Tugþúsundir voru viðstaddir útför Qassim Suleimani, æðsta mann hers Írans, en Bandaríkjaher drap hann í drónaárás, sem fyrirskipuð var af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Hefndin kemur“ hrópaði æstur múgurinn, en Bandaríkjaforseti hefur nú formlega varað Bandaríkjaþing við því að árás frá Íran geti verið yfirvofandi á næstu vikum, að því er fram kemur í umfjöllun CNN.
Hann hefur opinberlega sagt, að árásin hafi verið til að koma í veg fyrir stríð og frekari átök, en mikil ólga hefur verið í Íran og Írak, eftir að árás var gerð á sendiráð Bandaríkjanna í Baghdad, höfuðborg Írak.
Önnur árás Bandaríkjahers, á Abu Mahdi al-Muhandis, sem leiddi til dauða hans, hefur gert stöðuna enn viðkvæmari, en al-Muhandis fór fyrir Hashed al-Shaabi, skæruliðahreyfingunni, sem Íran hefur stutt. Fimm féllu í árásinni.
Ali Khamenei erkiklerkur Íran var einn þeirra sem sat fund þjóðaröryggisráðs Írans, þar sem ályktað var á þá leið, að hefndin kæmi, Bandaríkjamenn væru ekki óhultir.
Bahraini Crown Prince al-Khalifa and I underscored the importance of countering Iran’s malign influence and threats to the region. I thanked him for his partnership in protecting American personnel and facilities in Bahrain.
— Secretary Pompeo (@SecPompeo) January 4, 2020
Í umfjöllun New York Times í dag, segir að mikil spenna sé innan Bandaríkjaþings, vegna þessarar ákvörðunar Trumps, forseta, um að ráða Suleimani af dögum. Í umfjölluninni segir að Repúblikanar og Demókratar hafi óskað eftir frekari svörum, og þá einkum hvers vegna þingið var sniðgengið í aðdraganda ákvörðunarinnar.
Þá segir enn fremur, að deildar meiningar séu um það meðal nánasta ráðgjafahóps Trumps, hvort ákvörðunin stuðli að stöðugleika eða frekari óstöðugleika. Flestir eru raunar sagðir hafa verið á móti ákvörðun Trumps, sem lét það sem vind um eyru þjóta.
The Trump administration has warned members of Congress that Iran is expected to retaliate against the US "within weeks" for the strike that killed Qasem Soleimani https://t.co/kba537clOv pic.twitter.com/WDjJZvEnQE
— CNN (@CNN) January 4, 2020
Suleimani var miðpunkturinn í hernaðarstarfi Írans, sem teygði sig til Gaza svæðisins, Líbanon, Sýrlands, Írak og Jemen, þar sem mestu hörmungar heimsins eru nú, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Stríðsátök milli Sádí-Araba - með stuðningi Bandaríkjanna og Breta - og síðan skæruliðahreyfinga sem Íran hefur stutt, hafa leitt til matar- og lyfjaskorts fyrir milljónir manna.