Friðarsamkomulag í sjónmáli?

Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.

Trump og Xi
Auglýsing

Tolla­stríð Banda­ríkj­anna og Kína - staðið hefur stóran hluta af for­seta­tíð Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta - hefur haft alvar­legar afleið­ingar um allan heim, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS)

Í nýlegu mati sjóðs­ins, segir að hag­vaxt­ar­horfur hafi versnað að stóru leyti vegna nei­kvæðra áhrifa af tolla­stríði Banda­ríkj­anna og Kína. Það hefur aukið óvissu, dregið úr fjár­fest­ingu og eft­ir­spurn, og skapað vanda­mál í atvinnu­lífi víða, stað­bund­ið. 

Í stuttu máli hefur tolla­stríðið milli þess­ara risa í austri og vestri, snú­ist um að tollar hafa verið settir - oft nær fyr­ir­vara­laust - á fjöl­marga vöru­flokka. Það hefur leitt til verð­hækk­ana og eða hrein­lega hamlað því að við­skipti hafi átt sér stað. Mark­miðið hefur verið - í það minnsta í orði og stefnu Banda­ríkj­anna - að auka umsvif heima fyrir eða verja störf þar. 

AuglýsingAð mati AGS hefur nið­ur­stað­an, á heild­ina lit­ið, til þessa verið sú, að alþjóð­leg við­skipti hafa fengið á sig mikið högg, og eng­inn hefur hagn­ast sér­stak­lega á tolla­stríð­in­u. 

Greint var frá því í dag, að meiri gangur væri nú í við­ræðum Kína og Banda­ríkj­anna, og sagði í umfjöllun Wall Street Journal, að drög að sam­komu­lagi væri nú á borð­inu, sem mið­aði að því að tollar tækju ekki gildi 15. des­em­ber, á fjöl­margar vöru­teg­und­ir. Wang Shouwen, aðstoð­ar­við­skipta­ráð­herra Kína, sem hefur leitt við­ræður fyrir hönd Kína varð­andi þetta sam­komu­lag, sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg, segir að Kína muni auka inn­flutn­ing á vörum frá Banda­ríkj­unum og öðrum lönd­um, vegna þessa sam­komu­lags. +

Banda­ríkin hafa sagt í til­kynn­ingu, að sam­komu­lagið muni liðka fyrir inn­flutn­ingi frá Kína til Bandar­í­an­kjna, en ennþá er ein­ungis um eitt skref að ræða, í því að ljúka hinu mikla tolla­stríði, sem verð­lagt hefur verið á meira en 500 millj­arða Banda­ríkja­dala. Erfitt er þó að full­yrða um slíkt, vegna mik­illa óbeinna áhrifa á hag­kerfi heims­ins. 

Ísland á mikið undir

Í grein­ingum Seðla­banka Íslands, meðal ann­ars í Pen­inga­mál­um, hefur komið fram að tolla­stríðið og nei­kvæðar afleið­ingar þess á alþjóða­mörk­uð­um, hafi haft nei­kvæð áhrif á Íslandi. Það birt­ist meðal ann­ars í minni eft­ir­spurn eftir útflutn­ings­vörum frá Íslandi, og marg­feld­is­á­hrifum alþjóða­vætt við­skipta­líf. Ísland á allt undir greiðu aðgengi að mörk­uð­um, en tolla­stríðið hefur haft veru­lega hamlandi áhrif. 

Í umfjöllun Bloomberg segir að svo geti far­ið, að sam­komu­lag milli Kína og Banda­ríkj­anna, um við­skipta­for­sendur í inn- og útflutn­ingi milli land­anna, geti náðst á næstu miss­er­um. Erfitt er þó að spá fyrir um tíma­setn­ing­ar, þar sem óvæntir atburðir - meðal ann­ars yfir­lýs­ingar Trump á Twitter - hafa til þessa sett nokk­urt strik­inn í reikn­ing­inn, þegar kemur að þróun mála.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent