inna mála sem nýlega hafi verið og séu á borðum emb­ætt­anna. Því sé lagt til að Alþingi álykti að fela fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að skipa starfs­hóp sem vinni drög að laga­frum­varpi sem kveði á um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent