Tollastríð Bandaríkjanna og Kína hefur verið miðpunkturinn í óvissuhorfum á alþjóðavettvangi á þessu ári, en mögulega er framundan nýr samningur milli ríkjanna tveggja sem mun skapa nýjar forsendur fyrir viðskiptum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti var með það sem leiðarstef í kosningabaráttunni árið 2016, að endursemja við Kína, en tollastríð risanna hefur að mati flestra sem fjallað hafa um það, ekki leitt til jákvæðra áhrifa í Bandaríkjunum eða í Kína, heldur hafa allir tapað á því.
The trade war between America and China will roil the global economy in 2020 https://t.co/2D9gqfahRD
— The Economist (@TheEconomist) November 28, 2019
Líklegt verður að teljast að Trump reyni í það minnsta að fá fram niðurstöðu í viðræðum við stjórnvöld í Kína - sem hafa nú staðið yfir í meira en ár - fljótlega á næsta ári, til þess að hann geti nýtt sér það í forsetaframboði sínu fyrir kosningarnar í nóvember á næsta ári. Skrifa sérfræðinga í Bandaríkjunum, hafa flest verið á þá leið, að þetta sé stóra markmiðið hjá Trump og hans starfsfólki, þegar farið er inn í nýtt ár.
Fjallað er um þetta í hlaðvarpsþættinum Molum, í hlaðvarpi Kjarnans, en í hátíðarútgáfu er farið yfir árið 2019 og horft inn í nýtt komandi ár, með alþjóðapólitík og viðskipti í forgrunni.