Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sigurvegari þingkosninga í Bretlandi, samkvæmt útgönguspám, sem birtar voru þegar kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Íhaldsflokkur hans er með rúman meirihluta, 86 sæti í það heila, og mun hafa möguleika á því að framkvæma Brexit fljótt og örugglega, strax í janúar. Samkvæmt útgönguspá gæti Íhaldsflokkurinn fengið 368 þingsæti, en kosið er um 650 þingsæti.
The only thing i hate more than Brexit is infinite uncertainty. In that regard I am pleased by BBC’s Exit Poll.
— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) December 12, 2019
Verkamannaflokkur Jeremy Corbyn fær verstu niðurstöðu í áratugi, samkvæmt umfjöllun BBC, og svo virðist sem hann hafði engan veginn náð að marka sér stöðu í hörðum rökræðum í Bretlandi, þar sem Brexit hefur verið stórt ágreiningsmál allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016.