Umsókn Svanhildar sýni hið furðulega samband Sjálfstæðismanna við RÚV

Þingmaður Samfylkingarinnar telur það segja sig sjálft að það sé ekki heppilegt að manneskja sem hafi aðstoðað formann Sjálfstæðisflokksins árum saman gegni starfi útvarpsstjóra. Svanhildur Hólm Valsdóttir er á meðal umsækjenda.

Guðmundur Andri Thorsson
Auglýsing

„Þetta upp­á­tæki Svan­hildar Hólm - að sækja um stöðu útvarps­stjóra - sýnir okkur hið furðu­lega sam­band Sjálf­stæð­is­manna við Rík­is­út­varp­ið. Ann­ars vegar standa þeim í linnu­lausum árásum á stofn­un­ina, með hót­unum og hlut­drægni­brigslum gagn­vart hverjum þeim sem ekki hefur svarið trún­að­areiða í Val­höll – láta eins og það sé sér­stakt keppi­kefli allra sem þarna starfa að ráð­ast á Sjálf­stæð­is­flokk­inn – og hins vegar telja þeir sig geta gengið þarna inn og út að vild og tekið sér þær stöður sem þá fýsir hverju sinn­i.“

Þetta segir Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann fjallar um umsókn Svan­hildar Hólm Vals­dótt­ur, aðstoð­ar­manns Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um stöðu útvarps­stjóra RÚV. 

Auglýsing
Mat Guð­mundar Andra er að mann­eskja sem hefur aðstoð for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins árum sam­an, meðal ann­ars við fram­komu í fjöl­miðl­um, er ekki heppi­leg til að gegna starfi á borð við útvarps­stjóra. „Það segir sig eig­in­lega sjálft. Þar með er ekki sagt að við­kom­andi sé ekki góður og fram­bæri­legur starfs­kraftur – hún hefur sýnt að það er hún svo sann­ar­lega - en mann­eskja sem sinnt hefur slíkri trún­að­ar­stöðu fyrir slíkan valda­mann, sem á mikið undir opin­berri umfjöllun um sig og sinn flokk, er ein­fald­lega ekki trú­verð­ugur full­trúi stofn­unar sem okkur er öllum mikið í mun að sé sjálf­stæð og sterk og ekki í þjón­ustu­hlut­verki við rík­is­stjórnir hverju sinn­i.“

Auð­vitað er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki krabba­mein í þjóð­líf­inu eða banda­lag barn­a­níð­inga. Þetta er bara fólkið í næsta...

Posted by Guð­mundur Andri Thors­son on Tues­day, Decem­ber 17, 2019

Svan­hildur hefur verið aðstoð­­ar­­maður Bjarna frá árinu 2012. Hún var fram­­kvæmda­­stjóri þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í þrjú ár þar á undan en starf­aði einnig um ára­bil sem fjöl­miðla­­mað­­ur, meðal ann­­ars í Kast­­ljósi og sem þátta­­stjórn­­andi í Íslandi í dag á Stöð 2. 

Sjálf­stæð­is­fólk bara fólkið í næsta húsi

Í stöðu­upp­færsl­unni segir Guð­mundur Andri að auð­vitað sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki krabba­mein í þjóð­líf­inu eða banda­lag barn­a­níð­inga. „Þetta er bara fólkið í næsta húsi, frændur og frænkur – vissu­lega svo­lítið margir for­stjórar og kvóta­greifar en þó fyrst og fremst alls konar fólk sem hefur sterka sann­fær­ingu fyrir því að málum sé alla­jafnan betur komið í höndum ein­stak­linga og félaga­sam­taka en rík­is­ins, sem þetta fólk lítur á sem eitt­hvað annað en sam­starf borg­ar­anna um sam­fé­lags­leg úrlausn­ar­efni sem fjár­magna þurfi með skött­um. Fólk sem trúir því að hver sé sinnar gæfu smiður – ekki með spurn­inga­merki, eins og Kata frænka orð­aði það. Sem sé: Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er ekki ill­virkja­sveit. Slík demóníser­andi orð­ræða missir marks þegar horf­inn er fyrsti stund­ar-un­að­ur­inn af því að ausa fúk­yrðum yfir fólk.“Svanhildur Hólm Valsdóttir og Bjarni Benediktsson.

Flokk­ur­inn sé hins vegar ekki hinn eðli­legi vett­vangur valda og sam­skipta í sam­fé­lag­inu, og að mati Guð­mundar Andra eru trún­að­ar­störf fyrir flokk­inn ekki endi­lega góður und­ir­bún­ingur að valda­stöðum á sam­fé­lags­vís­u. 

Svan­hildur er ein af þeim 41 ein­stak­lingum sem sótti um stöðu útvarps­stjóra RÚV áður en frestur til þess rann út fyrr í mán­uð­in­um. Stjórn RÚV mun taka ákvörðun um hver fær starfið í kjöl­far þess að umsækj­endur fara í gegnum mats­ferli hjá Capacent. Ekki verður greint frá því hverjir sóttu um en stjórn RÚV taldi að slíkt myndi fæla hæfa umsækj­endur frá því að sækja um stöð­una. Nokkrir hafa þó stað­fest í fjöl­miðlum að þeir hafi sótt um stöð­una. 

Á meðal ann­­­arra sem hafa stað­­­fest að þeir hafi sótt um stöð­una eru Elín Hir­st, fyrr­ver­andi þing­­­maður Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins, Kol­brún Hall­­­dór­s­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­­­maður Vinstri grænna, Bald­vin Þór Bergs­­son, dag­­skrár­­stjóri núm­iðla RÚV, Stein­unn Ólína Þor­­­steins­dótt­ir, leik­­­kona og fyrr­ver­andi rit­­­stjóri Kvenna­­­blaðs­ins og Her­dís Kjer­úlf Þor­valds­dótt­ir, doktor í lögum og fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent