Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, segir í yfirlýsingu, sem birt var fyrir stundu, að Íran hafi geri flugskeytaárás á herstöðvar í Írak, Asad og Erbil, þar sem bandarískir hermenn halda sig.
Engar fréttir hafa verið staðfestar um mannfall eða skemmdir, eða hvort bandaríski herinn hafi varist árásunum, að því er segir í umfjöllun New York Times.
Fjölmiðlar í Íran greindu fyrst frá árásunum, sem sagðar voru hefndaraðgerðir fyrir morðið á Qassim Suleimani, æðsta hershöfðingja Írans, en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði það.
Iran attacks a US airbase in Iraq: What we know so far https://t.co/ZS6UP0x7pw
— Vox (@voxdotcom) January 7, 2020
Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC þá hækkaði verð á hráolíu um 4,5 prósent, á mörkuðum í Asíu, við tíðindin af árás Íran.