Styrkja þurfi flutning á rafmagni til almennrar notkunar

Samkvæmt stjórn Landverndar þarf að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. Það sé afar mikilvægt þar sem búast megi því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari vegna hættulegra breytinga af mannavöldum.

vedurird.jpg
Auglýsing

Í erf­iðu ástandi sem skap­að­ist víða um land vegna fár­viðris og langvar­andi raf­magns­leysis virð­ist sem stjórn­endur helstu orku­fyr­ir­tækja lands­ins varpi ábyrgð á land­eig­endur og nátt­úru­vernd­ar­fólk. Fáeinir stjórn­mála­menn hafa í fljót­færni tekið undir þennan mál­flutn­ing og kalla eftir aðgerðum sem auð­velda fyr­ir­tækjum að ráð­ast í umdeildar fram­kvæmd­ir. Þessi upp­hlaup eru óheppi­leg svo vægt sé til orða tek­ið.

Með þessum orðum hefst frétta­til­kynn­ing sem stjórn Land­verndar sendi frá sér í vik­unni. Til­efnið eru umræður eftir mikið fár­viðri sem geis­aði yfir Ísland í síð­ustu viku.

Sam­kvæmt stjórn Land­verndar þarf að greina veik­ustu hlekk­ina í raf­orku­kerfi lands­ins. „Þetta er afar mik­il­vægt þar sem búast má því við að tíðni ofsa­veð­urs fari vax­andi í fram­tíð­inni vegna öfga í veð­ur­fari sem óhjá­kvæmi­lega eru fylgi­fiskur hættu­legra breyt­inga á veð­ur­fari af manna­völd­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Leggja áherslu á að auka notkun jarð­strengja

Þá kemur enn fremur fram hjá stjórn­inni að afhend­ingar­ör­yggi raf­orku fyrir almenna notkun sé ein mik­il­væg­asta und­ir­staða vel­sældar í land­inu. Land­vernd hafi í því sam­bandi lagt áherslu á að auka notkun jarð­strengja þar sem það dragi úr nei­kvæðum sjón­rænum áhrifum og auki afhend­ingar­ör­yggi. Þessi sjón­ar­mið hafi gleði­lega átt vax­andi fylgi að fagna.

Í þeim til­fellum þegar Land­vernd hefur gert athuga­semdir við raf­línu­lagnir hafi það verið vegna lína fyrir stór­iðju og þegar mikil nátt­úru­verð­mæti séu í húfi ef loft­lína yrði reist. Aðeins í tveimur til­fellum hafi sam­tökin farið með mál fyrir dóms­stóla, eins og heim­ilt er í löndum sem skil­greina sig rétt­ar­ríki.

Bætt orku­nýtni ein van­nýttasta auð­lind lands­ins

Í til­kynn­ingu stjórnar Land­verndar kemur jafn­framt fram að srá 2011 til 2018 hafi raf­orku­fram­leiðsla auk­ist á Íslandi úr 16,8 í 19, 8 tera­vatt­stund­ir, eða um tæp­lega 18 pró­sent. Á sama tíma hafi íbúum fjölgað um tæp­lega 12 pró­sent. Fram hafi komið fréttir frá orku­fram­leið­endum að þeir geti aukið nýtni núver­andi orku­vera á næstu árum meðal ann­ars vegna end­ur­nýj­unar tækja og breyttu vatnaf­ari vegna bráðn­unar jökla. Ódýr­asti virkj­un­ar­kost­ur­inn, bætt orku­nýtni, sé ein van­nýttasta auð­lind lands­ins.

„Allt tal um að umdeildar virkj­anir sem stór­skaða nátt­úru­arf þjóð­ar­innar séu nauð­syn­legar fyrir orku­ör­yggi lands­ins er því vill­andi mál­flutn­ing­ur. Orka til almennra nota er nægj­an­leg enda fara lið­lega 80 pró­sent raf­orku­fram­leiðslu í dag til stór­iðju og í bit-coin gröft sem ekki skapar sam­fé­lags­leg verð­mæt­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Land­vernd lýsir eftir að ástæður fyrir þeim vanda sem skap­að­ist vegna raf­magns­leysis í und­an­farna daga verði grand­skoð­að­ar. „Þegar öll kurl koma til grafar verði leitað að hag­kvæmum lausnum sem ekki valda skaða á nátt­úru lands­ins til að styrkja flutn­ing á raf­magni til almennra nota til fram­tíð­ar, þar sem hætta á ofsa­veðri fer vax­andi. Þar til þetta liggur fyrir er heppi­leg­ast að staldra við frekar enn að leita að söku­dólg­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent