Sigurður Hannesson fékk fálkaorðuna fyrir starf InDefence og framlag til atvinnulífs

Alls voru fjórtán manns sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.

Sigurður Hannesson.
Sigurður Hannesson.
Auglýsing

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, var einn þeirra sem Guðni Th. Jóhann­es­son sæmdi ridd­ara­krossi hinnar íslensku fálka­orðu í dag. Sig­urður fékk orð­una „fyrir atbeina undir merkjum sam­tak­anna Indefence og fram­lag til íslensks atvinnu­lífs.“

Alls hlutu fjórtán manns ridd­ara­kross í dag. Á meðal ann­arra sem hann hlutu var Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Marel fyrir fram­lag sitt til íslensks atvinnu­lífs og útflutn­ings á sviði hátækni og nýsköp­un­ar.

Auglýsing
Hér að neðan er hægt að sjá lista yfir alla sem hlutu heið­urs­merki hinnar íslensku fálka­orðu  á Bessa­stöðum í dag.

Orðu­haf­ar:

 • Árni Oddur Þórð­ar­son for­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslensks atvinnu­lífs og útflutn­ings á sviði hátækni og nýsköp­un­ar 
 • Dan­íel Bjarna­son tón­skáld og hljóm­sveit­ar­stjóri, Sel­tjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslenskrar og alþjóð­legrar tón­list­ar 
 • Gestur Páls­son barna­lækn­ir, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir störf í þágu heil­brigðis barna 
 • Guðni Kjart­ans­son fyrr­ver­andi íþrótta­kenn­ari og þjálf­ari, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir störf á vett­vangi íþrótta og skóla 
 • Guð­rún Hildur Bjarna­dóttir ljós­móð­ir, Þórs­höfn, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til heil­brigð­is­þjón­ustu í heima­byggð 
 • Guð­ríður Helga­dóttir for­stöðu­maður starfs- og end­ur­mennt­un­ar­deilda Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir störf á vett­vangi íslenskrar garð­yrkju og miðlun þekk­ingar
 • Jóhanna Gunn­laugs­dóttir pró­fessor við Háskóla Íslands, Garða­bæ, ridd­ara­kross fyrir kennslu og rann­sóknir á sviði upp­lýs­inga­fræði og skjala­stjórn­un­ar 
 • Mar­grét Bjarna­dóttir fyrr­ver­andi for­maður fim­leika­fé­lags­ins Gerplu og Fim­leika­sam­bands Íslands, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir störf á vett­vangi íþrótta og æsku­lýðs­mála 
 • Ólafur Haukur Sím­on­ar­son rit­höf­und­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslenskrar leik­rit­unar og bók­mennta 
 • Ólöf Hall­gríms­dóttir bóndi, Mývatns­sveit, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til ferða­þjón­ustu og atvinnu­lífs í heima­byggð 
 • Sig­ur­borg Daða­dóttir yfir­dýra­lækn­ir, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til vel­ferðar dýra, og störf á vett­vangi dýra­lækn­inga og sjúk­dóma­varna
 • Sig­urður Hann­es­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir atbeina undir merkjum sam­tak­anna Indefence og fram­lag til íslensks atvinnu­lífs 
 • Sig­urður Reynir Gísla­son rann­sókna­pró­fess­or, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslenskra jarð­vís­inda og kolefn­is­bind­ing­ar 
 • Val­gerður Stef­áns­dóttir fyrr­ver­andi for­stöðu­maður Sam­skipta­mið­stöðvar heyrn­ar­lausra og heyrn­ar­skertra, Hafn­ar­firði, ridd­ara­kross fyrir störf í þágu íslensks tákn­máls og jafn­rétt­is­bar­áttu döff fólksSkiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent