Úttekt á mennta- og menningarmálaráðuneytinu í vinnslu

Ráðuneytið bregst við ábendingum umboðsmanns Alþingis en það hefur falið Capacent að gera úttekt á vinnulagi, skipulagi og viðhorfum stofnana sem heyra undir ráðuneytið.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Capacent vinnur nú að úttekt á mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu en stefnt er að því að ljúka henni á næstu vik­um. Loka­nið­ur­stöður hafa ekki borist ráðu­neyt­inu en þær verða gerðar aðgengi­legar þegar þar að kem­ur. Þetta kemur fram í svörum ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu fól það Capacent í októ­ber síð­ast­liðnum að gera úttekt á ráðu­neyt­inu; vinnu­lagi, skipu­lagi, fyr­ir­tækja­menn­ingu, við­horfum stofn­ana sem heyra undir ráðu­neytið og svo fram­veg­is. Ekki sé þó um eig­in­lega stjórn­sýslu­út­tekt að ræða.

„Vinnan er enn í gangi, en stefnt er að því að ljúka henni á næstu vik­um. Hún hefur meðal ann­ars falist í rýni á ýmsum vinnu­gögn­um, við­horfs­mæl­ing­um, starfs­lýs­ingum og svo fram­veg­is,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Þá kemur enn fremur fram að meðal ann­ars hafi ráðu­neytið verið að bregð­ast við ábend­ingum frá umboðs­manni Alþingis frá síð­asta hausti. Sömu­leiðis hafi þetta verið gott tæki­færi til að kanna hvernig skipu­lags­breyt­ingar frá árinu 2016 hafi reynst.

Ráðu­neytið yrði að bæta starfs­hætti og verk­lag

Í frétt RÚV frá 1. októ­ber síð­ast­liðnum kom fram að umboðs­maður Alþingis hefði talið að við­brögð mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins í þremur málum hefðu ekki verið full­nægj­andi með hlið­sjón af yfir­stjórn­unar og eft­ir­lits­heim­ildum ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið yrði að gera við­eig­andi ráð­staf­anir til að tryggja að starfs­hættir þess, verk­lag og með­ferð mála yrði fram­vegis betur úr garði gerð.

Fram kom í frétt umboðs­manns á vef­síðu hans að um mitt síð­asta ári hefði hann bent ráðu­neyt­inu á að ítrekað hefðu orðið tafir á að það svar­aði fyr­ir­spurnum emb­ætt­is­ins. Þá hefði umboðs­manni jafn­framt borist kvart­anir og ábend­ingar um tafir á með­ferð mála og ófull­nægj­andi svör ráðu­neyt­is­ins.

Umboðs­maður tók það fram að unnið hefði verið að úrbótum á starfs­háttum ráðu­neyt­is­ins. Verið væri að gera skipu­lags­breyt­ingar og ráða nýja starfs­menn. Hann ætl­aði því að fara nánar yfir efni álita sinna með ráð­herra og starfs­mönnum hans þegar þessar breyt­ingar væru að baki.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent