Ekki fleiri bómullarpinna úr plasti, hnífapör, diska, sogrör og blöðruprik

Lagt er til í drögum að nýju frumvarpi að óheimilt verði að afhenda endurgjaldslaust einnota bolla og matarílát úr öðru plasti en frauðplasti sem ætluð eru undir drykki og matvæli til neyslu, líkt og algengt er á skyndibitastöðum.

Plastvörur
Auglýsing

Bannað verður hér á landi að setja til­tekn­ar, algengar einnota vörur úr plasti á mark­að, sam­kvæmt nýju frum­varpi Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, umhverf­is- og aulinda­ráð­herra. Lagt er til að lögin öðlist að meg­in­stefnu gildi þann 3. júlí árið 2021.

Drög að frum­varp­inu eru komin á sam­ráðs­gátt stjórn­valda en umsagn­ar­frestur er til 16. jan­úar næst­kom­andi.

Meðal vara sem bannað verður að setja á markað eru einnota bómull­arp­innar úr plasti, hnífa­pör, diskar, sogrör, hrærip­innar og blöðru­prik sem og mat­ar­í­lát, drykkj­ar­í­lát og bollar úr frauð­plasti. Und­an­tekn­ingar eru gerðar ef vörur flokk­ast sem lækn­inga­tæki.

Auglýsing

Sömu­leiðis er lagt til að óheim­ilt verði að afhenda end­ur­gjalds­laust einnota bolla og mat­ar­í­lát úr öðru plasti en frauð­plasti sem ætluð eru undir drykki og mat­væli til neyslu, líkt og algengt er á skyndi­bita­stöð­um. Skal gjaldið vera sýni­legt á kassa­kvitt­un.

Mark­miðið að draga úr áhrifum af notkun plasts

Meg­in­mark­mið frum­varps­ins er að draga úr áhrifum af notkun plasts á umhverfið og heilsu fólks og styðja við notkun end­ur­not­an­legra vara en með því er inn­leidd ný Evr­óputil­skipun sem er fyrst og fremst beint að ýmsum algengum plast­vörum sem finn­ast helst á strönd­um. 

Til­skip­un­inni er einnig ætlað að styðja við myndun hringrás­ar­hag­kerfis og efla úrgangs­for­varnir með því að styðja við notkun sjálf­bærra og end­ur­not­an­legra vara, fremur en einnota vara.

Skil­yrð­is­laust bann við að setja vörur á markað úr oxó-plasti

Þá er í frum­varp­inu lagt til skil­yrð­is­laust bann við því að setja vörur á markað sem gerðar eru úr plasti sem er nið­ur­brjót­an­legt með oxun eða svo­kallað oxó-plast. 

Vörur úr slíku plasti hafa rutt sér til rúms á mark­aði síð­ustu ár, einkum vissar teg­undir plast­poka, en eðli þess er að sundr­ast í öragnir sem eru skað­legar heilsu og umhverfi og er vax­andi vandi á alþjóða­vísu, að því er kemur fram í frum­varps­drög­um.

Í frum­varp­inu er enn fremur kveðið á um sér­staka merk­ingu sem til­teknar einnota plast­vörur eiga að bera um með­höndlun vör­unnar eftir notkun og þau nei­kvæðu áhrif sem varan hefur ber­ist hún út í umhverf­ið. Þær vörur sem greinin mun taka til eru ýmsar tíða­vör­ur, blaut­þurrkur til heim­il­is– og einka­nota, ýmsar tóbaks­vörur og bollar fyrir drykkj­ar­vör­ur.

Stað­göngu­vörur fáan­legar

Einnota drykkj­ar­í­lát úr plasti sem eru með tappa eða lok úr plasti verður sam­kvæmt frum­varp­inu ein­ungis heim­ilt að setja á markað ef tapp­inn eða lok­ið, er áfastur ílát­inu á meðan notkun þess stendur yfir.

Í til­felli plast­var­anna sem frum­varpið tekur til eru fáan­legar á mark­aði stað­göngu­vörur sem eru margnota eða inni­halda ekki plast og nota má í stað­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent