Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu

Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.

Litla hraun
Litla hraun
Auglýsing

Starfs­hópur um mál­efni fanga leggur til tekin verði upp heild­ræn nálgun á betrun fanga sem byggir á virð­ingu og kær­leik ­sem leiði af sér lægri end­ur­komu­tíðni í fang­elsi. Hóp­ur­inn leggur meðal ann­ars til að við upp­haf fanga­vistar verði föngum gert kleift að velja um tvær leið­ir, ann­ars vegar bata­leið og hins vegar refsi­leið. 

Hóp­ur­inn leggur jafn­framt til að þeir sem svo kjósa fái að dvelj­ast allt að tvö ár eftir að afplánun lýkur í svoköll­uðu bata­hús­i. ­Rík­is­stjórnin hefur nú þegar sam­þykkt að til­lögum hóps­ins verði fylgt eft­ir.

Há end­ur­komu­tíðni fanga

Aðstæður fanga í fang­elsum á Íslandi hafa verið mikið í umræð­unni upp á síðkast­ið, líkt og oft áður, og ýmsar breyt­ingar verið boð­aðar í betr­un­ar­mál­u­m af stjórn­völd­um. Dóms­mála- og heil­brigð­is­ráð­herra sam­þykktu nýlega aðgerð­ar­á­ætlun um aðgerðir í heil­brigð­is­málum í fang­elsum og úræðum vegna vímu­efna­vanda fanga og auknir fjár­mun­ir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Mynd:Bára Huld Beck

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, skrif­aði um þessa ný aðgerða­á­ætlun og betrun fagna í grein Morg­un­blað­inu fyrr í vik­unni. Þar vís­aði hún í rann­sókn sem sýnir að tæp­lega 60 pró­sent fanga í íslenskum fang­elsum glími við vímu­efna­vanda og um sjö­tíu pró­sent eiga sögu um slíkan vanda en sam­kvæmt henni eru lang­flestir glæpir eru framdir undir áhrifum fíkni­efna. 

„Ef unnt væri að grípa inn í og koma fólki á beinu braut­ina væri hægt að fækka afbrotum og þar af leið­andi end­ur­komum í fang­els­in,“ skrifar Áslaug Arna og bendir á að um helm­ingur fanga sem afplána í fang­elsum lands­ins hefur áður mátt sæta fangelsisvist. 

Auglýsing

Hún segir að end­ur­komur fanga sem í flestum til­vikum ungir karl­menn sé ekki bara vanda­mál þess sem dæmdur er til refsi­vistar heldur sam­fé­lags­ins alls. 

„Frels­is­svipt­ing er afar íþyngj­andi aðgerð og henni fylgir mikil ábyrgð. Stjórn­völdum ber að standa undir þeirri ábyrgð og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að raun­veru­leg betrun eigi sér stað í fang­elsum lands­ins. Með aðstoð fag­manna fáum við betra fólk út úr fang­els­unum en gekk þangað inn,“ segir Áslaug Arna.

Heild­stæð nálgun nauð­syn­leg 

Félags- og barna­mála­ráð­herra skip­aði starfs­hóp í júní 2018 sem hafði það hlut­verk að koma með til­lögur um hvernig unnt væri að styðja fanga og fyrrum fanga betur til þátt­töku í sam­fé­lag­inu að lok­inni afplánun og draga þar með úr end­ur­komu­tíðni í fang­elsi

Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, Tolli Morthens, formaður starfshópsins og Agnar Bragason, sem var hópnum meðal annarra til ráðgjafar. Mynd:StjórnarráðiðRáð­herra skip­aði Þor­lák „Tolla“ Morthens, mynd­list­ar­mann for­mann starfs­hóps­ins og hefur hóp­ur­inn nú skilað skýrslu með til­lögum. Í skýrsl­unni segir við grein­ingu starfs­hóps­ins á verk­efnum þeim er honum voru falin kom í ljós að nauð­syn­legt væri að huga að heild­ar­mynd­inni ef árangur ætti að nást. 

Hóp­ur­inn leggur því til að tekið verði upp sam­fellt verk­lag að bata­ferli frá því að dómur fell­ur, meðan við­kom­andi ein­stak­ling­ur bíður afplán­un­ar, á meðan á afplánun stendur og að lok­inni afplán­un. Þá muni einn aðili halda utan um mál ein­stak­lings í gegnum allt ferlið, til að mynda full­trúi frá félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. 

Fjöl­breytt­ari úrræði í boði strax frá dómskvaðn­ingu

Í skýrsl­unni er fjallað um hve stór hluti fanga glími við geð­heil­brigð­is­vanda og/eða fíkni­vanda. Starfs­hóp­ur­inn bendir á að hætta sé á því að ­föng­um, sem glíma við geð­ræna erf­ið­leika, versni á meðan á fang­els­is­vist stendur sé ekk­ert að gert og litlar líkur eru á því að þeim gangi vel að aðlag­ast sam­fé­lag­inu að lok­inni afplán­un.

Í ljósi þess sé því til mik­ils að vinna fyrir sam­fé­lagið í heild að unnið verði mark­visst með geð­heil­brigði ein­stak­lings­ins strax frá fyrstu stig­um. ­Jafn­framt hafi rann­sóknir bent til þess að með­ferð við fíkni­vanda, sem hefst á meðan refsi­vist stendur og er fylgt eftir að afplánun lok­inni dragi úr fíkni­efna­neyslu og líkum á því að við­kom­andi brjóti aftur af sér.

Því legg­ur ­starfs­hóp­ur­inn til ein­stak­linga sem hljóta refsi­dóma hér á landi verð­i orðin fjöl­breytt­ari og ein­stak­lings­mið­aðri úrræði en nú standa til boða. Meg­in­á­hersla verði lögð á mennt­un, starfsend­ur­hæf­ingu, sál­fræði­þjón­ustu, félags­ráð­gjöf og í þeim til­vikum sem það á við, fíkni­ráð­gjöf. Sér­stök áhersla er lögð á sveigj­an­leika og að boðið sé upp á að ganga inn í úrræði á hvaða stigi sem er. Auk þess sem þeim sem hætti ástundun ætti ávallt að standa til boða að hefja ástundun að nýju. 

Bata­hús verði sett á fót 

Hvað varðar eft­ir­fylgd að fang­els­is­vist lok­inni hefur starfs­hóp­ur­inn horft til sam­bæri­legs úrræðis í Englandi, þar sem sjálfs­eign­ar­stofn­unin „Forward Trust“ hefur náð góðum árangri og náð að draga úr end­ur­komum í fang­elsi og styrkja félags­lega stöðu þeirra sem lokið hafa refsi­vist. 

Byggir skipu­lag úrræð­is­ins á því að þeir sem svo kjósa fái að dvelj­ast allt að tvö ár eftir að afplánun lýkur í svoköll­uðu bata­húsi, þar sem áfram verði unnið með sjálfs­efl­ingu ein­stak­lings­ins og aðlögun hans að sam­fé­lag­inu að nýju. ­Starfs­hóp­ur­inn telur að heppi­legt væri ef rekstur slíks bata­húss hér á landi væri í höndum sjálfs­eign­ar­stofn­unar eða líkn­ar­fé­lags og að það væri stað­sett í íbúð­ar­hverfi á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u ­vegna nálægðar við þjón­ustu, menntun og vinnu.

Líkt og áður segir þá hefur rík­is­stjórnin sam­þykkt að settur verði á fót stýri­hópur undir for­mennsku félags­mála­ráðu­neyt­is­ins með breiða skírskotun sem falið verði að fylgja eftir til­lögum skýrsl­unn­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent