Yfir 70 þúsund skammtar af bóluefni fóru „einn, tveir og þrír“

Inflúensan er eins og lifandi vera, algjört ólíkindatól, sem getur breytt sér á milli ára. Bóluefni gegn einni tegund verndar ekki eða illa gegn annarri. „Þannig að þróun bóluefnis er alltaf svolítið happadrætti,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar reyna á hverju ári að spá fyrir um hvaða tegund inflúensu er væntanleg.
Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar reyna á hverju ári að spá fyrir um hvaða tegund inflúensu er væntanleg.
Auglýsing

70-75 þús­und skammtar af bólu­efni gegn inflú­ensu vor­u ­fluttir til lands­ins í haust og voru ekki lengi að fara í sprautur og svo um æðar jafn­margra lands­manna. „Það fer allt einn, tveir og þrí­r,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir. „Við hefðum örugg­lega getað notað fleiri skammta en við fengum bara ekki meira ­bólu­efn­i.“

Það sem af er vetri hafa læknar greint um 280 sjúk­linga með­ in­flú­ensu­lík ein­kenni. Það er á pari við síð­ustu ár. Læknar senda svo sýni frá­ ein­staka sjúk­lingum til grein­ingar og hafa tæp­lega 90 til­felli inflú­ensu ver­ið ­stað­fest.

Heil­brigðir taka bólu­efni frá við­kvæmum

 Að sögn Þór­ólfs læt­ur hærra hlut­fall fólks á Íslandi bólu­setja sig gegn flensu en gengur og ger­ist í mörgum öðrum lönd­um. Ekki hafi því allir fengið bólu­setn­ingu sem vildu. „En við erum ekk­ert að mæla með því að allir séu bólu­sett­ir. Við mælum með því að þeir ­sem eru í áhættu­hópum og gætu farið illa út úr inflú­ens­unni láti bólu­setja sig. Við erum ekk­ert að hvetja til þess að heilu vinnu­stað­irnir geri það.“

Auglýsing

En það er engu að síður þró­un­in. Margir vinnu­staðir bjóða ­starfs­mönnum sínum slíkar bólu­setn­ingar á hverju ári. „Já, og þeir taka nú ör­ugg­lega dágóðan hluta af þessum sjö­tíu þús­und skömmt­um, þó að við vitum ekki nákvæm­lega hversu hátt hlut­fall það er.“

Margir heil­brigðir ein­stak­lingar láta bólu­setja sig og taka þar með jafn­vel bólu­efni frá hinum sem mest þurfa á því að halda. Þórólf­ur ­segir nú í skoðun hvernig tryggja megi að bólu­efnið fari til  áhættu­hópanna. „Það er ekki alveg auð­velt en við erum að reyna að finna leiðir til þess.“  

Getur valdið alvar­legum veik­indum og dauða

Á hverju ári deyja sjúk­lingar hér á landi og um heim allan ­vegna inflú­ensunnar eða fylgi­kvilla henn­ar. Nokkuð margir hópar fólks eru við­kvæm­ari en aðrir fyrir að fá alvar­lega sýk­ingu. Land­læknir mælir með bólu­setn­ing­u hjá öllum eldri en 60 ára og börnum og full­orðnum sem þjást af lang­vinn­um hjarta-, lungna-, nýrna- og lifr­ar­sjúk­dóm­um, syk­ur­sýki, ill­kynja sjúk­dómum og öðrum ónæm­is­bælandi veik­ind­um.

Þórólfur segir inflú­ens­una nú ekki ætla að verða alvar­legri eða haga sér með öðrum hætti en flensur síð­ustu ára. Það fer eftir því hvaða ­teg­und af henni er að ganga hversu alvar­legum veik­indum hún veld­ur. „Það eina ­sem við getum fylgst með til að meta hvort að hún er sér­lega alvar­leg eru inn­lagnir á Land­spít­al­ann. Það sem af er vetri eru töl­urnar ekk­ert mik­ið öðru­vísi en í fyrra. Þannig að það er ekki hægt að segja að flensan nú sé miklu ­skæð­ari en þá.“

En af hverju byrjar hún alltaf á svip­uðum tíma, fyrst hjá ­fáum ein­stak­lingum og svo af fullum krafti nokkrum vikum síð­ar?

Þróun bólu­efnis happa­drætti

„Ef ég vissi það fengi ég senni­lega Nóbelsprís­inn,“ seg­ir Þórólf­ur. Vitað er hvernig flensan hagar sér yfir­leitt en ekki af hverju. „Þetta er einn af þessum leynd­ar­dómum veirunn­ar.“

Þróun bólu­efnis er því nokkuð happa­drætti. Sér­fræð­ing­ar Al­þjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, hefj­ast handa í upp­hafi hvers árs við að reyna að spá fyrir um hvers konar inflú­ensa muni ganga á því næsta. Að því mati loknu gefa þeir fram­leið­endum bólu­efna fyr­ir­mæli um hvers konar bólu­efn­i skuli fram­leiða. „Stundum passar það og stundum ekki,“ segir Þórólfur um mat ­sér­fræð­ing­anna. „Hún breytir sér alltaf svo­lítið og maður veit aldrei fyr­ir­fram hvað hún muni ger­a.“

Enn er ekki ljóst hvort að bólu­efni þess­arar flensu­tíð­ar­ ­reyn­ist góð vörn. Það skýrist þegar lengra líður á far­ald­ur­inn og jafn­vel ekki ­fyrr en hann er geng­inn yfir. „Flensu­tíðin er rétt að byrj­a,“ segir Þórólf­ur. Að venju mun hún lík­leg­ast ekki ná hámarki fyrr en í átt­undu viku árs­ins eða í lok febr­ú­ar.

Hvað er inflúensa?

Inflú­ensa er bráð veiru­sýk­ing sem orsakast af in­flú­ensu­veirum A og B og veldur far­aldri nán­ast á hverjum vetri. Hlut­fall þeirra sem smit­ast og veikj­ast í far­aldri er 10-40%.

Veir­urn­ar  smit­ast með­ úða, t.d. með hnerra og við snert­ingu. Þórólfur segir að sannað sé að góð­ur­ hand­þvottur dragi úr smit­hættu.

Mik­il­vægt er að þeir sem eru með inflú­ensu­lík ein­kenni (t.d. hita, hósta, hnerra, háls­bólgu, bein­verki):

Byrgi munn­inn með einnota papp­írs­þurrkum þegar hóstað er eða hnerrað.

Þvoi sér oft um hendur eða beri á þær hand­spritt.

Haldi a.m.k. eins metra fjar­lægð frá öðrum, ef unnt er.

Haldi kyrru fyrir heima í tvo daga eftir að við­kom­andi er orð­inn hita­laus.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent