Umsókn Svanhildar sýni hið furðulega samband Sjálfstæðismanna við RÚV

Þingmaður Samfylkingarinnar telur það segja sig sjálft að það sé ekki heppilegt að manneskja sem hafi aðstoðað formann Sjálfstæðisflokksins árum saman gegni starfi útvarpsstjóra. Svanhildur Hólm Valsdóttir er á meðal umsækjenda.

Guðmundur Andri Thorsson
Auglýsing

„Þetta upp­á­tæki Svan­hildar Hólm - að sækja um stöðu útvarps­stjóra - sýnir okkur hið furðu­lega sam­band Sjálf­stæð­is­manna við Rík­is­út­varp­ið. Ann­ars vegar standa þeim í linnu­lausum árásum á stofn­un­ina, með hót­unum og hlut­drægni­brigslum gagn­vart hverjum þeim sem ekki hefur svarið trún­að­areiða í Val­höll – láta eins og það sé sér­stakt keppi­kefli allra sem þarna starfa að ráð­ast á Sjálf­stæð­is­flokk­inn – og hins vegar telja þeir sig geta gengið þarna inn og út að vild og tekið sér þær stöður sem þá fýsir hverju sinn­i.“

Þetta segir Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann fjallar um umsókn Svan­hildar Hólm Vals­dótt­ur, aðstoð­ar­manns Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um stöðu útvarps­stjóra RÚV. 

Auglýsing
Mat Guð­mundar Andra er að mann­eskja sem hefur aðstoð for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins árum sam­an, meðal ann­ars við fram­komu í fjöl­miðl­um, er ekki heppi­leg til að gegna starfi á borð við útvarps­stjóra. „Það segir sig eig­in­lega sjálft. Þar með er ekki sagt að við­kom­andi sé ekki góður og fram­bæri­legur starfs­kraftur – hún hefur sýnt að það er hún svo sann­ar­lega - en mann­eskja sem sinnt hefur slíkri trún­að­ar­stöðu fyrir slíkan valda­mann, sem á mikið undir opin­berri umfjöllun um sig og sinn flokk, er ein­fald­lega ekki trú­verð­ugur full­trúi stofn­unar sem okkur er öllum mikið í mun að sé sjálf­stæð og sterk og ekki í þjón­ustu­hlut­verki við rík­is­stjórnir hverju sinn­i.“

Auð­vitað er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki krabba­mein í þjóð­líf­inu eða banda­lag barn­a­níð­inga. Þetta er bara fólkið í næsta...

Posted by Guð­mundur Andri Thors­son on Tues­day, Decem­ber 17, 2019

Svan­hildur hefur verið aðstoð­­ar­­maður Bjarna frá árinu 2012. Hún var fram­­kvæmda­­stjóri þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í þrjú ár þar á undan en starf­aði einnig um ára­bil sem fjöl­miðla­­mað­­ur, meðal ann­­ars í Kast­­ljósi og sem þátta­­stjórn­­andi í Íslandi í dag á Stöð 2. 

Sjálf­stæð­is­fólk bara fólkið í næsta húsi

Í stöðu­upp­færsl­unni segir Guð­mundur Andri að auð­vitað sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki krabba­mein í þjóð­líf­inu eða banda­lag barn­a­níð­inga. „Þetta er bara fólkið í næsta húsi, frændur og frænkur – vissu­lega svo­lítið margir for­stjórar og kvóta­greifar en þó fyrst og fremst alls konar fólk sem hefur sterka sann­fær­ingu fyrir því að málum sé alla­jafnan betur komið í höndum ein­stak­linga og félaga­sam­taka en rík­is­ins, sem þetta fólk lítur á sem eitt­hvað annað en sam­starf borg­ar­anna um sam­fé­lags­leg úrlausn­ar­efni sem fjár­magna þurfi með skött­um. Fólk sem trúir því að hver sé sinnar gæfu smiður – ekki með spurn­inga­merki, eins og Kata frænka orð­aði það. Sem sé: Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er ekki ill­virkja­sveit. Slík demóníser­andi orð­ræða missir marks þegar horf­inn er fyrsti stund­ar-un­að­ur­inn af því að ausa fúk­yrðum yfir fólk.“Svanhildur Hólm Valsdóttir og Bjarni Benediktsson.

Flokk­ur­inn sé hins vegar ekki hinn eðli­legi vett­vangur valda og sam­skipta í sam­fé­lag­inu, og að mati Guð­mundar Andra eru trún­að­ar­störf fyrir flokk­inn ekki endi­lega góður und­ir­bún­ingur að valda­stöðum á sam­fé­lags­vís­u. 

Svan­hildur er ein af þeim 41 ein­stak­lingum sem sótti um stöðu útvarps­stjóra RÚV áður en frestur til þess rann út fyrr í mán­uð­in­um. Stjórn RÚV mun taka ákvörðun um hver fær starfið í kjöl­far þess að umsækj­endur fara í gegnum mats­ferli hjá Capacent. Ekki verður greint frá því hverjir sóttu um en stjórn RÚV taldi að slíkt myndi fæla hæfa umsækj­endur frá því að sækja um stöð­una. Nokkrir hafa þó stað­fest í fjöl­miðlum að þeir hafi sótt um stöð­una. 

Á meðal ann­­­arra sem hafa stað­­­fest að þeir hafi sótt um stöð­una eru Elín Hir­st, fyrr­ver­andi þing­­­maður Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins, Kol­brún Hall­­­dór­s­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­­­maður Vinstri grænna, Bald­vin Þór Bergs­­son, dag­­skrár­­stjóri núm­iðla RÚV, Stein­unn Ólína Þor­­­steins­dótt­ir, leik­­­kona og fyrr­ver­andi rit­­­stjóri Kvenna­­­blaðs­ins og Her­dís Kjer­úlf Þor­valds­dótt­ir, doktor í lögum og fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent