Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu

Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.

Litla hraun
Litla hraun
Auglýsing

Starfs­hópur um mál­efni fanga leggur til tekin verði upp heild­ræn nálgun á betrun fanga sem byggir á virð­ingu og kær­leik ­sem leiði af sér lægri end­ur­komu­tíðni í fang­elsi. Hóp­ur­inn leggur meðal ann­ars til að við upp­haf fanga­vistar verði föngum gert kleift að velja um tvær leið­ir, ann­ars vegar bata­leið og hins vegar refsi­leið. 

Hóp­ur­inn leggur jafn­framt til að þeir sem svo kjósa fái að dvelj­ast allt að tvö ár eftir að afplánun lýkur í svoköll­uðu bata­hús­i. ­Rík­is­stjórnin hefur nú þegar sam­þykkt að til­lögum hóps­ins verði fylgt eft­ir.

Há end­ur­komu­tíðni fanga

Aðstæður fanga í fang­elsum á Íslandi hafa verið mikið í umræð­unni upp á síðkast­ið, líkt og oft áður, og ýmsar breyt­ingar verið boð­aðar í betr­un­ar­mál­u­m af stjórn­völd­um. Dóms­mála- og heil­brigð­is­ráð­herra sam­þykktu nýlega aðgerð­ar­á­ætlun um aðgerðir í heil­brigð­is­málum í fang­elsum og úræðum vegna vímu­efna­vanda fanga og auknir fjár­mun­ir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Mynd:Bára Huld Beck

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, skrif­aði um þessa ný aðgerða­á­ætlun og betrun fagna í grein Morg­un­blað­inu fyrr í vik­unni. Þar vís­aði hún í rann­sókn sem sýnir að tæp­lega 60 pró­sent fanga í íslenskum fang­elsum glími við vímu­efna­vanda og um sjö­tíu pró­sent eiga sögu um slíkan vanda en sam­kvæmt henni eru lang­flestir glæpir eru framdir undir áhrifum fíkni­efna. 

„Ef unnt væri að grípa inn í og koma fólki á beinu braut­ina væri hægt að fækka afbrotum og þar af leið­andi end­ur­komum í fang­els­in,“ skrifar Áslaug Arna og bendir á að um helm­ingur fanga sem afplána í fang­elsum lands­ins hefur áður mátt sæta fangelsisvist. 

Auglýsing

Hún segir að end­ur­komur fanga sem í flestum til­vikum ungir karl­menn sé ekki bara vanda­mál þess sem dæmdur er til refsi­vistar heldur sam­fé­lags­ins alls. 

„Frels­is­svipt­ing er afar íþyngj­andi aðgerð og henni fylgir mikil ábyrgð. Stjórn­völdum ber að standa undir þeirri ábyrgð og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að raun­veru­leg betrun eigi sér stað í fang­elsum lands­ins. Með aðstoð fag­manna fáum við betra fólk út úr fang­els­unum en gekk þangað inn,“ segir Áslaug Arna.

Heild­stæð nálgun nauð­syn­leg 

Félags- og barna­mála­ráð­herra skip­aði starfs­hóp í júní 2018 sem hafði það hlut­verk að koma með til­lögur um hvernig unnt væri að styðja fanga og fyrrum fanga betur til þátt­töku í sam­fé­lag­inu að lok­inni afplánun og draga þar með úr end­ur­komu­tíðni í fang­elsi

Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, Tolli Morthens, formaður starfshópsins og Agnar Bragason, sem var hópnum meðal annarra til ráðgjafar. Mynd:StjórnarráðiðRáð­herra skip­aði Þor­lák „Tolla“ Morthens, mynd­list­ar­mann for­mann starfs­hóps­ins og hefur hóp­ur­inn nú skilað skýrslu með til­lögum. Í skýrsl­unni segir við grein­ingu starfs­hóps­ins á verk­efnum þeim er honum voru falin kom í ljós að nauð­syn­legt væri að huga að heild­ar­mynd­inni ef árangur ætti að nást. 

Hóp­ur­inn leggur því til að tekið verði upp sam­fellt verk­lag að bata­ferli frá því að dómur fell­ur, meðan við­kom­andi ein­stak­ling­ur bíður afplán­un­ar, á meðan á afplánun stendur og að lok­inni afplán­un. Þá muni einn aðili halda utan um mál ein­stak­lings í gegnum allt ferlið, til að mynda full­trúi frá félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. 

Fjöl­breytt­ari úrræði í boði strax frá dómskvaðn­ingu

Í skýrsl­unni er fjallað um hve stór hluti fanga glími við geð­heil­brigð­is­vanda og/eða fíkni­vanda. Starfs­hóp­ur­inn bendir á að hætta sé á því að ­föng­um, sem glíma við geð­ræna erf­ið­leika, versni á meðan á fang­els­is­vist stendur sé ekk­ert að gert og litlar líkur eru á því að þeim gangi vel að aðlag­ast sam­fé­lag­inu að lok­inni afplán­un.

Í ljósi þess sé því til mik­ils að vinna fyrir sam­fé­lagið í heild að unnið verði mark­visst með geð­heil­brigði ein­stak­lings­ins strax frá fyrstu stig­um. ­Jafn­framt hafi rann­sóknir bent til þess að með­ferð við fíkni­vanda, sem hefst á meðan refsi­vist stendur og er fylgt eftir að afplánun lok­inni dragi úr fíkni­efna­neyslu og líkum á því að við­kom­andi brjóti aftur af sér.

Því legg­ur ­starfs­hóp­ur­inn til ein­stak­linga sem hljóta refsi­dóma hér á landi verð­i orðin fjöl­breytt­ari og ein­stak­lings­mið­aðri úrræði en nú standa til boða. Meg­in­á­hersla verði lögð á mennt­un, starfsend­ur­hæf­ingu, sál­fræði­þjón­ustu, félags­ráð­gjöf og í þeim til­vikum sem það á við, fíkni­ráð­gjöf. Sér­stök áhersla er lögð á sveigj­an­leika og að boðið sé upp á að ganga inn í úrræði á hvaða stigi sem er. Auk þess sem þeim sem hætti ástundun ætti ávallt að standa til boða að hefja ástundun að nýju. 

Bata­hús verði sett á fót 

Hvað varðar eft­ir­fylgd að fang­els­is­vist lok­inni hefur starfs­hóp­ur­inn horft til sam­bæri­legs úrræðis í Englandi, þar sem sjálfs­eign­ar­stofn­unin „Forward Trust“ hefur náð góðum árangri og náð að draga úr end­ur­komum í fang­elsi og styrkja félags­lega stöðu þeirra sem lokið hafa refsi­vist. 

Byggir skipu­lag úrræð­is­ins á því að þeir sem svo kjósa fái að dvelj­ast allt að tvö ár eftir að afplánun lýkur í svoköll­uðu bata­húsi, þar sem áfram verði unnið með sjálfs­efl­ingu ein­stak­lings­ins og aðlögun hans að sam­fé­lag­inu að nýju. ­Starfs­hóp­ur­inn telur að heppi­legt væri ef rekstur slíks bata­húss hér á landi væri í höndum sjálfs­eign­ar­stofn­unar eða líkn­ar­fé­lags og að það væri stað­sett í íbúð­ar­hverfi á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u ­vegna nálægðar við þjón­ustu, menntun og vinnu.

Líkt og áður segir þá hefur rík­is­stjórnin sam­þykkt að settur verði á fót stýri­hópur undir for­mennsku félags­mála­ráðu­neyt­is­ins með breiða skírskotun sem falið verði að fylgja eftir til­lögum skýrsl­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent