Segir að WOW air fari aftur í loftið innan fárra vikna

Michelle Roosevelt Edwards, sem keypti WOW air vörumerkið í fyrra, boðar flugtak á árinu 2020.

Michelle Roosevelt Edwards, einnig þekktsem Michelle Bellerin.
Michelle Roosevelt Edwards, einnig þekktsem Michelle Bellerin.
Auglýsing

Michelle Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem Michelle Beller­in, segir í stöðu­upp­færslu á Lin­kedin að WOW air muni takast á loft á ný innan fárra vikna. „Sýn okkar er ein­föld, við viljum að að flug­ferðir verði skemmti­legar aft­ur. Okkur hlakkar til að kynna lyk­il­þætti í að ná því mark­miði og að inn­leiða þá frá fyrsta flugi okk­ar.“ 

Í stöðu­upp­færsl­unni segir enn fremur að WOW air muni tengja lönd og heims­álf­ur.

 

Félag sem Edwards veitir for­stöðu, USAa­er­ospace Associ­ates LLC, keypti valdar eignir út úr þrota­búi WOW air í fyrra. Á meðal þeirra eigna voru vöru­merk­ið. 

Edwards hélt blaða­manna­fund á Grill­inu á Hótel Sögu 6. sept­em­ber 2019 og sagði þar að WOW air myndi hefja lág­far­gjalda­flug­­rekstur til Banda­­ríkj­anna og Evr­­ópu í októ­ber. Enn hefur engin ferð verið flog­in. 

Auglýsing
Höf­uð­stöðvar WOW air verða á Was­hington Dul­les flug­­vell­inum í Banda­­ríkj­unum en félagið á að vera með aðstöðu á flug­­vell­inum í Kefla­vík og með skrif­­stofu í Reykja­vík. 

Á­ætl­­­anir nýrra eig­enda að WOW air vöru­­merk­inu gerðu ráð fyrir vax­andi umsvifum þegar líður á kom­andi vetur og aukin áhersla verður lögð á þátt vöru­­flutn­inga í starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins. 

Sam­hliða því að áform um end­ur­reisn WOW air voru kynnt á ofan­greindum blaða­manna­fundi var send út frétta­til­kynn­ing þar sem fram kom að end­­ur­vak­inn flug­­­rekstur WOW air ætti eftir að skipta almenn­ing á Íslandi og í Banda­­ríkj­unum miklu máli og að hann myndi efla bæði menn­ing­­ar­­leg og við­­skipta­­leg tengs milli Reykja­víkur og Was­hington. „Við hyggj­umst auka umsvifin í far­þega­flug­inu með fleiri flug­­­vélum áður en sum­­­arið heilsar okk­­ur. Frá fyrsta degi í vöru­­flutn­ing­un­um, sem einnig munu hefj­­ast á næstu vik­um, munum við leggja mik­inn metnað í vand­aða þjón­­ustu á sviði vöru­­flutn­inga með ferskt íslenskt sjá­v­­­ar­­fang á Banda­­ríkja­­mark­að.“

Greint var frá því að í stjórn­­enda­teymi WOW air yrðu meðal ann­­ars Charles Celli, rekstr­­ar­­stjóri hjá USA­er­ospace. Hann starf­aði meðal ann­­ars í stjórn­­un­­ar­­stöðu hjá Boeing áður fyrr en WOW air not­að­ist ein­vörð­ungu við Air­bus vélar á þeim tíma sem Skúli Mog­en­­sen átti og rak félag­ið. 

Hér­­­­­­­­­lendis hafa full­­­­­trúar kaup­enda verið almanna­teng­ill­inn Gunnar Steinn Páls­­­­­son og lög­­­­­­­­­mað­­­­­ur­inn Páll Ágúst Ólafs­­­­­son. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðleg áhrif og átök í íslenskri bókaútgáfu
Kaup streymisveitunnar Storytel á langstærstu bókaútgáfu á Íslandi hafa vakið undrun á meðal höfunda og í útgáfuheiminum. Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður skoðuðu málið frekar.
Kjarninn 3. júlí 2020
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 3. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent