Sigurður Hannesson fékk fálkaorðuna fyrir starf InDefence og framlag til atvinnulífs

Alls voru fjórtán manns sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.

Sigurður Hannesson.
Sigurður Hannesson.
Auglýsing

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, var einn þeirra sem Guðni Th. Jóhann­es­son sæmdi ridd­ara­krossi hinnar íslensku fálka­orðu í dag. Sig­urður fékk orð­una „fyrir atbeina undir merkjum sam­tak­anna Indefence og fram­lag til íslensks atvinnu­lífs.“

Alls hlutu fjórtán manns ridd­ara­kross í dag. Á meðal ann­arra sem hann hlutu var Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Marel fyrir fram­lag sitt til íslensks atvinnu­lífs og útflutn­ings á sviði hátækni og nýsköp­un­ar.

Auglýsing
Hér að neðan er hægt að sjá lista yfir alla sem hlutu heið­urs­merki hinnar íslensku fálka­orðu  á Bessa­stöðum í dag.

Orðu­haf­ar:

 • Árni Oddur Þórð­ar­son for­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslensks atvinnu­lífs og útflutn­ings á sviði hátækni og nýsköp­un­ar 
 • Dan­íel Bjarna­son tón­skáld og hljóm­sveit­ar­stjóri, Sel­tjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslenskrar og alþjóð­legrar tón­list­ar 
 • Gestur Páls­son barna­lækn­ir, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir störf í þágu heil­brigðis barna 
 • Guðni Kjart­ans­son fyrr­ver­andi íþrótta­kenn­ari og þjálf­ari, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir störf á vett­vangi íþrótta og skóla 
 • Guð­rún Hildur Bjarna­dóttir ljós­móð­ir, Þórs­höfn, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til heil­brigð­is­þjón­ustu í heima­byggð 
 • Guð­ríður Helga­dóttir for­stöðu­maður starfs- og end­ur­mennt­un­ar­deilda Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir störf á vett­vangi íslenskrar garð­yrkju og miðlun þekk­ingar
 • Jóhanna Gunn­laugs­dóttir pró­fessor við Háskóla Íslands, Garða­bæ, ridd­ara­kross fyrir kennslu og rann­sóknir á sviði upp­lýs­inga­fræði og skjala­stjórn­un­ar 
 • Mar­grét Bjarna­dóttir fyrr­ver­andi for­maður fim­leika­fé­lags­ins Gerplu og Fim­leika­sam­bands Íslands, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir störf á vett­vangi íþrótta og æsku­lýðs­mála 
 • Ólafur Haukur Sím­on­ar­son rit­höf­und­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslenskrar leik­rit­unar og bók­mennta 
 • Ólöf Hall­gríms­dóttir bóndi, Mývatns­sveit, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til ferða­þjón­ustu og atvinnu­lífs í heima­byggð 
 • Sig­ur­borg Daða­dóttir yfir­dýra­lækn­ir, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til vel­ferðar dýra, og störf á vett­vangi dýra­lækn­inga og sjúk­dóma­varna
 • Sig­urður Hann­es­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir atbeina undir merkjum sam­tak­anna Indefence og fram­lag til íslensks atvinnu­lífs 
 • Sig­urður Reynir Gísla­son rann­sókna­pró­fess­or, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslenskra jarð­vís­inda og kolefn­is­bind­ing­ar 
 • Val­gerður Stef­áns­dóttir fyrr­ver­andi for­stöðu­maður Sam­skipta­mið­stöðvar heyrn­ar­lausra og heyrn­ar­skertra, Hafn­ar­firði, ridd­ara­kross fyrir störf í þágu íslensks tákn­máls og jafn­rétt­is­bar­áttu döff fólksSkiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent