Nú hægt að greiða fyrir stæði með nokkrum snjallforritum

Parka app hefur bæst í hóp þeirra snjallforrita sem hægt er að nota til að leggja bílum í gjaldskyld stæði. Ekki er rukkað fyrir þjónustugjald eða önnur aukagjöld í appinu heldur ætlar fyrirtækið að finna aðrir leiðir til að afla tekna.

Leggja bílnum. Mynd:Leggja
Auglýsing

Nýtt snjall­for­rit, eða app, til að greiða fyrir að leggja bílum á gjald­skyldum svæðum í mið­borg Reykja­víkur hefur litið dags­ins ljós, Parka app­ið. Hingað til hafa tvö snjall­for­rit boðið upp á þjón­ustu til að leggja bílum en það er Sím­inn Pay og appið Leggja sem keypt hefur verið af sænska bíla­stæða­lausn­a­fyr­ir­tæk­inu EasyP­ark. Parka appið hefur í för með sér ýmsar nýj­ung­ar, þar á meðal verða not­endur ekki rukk­aðir um þjón­ustu­gjöld. 

Ætla afla tekna með öðrum leiðum

Parka er fyr­ir­tæki sem nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Computer Vision ­stofn­aði í sam­starfi við Sýn hf. Parka app­ið á að ein­falda það að leggja í gjald­skyld svæði með því að muna stað­setn­ingu á bíln­um, sýna greiðslu­svæði á korti og senda frí­ar áminn­ing­ar um að skrá bíl­inn úr stæði. Í gegn­um app­ið er hægt að greiða fyrir bíla­stæði í miðbæ Reykja­vík­ur, Höfða­torg­i, Skafta­felli í Vatna­jök­uls­þjóð­garði og á Þing­völl­u­m. 

Enn frem­ur mun app­ið ekki rukka not­endur um þjón­ustu­gjöld eða önnur auka­gjöld sem fyr­ir­tækið segir að sé nýmæli á mark­aðnum í dag. Þess í stað stefnir fyr­ir­tækið á að afla tekna með öðrum hætti, með nýjum lausnum sem verða kynntar á næstu dög­um. Leggja app­ið rukkar 95 króna þjón­ustu­gjald fyrir hvert skipti sem bíl er lagt en einnig er hægt að greiða fast mán­að­ar­gjald.

Auglýsing

„Við höfum fulla trú á því að geta aflað tekna með öðrum leiðum og sjáum ýmis tæki­færi sem verða kynnt betur á næst­unni. Við erum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem hugsar í lausnum og setjum not­and­ann í fyrsta sæti. Parka er ætlað að auð­velda þér lífið og verða eins sjálf­virkt og hægt er. Draum­ur­inn okkar er að þegar þú ekur inn á bíla­stæði að þá þurfir þú ekki einu sinni að taka upp app­ið. Þessa lausn munum við frum­reyna í Hafn­ar­torg­i,“ segir Ægir Finns­son, tækni­stjóri Park­a. 

EasyP­ark kaupir Leggja

Leggja var stofnað árið 2008 af hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Stokki og var keypt af Já hf. árið 2017. Fyr­ir­tækið greindi frá því í gær að sænska bíl­stæða­þjón­ustu­fyr­ir­tækið EasyP­ark hefði keypt Leggja. EasyP­ark býður í dag upp á bíla­stæða­lausnir í yfir 1300 borgum í 18 lönd­um. 

Með kaup­um E­a­syP­ark á Leggja verður við­skipta­vinum boðið upp á að nýta sömu þjón­ustu víð­ar, sem á að auð­velda landsmönnum að leggja í út­löndum og sömu­leiðis ferða­mönnum að leggja hér­lend­is. 

„Ea­syP­ark er ­leið­andi á þessu sviði með lausn og þjón­ustu í stöðugri þróun sem Ís­lend­ingar munu njóta góðs af. Þetta er því mjög spenn­andi breyt­ing fyrir við­skipta­vini Leggja.” er haft eftir Vil­borgu Helgu Harð­ar­dótt­ur, ­for­stjóri Já, í frétta­til­kynn­ingu Leggja. 

Sím­inn Pay hefur einnig boðið uppá sömu þjón­ustu og Leggja um nokkra hríð auk þess að vera almenn greiðslu- og lána­lausn.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent