Ekki fleiri bómullarpinna úr plasti, hnífapör, diska, sogrör og blöðruprik

Lagt er til í drögum að nýju frumvarpi að óheimilt verði að afhenda endurgjaldslaust einnota bolla og matarílát úr öðru plasti en frauðplasti sem ætluð eru undir drykki og matvæli til neyslu, líkt og algengt er á skyndibitastöðum.

Plastvörur
Auglýsing

Bannað verður hér á landi að setja til­tekn­ar, algengar einnota vörur úr plasti á mark­að, sam­kvæmt nýju frum­varpi Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, umhverf­is- og aulinda­ráð­herra. Lagt er til að lögin öðlist að meg­in­stefnu gildi þann 3. júlí árið 2021.

Drög að frum­varp­inu eru komin á sam­ráðs­gátt stjórn­valda en umsagn­ar­frestur er til 16. jan­úar næst­kom­andi.

Meðal vara sem bannað verður að setja á markað eru einnota bómull­arp­innar úr plasti, hnífa­pör, diskar, sogrör, hrærip­innar og blöðru­prik sem og mat­ar­í­lát, drykkj­ar­í­lát og bollar úr frauð­plasti. Und­an­tekn­ingar eru gerðar ef vörur flokk­ast sem lækn­inga­tæki.

Auglýsing

Sömu­leiðis er lagt til að óheim­ilt verði að afhenda end­ur­gjalds­laust einnota bolla og mat­ar­í­lát úr öðru plasti en frauð­plasti sem ætluð eru undir drykki og mat­væli til neyslu, líkt og algengt er á skyndi­bita­stöð­um. Skal gjaldið vera sýni­legt á kassa­kvitt­un.

Mark­miðið að draga úr áhrifum af notkun plasts

Meg­in­mark­mið frum­varps­ins er að draga úr áhrifum af notkun plasts á umhverfið og heilsu fólks og styðja við notkun end­ur­not­an­legra vara en með því er inn­leidd ný Evr­óputil­skipun sem er fyrst og fremst beint að ýmsum algengum plast­vörum sem finn­ast helst á strönd­um. 

Til­skip­un­inni er einnig ætlað að styðja við myndun hringrás­ar­hag­kerfis og efla úrgangs­for­varnir með því að styðja við notkun sjálf­bærra og end­ur­not­an­legra vara, fremur en einnota vara.

Skil­yrð­is­laust bann við að setja vörur á markað úr oxó-plasti

Þá er í frum­varp­inu lagt til skil­yrð­is­laust bann við því að setja vörur á markað sem gerðar eru úr plasti sem er nið­ur­brjót­an­legt með oxun eða svo­kallað oxó-plast. 

Vörur úr slíku plasti hafa rutt sér til rúms á mark­aði síð­ustu ár, einkum vissar teg­undir plast­poka, en eðli þess er að sundr­ast í öragnir sem eru skað­legar heilsu og umhverfi og er vax­andi vandi á alþjóða­vísu, að því er kemur fram í frum­varps­drög­um.

Í frum­varp­inu er enn fremur kveðið á um sér­staka merk­ingu sem til­teknar einnota plast­vörur eiga að bera um með­höndlun vör­unnar eftir notkun og þau nei­kvæðu áhrif sem varan hefur ber­ist hún út í umhverf­ið. Þær vörur sem greinin mun taka til eru ýmsar tíða­vör­ur, blaut­þurrkur til heim­il­is– og einka­nota, ýmsar tóbaks­vörur og bollar fyrir drykkj­ar­vör­ur.

Stað­göngu­vörur fáan­legar

Einnota drykkj­ar­í­lát úr plasti sem eru með tappa eða lok úr plasti verður sam­kvæmt frum­varp­inu ein­ungis heim­ilt að setja á markað ef tapp­inn eða lok­ið, er áfastur ílát­inu á meðan notkun þess stendur yfir.

Í til­felli plast­var­anna sem frum­varpið tekur til eru fáan­legar á mark­aði stað­göngu­vörur sem eru margnota eða inni­halda ekki plast og nota má í stað­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent