Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu

Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.

Litla hraun
Litla hraun
Auglýsing

Starfs­hópur um mál­efni fanga leggur til tekin verði upp heild­ræn nálgun á betrun fanga sem byggir á virð­ingu og kær­leik ­sem leiði af sér lægri end­ur­komu­tíðni í fang­elsi. Hóp­ur­inn leggur meðal ann­ars til að við upp­haf fanga­vistar verði föngum gert kleift að velja um tvær leið­ir, ann­ars vegar bata­leið og hins vegar refsi­leið. 

Hóp­ur­inn leggur jafn­framt til að þeir sem svo kjósa fái að dvelj­ast allt að tvö ár eftir að afplánun lýkur í svoköll­uðu bata­hús­i. ­Rík­is­stjórnin hefur nú þegar sam­þykkt að til­lögum hóps­ins verði fylgt eft­ir.

Há end­ur­komu­tíðni fanga

Aðstæður fanga í fang­elsum á Íslandi hafa verið mikið í umræð­unni upp á síðkast­ið, líkt og oft áður, og ýmsar breyt­ingar verið boð­aðar í betr­un­ar­mál­u­m af stjórn­völd­um. Dóms­mála- og heil­brigð­is­ráð­herra sam­þykktu nýlega aðgerð­ar­á­ætlun um aðgerðir í heil­brigð­is­málum í fang­elsum og úræðum vegna vímu­efna­vanda fanga og auknir fjár­mun­ir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Mynd:Bára Huld Beck

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, skrif­aði um þessa ný aðgerða­á­ætlun og betrun fagna í grein Morg­un­blað­inu fyrr í vik­unni. Þar vís­aði hún í rann­sókn sem sýnir að tæp­lega 60 pró­sent fanga í íslenskum fang­elsum glími við vímu­efna­vanda og um sjö­tíu pró­sent eiga sögu um slíkan vanda en sam­kvæmt henni eru lang­flestir glæpir eru framdir undir áhrifum fíkni­efna. 

„Ef unnt væri að grípa inn í og koma fólki á beinu braut­ina væri hægt að fækka afbrotum og þar af leið­andi end­ur­komum í fang­els­in,“ skrifar Áslaug Arna og bendir á að um helm­ingur fanga sem afplána í fang­elsum lands­ins hefur áður mátt sæta fangelsisvist. 

Auglýsing

Hún segir að end­ur­komur fanga sem í flestum til­vikum ungir karl­menn sé ekki bara vanda­mál þess sem dæmdur er til refsi­vistar heldur sam­fé­lags­ins alls. 

„Frels­is­svipt­ing er afar íþyngj­andi aðgerð og henni fylgir mikil ábyrgð. Stjórn­völdum ber að standa undir þeirri ábyrgð og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að raun­veru­leg betrun eigi sér stað í fang­elsum lands­ins. Með aðstoð fag­manna fáum við betra fólk út úr fang­els­unum en gekk þangað inn,“ segir Áslaug Arna.

Heild­stæð nálgun nauð­syn­leg 

Félags- og barna­mála­ráð­herra skip­aði starfs­hóp í júní 2018 sem hafði það hlut­verk að koma með til­lögur um hvernig unnt væri að styðja fanga og fyrrum fanga betur til þátt­töku í sam­fé­lag­inu að lok­inni afplánun og draga þar með úr end­ur­komu­tíðni í fang­elsi

Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, Tolli Morthens, formaður starfshópsins og Agnar Bragason, sem var hópnum meðal annarra til ráðgjafar. Mynd:StjórnarráðiðRáð­herra skip­aði Þor­lák „Tolla“ Morthens, mynd­list­ar­mann for­mann starfs­hóps­ins og hefur hóp­ur­inn nú skilað skýrslu með til­lögum. Í skýrsl­unni segir við grein­ingu starfs­hóps­ins á verk­efnum þeim er honum voru falin kom í ljós að nauð­syn­legt væri að huga að heild­ar­mynd­inni ef árangur ætti að nást. 

Hóp­ur­inn leggur því til að tekið verði upp sam­fellt verk­lag að bata­ferli frá því að dómur fell­ur, meðan við­kom­andi ein­stak­ling­ur bíður afplán­un­ar, á meðan á afplánun stendur og að lok­inni afplán­un. Þá muni einn aðili halda utan um mál ein­stak­lings í gegnum allt ferlið, til að mynda full­trúi frá félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. 

Fjöl­breytt­ari úrræði í boði strax frá dómskvaðn­ingu

Í skýrsl­unni er fjallað um hve stór hluti fanga glími við geð­heil­brigð­is­vanda og/eða fíkni­vanda. Starfs­hóp­ur­inn bendir á að hætta sé á því að ­föng­um, sem glíma við geð­ræna erf­ið­leika, versni á meðan á fang­els­is­vist stendur sé ekk­ert að gert og litlar líkur eru á því að þeim gangi vel að aðlag­ast sam­fé­lag­inu að lok­inni afplán­un.

Í ljósi þess sé því til mik­ils að vinna fyrir sam­fé­lagið í heild að unnið verði mark­visst með geð­heil­brigði ein­stak­lings­ins strax frá fyrstu stig­um. ­Jafn­framt hafi rann­sóknir bent til þess að með­ferð við fíkni­vanda, sem hefst á meðan refsi­vist stendur og er fylgt eftir að afplánun lok­inni dragi úr fíkni­efna­neyslu og líkum á því að við­kom­andi brjóti aftur af sér.

Því legg­ur ­starfs­hóp­ur­inn til ein­stak­linga sem hljóta refsi­dóma hér á landi verð­i orðin fjöl­breytt­ari og ein­stak­lings­mið­aðri úrræði en nú standa til boða. Meg­in­á­hersla verði lögð á mennt­un, starfsend­ur­hæf­ingu, sál­fræði­þjón­ustu, félags­ráð­gjöf og í þeim til­vikum sem það á við, fíkni­ráð­gjöf. Sér­stök áhersla er lögð á sveigj­an­leika og að boðið sé upp á að ganga inn í úrræði á hvaða stigi sem er. Auk þess sem þeim sem hætti ástundun ætti ávallt að standa til boða að hefja ástundun að nýju. 

Bata­hús verði sett á fót 

Hvað varðar eft­ir­fylgd að fang­els­is­vist lok­inni hefur starfs­hóp­ur­inn horft til sam­bæri­legs úrræðis í Englandi, þar sem sjálfs­eign­ar­stofn­unin „Forward Trust“ hefur náð góðum árangri og náð að draga úr end­ur­komum í fang­elsi og styrkja félags­lega stöðu þeirra sem lokið hafa refsi­vist. 

Byggir skipu­lag úrræð­is­ins á því að þeir sem svo kjósa fái að dvelj­ast allt að tvö ár eftir að afplánun lýkur í svoköll­uðu bata­húsi, þar sem áfram verði unnið með sjálfs­efl­ingu ein­stak­lings­ins og aðlögun hans að sam­fé­lag­inu að nýju. ­Starfs­hóp­ur­inn telur að heppi­legt væri ef rekstur slíks bata­húss hér á landi væri í höndum sjálfs­eign­ar­stofn­unar eða líkn­ar­fé­lags og að það væri stað­sett í íbúð­ar­hverfi á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u ­vegna nálægðar við þjón­ustu, menntun og vinnu.

Líkt og áður segir þá hefur rík­is­stjórnin sam­þykkt að settur verði á fót stýri­hópur undir for­mennsku félags­mála­ráðu­neyt­is­ins með breiða skírskotun sem falið verði að fylgja eftir til­lögum skýrsl­unn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent