Segir að WOW air fari aftur í loftið innan fárra vikna

Michelle Roosevelt Edwards, sem keypti WOW air vörumerkið í fyrra, boðar flugtak á árinu 2020.

Michelle Roosevelt Edwards, einnig þekktsem Michelle Bellerin.
Michelle Roosevelt Edwards, einnig þekktsem Michelle Bellerin.
Auglýsing

Michelle Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem Michelle Beller­in, segir í stöðu­upp­færslu á Lin­kedin að WOW air muni takast á loft á ný innan fárra vikna. „Sýn okkar er ein­föld, við viljum að að flug­ferðir verði skemmti­legar aft­ur. Okkur hlakkar til að kynna lyk­il­þætti í að ná því mark­miði og að inn­leiða þá frá fyrsta flugi okk­ar.“ 

Í stöðu­upp­færsl­unni segir enn fremur að WOW air muni tengja lönd og heims­álf­ur.

 

Félag sem Edwards veitir for­stöðu, USAa­er­ospace Associ­ates LLC, keypti valdar eignir út úr þrota­búi WOW air í fyrra. Á meðal þeirra eigna voru vöru­merk­ið. 

Edwards hélt blaða­manna­fund á Grill­inu á Hótel Sögu 6. sept­em­ber 2019 og sagði þar að WOW air myndi hefja lág­far­gjalda­flug­­rekstur til Banda­­ríkj­anna og Evr­­ópu í októ­ber. Enn hefur engin ferð verið flog­in. 

Auglýsing
Höf­uð­stöðvar WOW air verða á Was­hington Dul­les flug­­vell­inum í Banda­­ríkj­unum en félagið á að vera með aðstöðu á flug­­vell­inum í Kefla­vík og með skrif­­stofu í Reykja­vík. 

Á­ætl­­­anir nýrra eig­enda að WOW air vöru­­merk­inu gerðu ráð fyrir vax­andi umsvifum þegar líður á kom­andi vetur og aukin áhersla verður lögð á þátt vöru­­flutn­inga í starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins. 

Sam­hliða því að áform um end­ur­reisn WOW air voru kynnt á ofan­greindum blaða­manna­fundi var send út frétta­til­kynn­ing þar sem fram kom að end­­ur­vak­inn flug­­­rekstur WOW air ætti eftir að skipta almenn­ing á Íslandi og í Banda­­ríkj­unum miklu máli og að hann myndi efla bæði menn­ing­­ar­­leg og við­­skipta­­leg tengs milli Reykja­víkur og Was­hington. „Við hyggj­umst auka umsvifin í far­þega­flug­inu með fleiri flug­­­vélum áður en sum­­­arið heilsar okk­­ur. Frá fyrsta degi í vöru­­flutn­ing­un­um, sem einnig munu hefj­­ast á næstu vik­um, munum við leggja mik­inn metnað í vand­aða þjón­­ustu á sviði vöru­­flutn­inga með ferskt íslenskt sjá­v­­­ar­­fang á Banda­­ríkja­­mark­að.“

Greint var frá því að í stjórn­­enda­teymi WOW air yrðu meðal ann­­ars Charles Celli, rekstr­­ar­­stjóri hjá USA­er­ospace. Hann starf­aði meðal ann­­ars í stjórn­­un­­ar­­stöðu hjá Boeing áður fyrr en WOW air not­að­ist ein­vörð­ungu við Air­bus vélar á þeim tíma sem Skúli Mog­en­­sen átti og rak félag­ið. 

Hér­­­­­­­­­lendis hafa full­­­­­trúar kaup­enda verið almanna­teng­ill­inn Gunnar Steinn Páls­­­­­son og lög­­­­­­­­­mað­­­­­ur­inn Páll Ágúst Ólafs­­­­­son. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent