Átta manns hafa sótt um setningu í embætti dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins í dag.
Þann 20. desember 2019 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til setningar tvö embætti dómara við Landsrétt og rann umsóknarfrestur út þann 6. janúar síðastliðinn. Á vef Stjórnarráðsins segir að sett verði í embættin hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hafi lokið störfum.
Um er að ræða embætti þeirra Jóns Finnbjörnssonar og Ásmundar Helgasonar sem báðir fóru í leyfi frá störfum síðasta sumar vegna svokallaðs Landsréttarmáls.
Auglýsing
  Umsækjendur um embættið eru:
- Ása Ólafsdóttir, prófessor
 - Ástráður Haraldsson, héraðsdómari
 - Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar
 - Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari
 - Hildur Briem, héraðsdómari
 - Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari
 - Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari
 - Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari
 
				
              
          
              
          



