Orðræða notuð til að stilla minnihlutahópum upp sem ógn gegn „hvíta kynstofninum“

Niðurstöður rannsókna hér á landi sýna glöggt fram á að ákveðið fordæmi hefur verið gefið í samfélaginu sem skapar rými fyrir tjáningu neikvæðra viðhorfa gegn minnihlutahópum sem ætlað er að kynda undir hatri og mismunun.

Eyrún Eyþórsdóttir og Kristín Loftsdóttir
Eyrún Eyþórsdóttir og Kristín Loftsdóttir
Auglýsing

Nið­ur­stöður rann­sókna sýna glöggt fram á að ákveðið for­dæmi hefur verið gefið í sam­fé­lag­inu sem skapar rými fyrir tján­ingu nei­kvæðra við­horfa gegn minni­hluta­hópum sem ætlað er að kynda undir hatri og mis­mun­un. Þessi orð­ræða er notuð til að stilla minni­hluta­hópum upp sem ógn gegn íslenskri menn­ingu, „hvíta kyn­stofn­in­um“, konum og öryggi sam­fé­lags­ins.

Þetta kemur fram í grein­inni „Grýta þetta pakk“: Hat­ur­stján­ing í íslensku sam­hengi eftir Eyrúnu Eyþórs­dótt­ur, lektor á hug- og félags­vís­inda­sviði við Háskól­ann á Akur­eyri, og Krist­ínu Lofts­dótt­ur, pró­fessor í mann­fræði við Háskóla Íslands. Greinin birt­ist í nýjasta tölu­blaði tíma­rits­ins Stjórn­mál & stjórn­sýsla í síð­ustu viku.

Í grein­inni kemur fram að hat­urs­orð­ræða sé talin vax­andi vandi í hinum vest­ræna heimi í dag. Oft hafi verið vísað til tján­ingar Don­alds Trumps og stjórn­mála­manna sem tengj­ast Brexit sem sam­þykktar á tján­ingu hat­urs og, sam­hliða því, sköp­unar jarð­vegs til áfram­hald­andi hat­ur­stján­ing­ar.

Auglýsing

Einnig deili ákveðnir fjöl­miðlar hat­urs­fullum boð­skap gegn minni­hluta­hóp­um. Innan þessa jarð­vegs hat­urs spretti upp ýmis­konar hat­urs­sam­tök sem beita sér gegn minni­hluta­hóp­um, bæði í orði og með ofbeldi.

Nið­ur­stöð­urnar end­ur­spegli það að nei­kvæð tján­ing í garð ólíkra minni­hluta­hópa sé nokkuð almenn, en jafn­framt megi greina fjölgun á rýmum þar sem ein­stak­lingum virð­ist finn­ast þeir geta tjáð mjög nei­kvæð við­horf.

Orð­ræðan bein­ist að mestu gegn múslímum

Í grein­inni segir að orð­ræðan hér á landi bein­ist að mestu leyti gegn múslímum. Ein­stak­lingar sem halda úti orð­ræðu sem þess­ari hafi í sumum til­fellum beinan aðgang að fjöl­miðlum í gegnum eign­ar­hald og stjórnun miðl­anna þar sem fals­fréttum sé meðal ann­ars miðl­að. Í gegnum þessa miðla hafi þessir ein­stak­lingar mögu­leika á að setja ákveðin mál á dag­skrá eða hafa áhrif á umræð­una.

Einnig sé áhyggju­efni að til­teknir og óþekktir aðilar virð­ast hafa bol­magn til að fjár­magna við­burði þar sem fengnir séu til lands­ins ein­stak­lingar sem þekktir eru fyrir að miðla hat­ursá­róðri, sem og til að veita fé til þýð­ingar og útgáfu bóka þar sem meg­in­mark­miðið virð­ist vera að sýna að „hvítum Evr­ópu­bú­um“ standi ógn af múslímum; bóka sem séu til þess fallnar að skapa nei­kvæðar til­finn­ingar í garð fjöl­breytni í sam­fé­lag­inu.

Hafa aðgang í gegnum Útvarp Sögu til að dreifa hat­ursá­róðri

„Slíka orð­ræðu er jafn­framt að finna innan stjórn­mál­anna, en stjórn­mála­flokk­arnir Íslenska þjóð­fylk­ingin og Frels­is­flokk­ur­inn eru meðal ann­ars stofn­aðir sér­stak­lega gegn inn­flytj­end­um, múslímum og fólki sem leitar alþjóð­legrar vernd­ar. Jafn­vel þótt fylgi þess­ara flokka hafi ekki náð miklu flugi hingað til hafa þeir góðan aðgang að fjöl­miðl­inum Útvarpi Sögu til að dreifa hat­ursá­róðri,“ segir í grein­inni.

Þá kemur fram að þótt aðrir stjórn­mála­flokkar hafi þessi stefnu­mál ekki á sinni dag­skrá hafi stjórn­mála­fólk úr ýmsum öðrum flokkum talað á nei­kvæðum nótum um þessa hópa með marg­vís­legum hætti og sér­stak­lega megi skoða teng­ingar ein­stak­linga sem hafa verið kosnir sem full­trúar Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins við aðila sem miðla hat­ur­stján­ingu.

Ekki skuli van­meta skipu­lagða hat­urs­hópa

Í grein­inni segir enn fremur að upp­gangur skipu­lagðra hat­urs­hópa eins og Norð­ur­vígis og Vak­urs hafi sýnt fram á það að grund­völlur sé fyrir slíkri starf­semi hér­lend­is. „Hér verður sér­stak­lega að gæta þess að van­meta ekki slík sam­tök vegna fámennis heldur hafa í huga að í flestum hryðju­verkum sem hafa verið framin í nafni öfga­hægri­hyggju hafa verið á ferð svo­kall­aðir „lone wolv­es“ eða aðilar sem til­heyra ekki skipu­lögðum hópum öfga­manna heldur eru „ósýni­leg­ir“ fylgj­endur slíkra sam­taka á net­in­u.“

Jafn­framt kemur fram að margir þeirra sem halda úti því sem er hat­urs­orð­ræða eða á mörkum þess tali um að tján­ing­ar­frelsið eigi í vök að verj­ast og rétt­læti for­dóma og hat­ur­stján­ingu með vísan til stjórn­ar­skrár­innar en taki þó ekki til­lit til þess að laga­greinin til­greini aug­ljós­lega að tján­ingu megi skerða. Sam­tímis sé ósýni­legt hver fjár­magni útgáfu og þýð­ingu á bókum sem eru þekktar alþjóð­lega fyrir for­dóma, sem og inn­flutn­ing á fyr­ir­lesurum sem telja fólki trú um að Evr­ópa sé í stríði við múslíma, og rekstur fjöl­miðla sem dreifa þessum for­dóm­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent