Hvað getur gerst ef spennan milli Bandaríkjanna og Íran magnast upp og stríð brýst út?
Þetta er meðal sviðsmynda sem fjárfestar á Wall Street eru nú byrjaðir að rýna og draga fram, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg í dag.
Spjótin beinast meðal annars að því, hvort að stríð - eða vaxandi spenna - geti leitt til þess að olía berst síður um Persaflóa inn á alþjóðamarkaði, með tilheyrandi áhrifum á olíuverð.
Um Persaflóa fer um 40 prósent af olíu heimsins, sem flutt er með skipum, inn á heimsmarkað - frá olíulindum miðausturlanda - og því getur stöðvun eða heft skipaumferð leitt til mikilla vandamála í heiminum og verðhækkana.
President Trump does not have authority for a war with Iran.
— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 7, 2020
There are important pieces of legislation by Senators Kaine and Sanders to assert our constitutional role in war and peace.
They must receive a vote on the Senate floor. pic.twitter.com/mN7SWru1Ti
Samkvæmt greiningu stærstu eignastýringar heimsins, Black Rock, þá gætu árásir Írans beinst að olíu- og orkuinnviðum, þar sem bandarískir hagsmunir eru undir.
Greinendur annarra stórra fyrirtækja, meða annars JP Morgan, telja að frekari spenna geti ýtt undir hærra verð á gulli, en það hefur hækkað umtalsvert að undanförnu.
Mikil spenna er nú á milli Bandaríkjanna og Írans, eftir að Bandaríkjaher myrti Qasem Soleimani, æðsta hershöfðingja Írans, með drónaárás sem Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði. Þjóðaröryggisráð Írans hefur lofað hefnd, og má segja að alþjóðapólitísk samskipti ríkjanna séu nú í frosti. Sameinuðu þjóðirnar munu funda frekar um málið síðar í vikunni, en Trump hefur hótað því að koma í veg fyrir að fulltrúi Íran geti komið til fundarins með því að neita honum um vegabréfsáritun.