Ómöguleg staða að pólitískt kjörinn ráðherra veiti sérstakar fjárheimildir til rannsókna

Það er ómögulegar aðstæður fyrir bæði ákæruvaldið og stjórnmálamenn að vera í að vera að bregðast við með sérstökum fjárheimildum þegar ráðast þarf í stórar rannsóknir. Peningarnir þurfa einfaldlega að vera til staðar.

Helgi Magnús Gunnarsson
Auglýsing

Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari segir það vera lyk­il­at­riði að ákæru­valdið sé sjálf­stætt. „Með sjálf­stæði á ég við að það séu engin utan­að­kom­andi öfl, pen­inga­öfl eða póli­tísk sem hafi áhrif á afgreiðslur saka­mála. Það er mjög mik­il­vægt. Stærsti þátt­ur­inn í sjálf­stæði ákæru­valds­ins er að það hafi pen­inga til að sinna þeim verk­efnum sem ákæru­valdið á að sinna. Besta leiðin til að skerða sjálf­stæði ákæru­valds­ins og skerða getu þess til að rann­saka og sak­sækja mál er að passa upp á að það hafi ekki næga pen­inga. Það er ósköp ein­falt.“ 

Þetta er meðal þess sem kom fram í ítar­legu við­tali Kjarn­ans við Helga Magnús sem birt var á annan í jól­u­m. 

Gefið í og dregið úr

Hrun­mál­in, þ.e. saka­málin sem urðu vegna banka­hruns­ins, voru sótt af miklum krafti og mörg þeirra skil­uðu þungum dómum yfir þeim sem sátu á saka­manna­bekk í þeim. Í  miðri á, þ.e. árið 2013, var hins vegar ráð­ist í mik­inn nið­ur­skurð á fram­lögum til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, sem gerði það meðal ann­ars að verkum að emb­ættið gat ekki klárað rann­sókn á mörgum málum tengdum hrun­inu.

Ný­lega, þegar Sam­herj­a­málið svo­kall­aða kom upp á yfir­borð­ið, varð svo harð­vítug póli­tísk umræða um hvers konar fjár­heim­ildir emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, sem sinnir nú efna­hags­brota­rann­sókn­um, þyrfti til að geta tek­ist á við það. Í minn­is­blaði sem Ólafur Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ari sendi til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins í nóv­em­ber kom fram að um hund­rað mál biði rann­sóknar hjá emb­ætt­inu og að núver­andi starfs­manna­fjöldi dygði ekki til að sinna öllum þeim rann­sókn­ar­verk­efnum sem það þarf að takast á við að óbreyttu, hvað þá við­bót­ar­málum af stærra umfangi. Meiri fjár­muni þyrfti til. 

Ómögu­leg staða bæði fyrir ákæru­valdið og stjórn­mála­menn

Helgi Magnús segir þetta ein­fald­lega ómögu­lega stöðu að vera í að póli­tísk kjör­inn ráð­herra sé að veita sér­stak­lega fjár­heim­ildir til rann­sókna eða sak­sókna á til­teknum mál­um. „Í okkar smáa og fámenna kerfi koma reglu­lega upp stór mál sem setja alla verk­efna­stöðu á hlið­ina. Ef slík mál eiga að fá full­nægj­andi fram­gang innan eðli­legs tíma þarf oft tíma­bundið að fjölga starfs­mönnum og kosta meiru til einnig vegna ann­arra mála sem ann­ars geta lent á bið. Til þess þarf að tryggja pen­inga og fjár­veit­inga­valdið er hjá Alþingi en oft­ast með milli­göngu ráð­herra sem gera til­lögur um fjár­út­lát­in. Slíkar ákvarð­anir um fjár­út­lát í ein­stökum málum eru óheppi­leg­ar. Í fyrsta lagi býður þetta upp á það að, ef við værum með þannig stjórn­mála­menn að þeir vilji hafa áhrif á nið­ur­stöðu stórra efna­hags­brota­mála gegn fjár­sterkum aðilum sem gætu verið tengdir þeim á ein­hvern hátt, að þeir vilji nú kannski ekk­ert að þetta eða hitt málið fái fram­gang. Þetta býður líka heim þeirri hættu að stjórn­mála­menn eru settir í þá aðstöðu að trú­verð­ug­leiki þeirra er alltaf und­ir.“

Auglýsing
Hann segir að hæfi geti virkað á ýmsa ­vegu. „Hæfi getur bæði virkað þannig að ef þú ert van­hæf­ur, vegna tengsla við ein­hvern aðila máls, þá getur þú mis­notað aðstöðu þína þeim í hag sem er þér tengd­ur, en þú getur líka lent í því að til að sanna að þú sért ekki að mis­nota aðstæður þínar þá geng­urðu lengra en til­efni er til og brýtur á þeim hinum sama. Hæfi snýst því ekki endi­lega um raun­veru­lega mis­notkun á stöðu ein­hverjum til góðs eða ills heldur að það sé hægt að treysta því að slíkt ger­ist ekki. Þetta er ómögu­legar aðstæður fyrir bæði ákæru­valdið og stjórn­mála­menn að vera í.“

Helgi Magnús seg­ist hafa rætt þessi mál við rík­is­sak­sókn­ara á hinum Norð­ur­lönd­unum á fundi þeirra fyrir nokkrum árum þar sem sjálf­stæði ákæru­valds­ins var til umfjöll­unar og hvort fram­gangur ein­stakra stórra mála ráð­ist af sér­stökum fjár­heim­ildum sem veittar eru utan hins venju­lega ramma fjár­laga. Í máli þeirra hafi komið fram að þar væri ætið svig­rúm innan ákæru­valds­ins til að færa til fé þegar það þarf á því að halda þegar ein­hver stór­mál koma upp.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent