Hegðunartengdir áhættuþættir leiða til rúmlega þriðjungi allra dauðsfalla á Íslandi. Þarf af veldur sívaxandi offita sérstökum áhyggjum. Þrátt fyrir að reglulegar líkamlegar æfingar séu algengar á meðal Íslendinga þá leiða slæmar neysluvenjur til þess að offituhlutfallið helst hátt hér á landi. Íslendingar neyti allt of lítið af grænmeti og ávöxtum og of mikið af sykruðum vörum.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um heilsufar þjóða.
Offita er meiriháttar lýðheilsuvandamál á Íslandi
Offita leiðir til aukinnar áhættu á háum blóðþrýstingi, sykursýki, hjartaáfalli og annarra hjarta- og æðasjúkdóma, auk þess að vera áhættuþáttur fyrir ákveðnar krabbameinstegundir.
Í skýrslunni kemur fram að fullorðnir Íslendingar sem þjást af offitu hefur fjölgað til muna síðasta áratugi, hlutfallið hefur farið úr 12 prósentum árið 2002 í 27 prósent árið 2018.
Þá voru fimmtungur 15 ára gamalla íslenskra drengja og stúlkna yfir kjörþyngd á árunum 2013 til 14, en það var þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu. Í skýrslunni segir að þetta stangast á við það að einn af hverjum fimm 15 ára unglingum tekur þátt í miðlungs- eða erfiðum líkamsæfingum, sem er allnokkru hærra en ESB-meðaltalið sem er 15 prósent.
Þá er mikill munur á líkamsæfingum stúlkna sem mælist 14 prósent en 25 prósent hjá drengjum. Þrátt fyrir að reglulegar líkamlegar æfingar séu algengari meðal íslenskra barna, og reyndar fullorðinna líka, en tíðkast í flestöllum ESB-ríkjunum, þá leiða slæmar neysluvenjur til þess að offituhlutfallið helst hátt.
Í skýrslunni kemur fram að árið 2017 greindu meira en helmingur allra fullorðinna frá því að þeir borði ekki svo mikið sem einn ávaxtabita á degi hverjum, sem er hærra hlutfall en í flestöllum ESB-ríkjunum. Þá segjast þriðjungur fullorðinna Íslendinga ekki borða einn grænmetisskammt á dag, sem er í námunda við ESB-meðaltalið. Enn fremur neyti Íslendingar of mikið af sykri og salti samkvæmt skýrslunni.
15 prósent dauðsfalla má rekja til reykinga
Aðrar hegðunartengdir áhættuhættir eru meðal annars tóbaksnotkun og áfengisneysla. Innan við tíundi hver fullorðinna reykir daglega, sem er aðeins helmingur miðað við ESB-ríkin. Áfengisneysla fullorðinna Íslendinga telst einnig einhver sú allra minnsta sem þekkist í Evrópu, þar sem hún er um 20 prósent minni en meðaltalið í Evrópuríkjunum.
Þó er ætlað er að tóbaksnotkun (jafnt beinar sem óbeinar reykingar) hafi leitt til 15 prósent af öllum dauðsföllunum hér á landi. Hins vegar leiddi áfengisneysla, að því að talið er, aðeins til um 1 prósent dauðsfallanna, sem er langt innan við ESB-meðaltalið sem nam 6 prósentum.