Tollastríð Bandaríkjanna og Kína - staðið hefur stóran hluta af forsetatíð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta - hefur haft alvarlegar afleiðingar um allan heim, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).
Í nýlegu mati sjóðsins, segir að hagvaxtarhorfur hafi versnað að stóru leyti vegna neikvæðra áhrifa af tollastríði Bandaríkjanna og Kína. Það hefur aukið óvissu, dregið úr fjárfestingu og eftirspurn, og skapað vandamál í atvinnulífi víða, staðbundið.
Í stuttu máli hefur tollastríðið milli þessara risa í austri og vestri, snúist um að tollar hafa verið settir - oft nær fyrirvaralaust - á fjölmarga vöruflokka. Það hefur leitt til verðhækkana og eða hreinlega hamlað því að viðskipti hafi átt sér stað. Markmiðið hefur verið - í það minnsta í orði og stefnu Bandaríkjanna - að auka umsvif heima fyrir eða verja störf þar.
We have agreed to a very large Phase One Deal with China. They have agreed to many structural changes and massive purchases of Agricultural Product, Energy, and Manufactured Goods, plus much more. The 25% Tariffs will remain as is, with 7 1/2% put on much of the remainder....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2019
Að mati AGS hefur niðurstaðan, á heildina litið, til þessa verið sú, að alþjóðleg viðskipti hafa fengið á sig mikið högg, og enginn hefur hagnast sérstaklega á tollastríðinu.
Greint var frá því í dag, að meiri gangur væri nú í viðræðum Kína og Bandaríkjanna, og sagði í umfjöllun Wall Street Journal, að drög að samkomulagi væri nú á borðinu, sem miðaði að því að tollar tækju ekki gildi 15. desember, á fjölmargar vörutegundir. Wang Shouwen, aðstoðarviðskiptaráðherra Kína, sem hefur leitt viðræður fyrir hönd Kína varðandi þetta samkomulag, samkvæmt umfjöllun Bloomberg, segir að Kína muni auka innflutning á vörum frá Bandaríkjunum og öðrum löndum, vegna þessa samkomulags. +
Bandaríkin hafa sagt í tilkynningu, að samkomulagið muni liðka fyrir innflutningi frá Kína til Bandaríankjna, en ennþá er einungis um eitt skref að ræða, í því að ljúka hinu mikla tollastríði, sem verðlagt hefur verið á meira en 500 milljarða Bandaríkjadala. Erfitt er þó að fullyrða um slíkt, vegna mikilla óbeinna áhrifa á hagkerfi heimsins.
Ísland á mikið undir
Í greiningum Seðlabanka Íslands, meðal annars í Peningamálum, hefur komið fram að tollastríðið og neikvæðar afleiðingar þess á alþjóðamörkuðum, hafi haft neikvæð áhrif á Íslandi. Það birtist meðal annars í minni eftirspurn eftir útflutningsvörum frá Íslandi, og margfeldisáhrifum alþjóðavætt viðskiptalíf. Ísland á allt undir greiðu aðgengi að mörkuðum, en tollastríðið hefur haft verulega hamlandi áhrif.
Í umfjöllun Bloomberg segir að svo geti farið, að samkomulag milli Kína og Bandaríkjanna, um viðskiptaforsendur í inn- og útflutningi milli landanna, geti náðst á næstu misserum. Erfitt er þó að spá fyrir um tímasetningar, þar sem óvæntir atburðir - meðal annars yfirlýsingar Trump á Twitter - hafa til þessa sett nokkurt strikinn í reikninginn, þegar kemur að þróun mála.