Hópuppsögnum fer fjölgandi – ekki fleiri síðan eftir hrunið

Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnum segir að hópuppsögnum hafi farið fjölgandi undanfarin ár en þær hafa ekki verið fleiri síðan stuttu eftir hrunið fyrir tíu árum.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Sam­tals hefur 12.560 manns verið sagt upp í hóp­upp­sögnum á 12 árum. Flestir misstu vinn­una á þriggja mán­aða tíma­bili frá des­em­ber 2008 til febr­úar 2009 og svo næstu 3 mán­uði þar á eft­ir. Alls voru þeir sem sagt var upp í hóp­upp­sögnum á árinu 2019 1.046 tals­ins og hafa ekki verið fleiri síðan 2009 en þá var fjöldi þeirra sem sagt var upp í hóp­upp­sögn 1.780.

Frá þessu er greint á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Vinnu­mála­stofnun barst 21 til­kynn­ing um hóp­upp­sögn á árinu 2019, þar sem 1.046 manns var sagt upp störf­um. Engar til­kynn­ingar um hóp­upp­sagnir bár­ust stofn­un­inni í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt stofn­un­inni misstu flestir vinn­una í flutn­ing­um, eða 540 manns sem gera tæp 52 pró­sent allra hóp­upp­sagna. Í öðru lagi missti fólk vinn­una í bygg­ing­ar­iðn­aði, eða um 10 pró­sent og í þriðja lagi í fjár­mála– og vátrygg­ing­ar­starf­semi eða tæp 10 pró­sent.

Um 53 pró­sent til­kynntra hóp­upp­sagna á árinu 2019 voru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, um 37 pró­sent á Suð­ur­nesju­m, um 4 pró­sent á Vest­ur­landi, um 3,5 pró­sent á Suð­ur­landi og um 2,4 pró­sent á Norð­ur­landi eystra, segir á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Flestum sagt upp í mars

Karl Sig­urðs­son, sér­fræð­ingur hjá Vinnu­mála­stofn­un, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hóp­upp­sögnum hafi farið fjölg­andi und­an­farin ár.

„Það voru um 700 til 800 sem skráðu sig hjá okkur eftir gjald­þrot WOW air,“ segir hann en þeim hefur fækkað smám saman sem eru á skrá síð­ustu mán­uði.

Sex til­kynn­ingar um hóp­upp­sagnir bár­ust Vinnu­mála­stofnun í mars á síð­asta ári þar sem 473 starfs­mönnum var sagt upp störf­um.

Tvær upp­sagnir voru í starf­semi tengdri flutn­ingum og geymslu, þar sem 328 manns var sagt upp störf­um, þar af 315 hjá Air­port Associ­ation, en sumum þeirra sem sagt var upp þar hefur verið boðin end­ur­ráðn­ing á öðrum kjör­um. Þetta kom fram hjá Vinnu­mála­stofnum í apríl síð­ast­liðn­um.

Hinar upp­sagn­irnar koma úr fjórum atvinnu­grein­um; 46 manns var sagt upp í ferða­þjón­ustu, 37 í fram­leiðslu, 32 í bygg­inga­starf­semi og 30 í sér­fræði­legri, vís­inda­legri og tækni­legri starf­semi. Flestar hóp­upp­sagnir bár­ust frá fyr­ir­tækjum á Suð­ur­nesjum eða 347 og 126 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hóp­upp­sagn­irnar komu til fram­kvæmda á tíma­bil­inu maí til júlí á síð­asta ári. Upp­sagnir hjá Wow air og aðrar upp­sagnir vegna gjald­þrota eru ekki taldar með í þessum hóp­upp­sögn­um, sam­kvæmt Vinnu­mála­stofn­un.

Karl segir að ef ekki hefði verið þessi hóp­upp­sögn hjá Air­port Associ­ation þá hefðu hóp­upp­sagnir á síð­asta ári verið á pari við árið áður – og jafn­vel færri.

Vona að botn­inum verði náð í vetur

Aðspurður hvernig þau hjá Vinnu­mála­stofnun sjái kom­andi ár fyrir sér þá segir Karl að það sé erfitt að spá fyrir um hóp­upp­sagn­ir. Þó telur hann að almennt séð muni atvinnu­á­stand versna umfram árs­tíða­sveiflur á næst­unni. Það eigi sér­stak­lega við ef snarpur sam­dráttur verði í ferða­þjón­ustu þar sem mikið yrði um hag­ræð­ing­ar­að­gerð­ir.

„Við von­umst hins vegar til þess að botn­inum verði náð að liðnum vetri,“ segir hann og bætir því við að þau hjá Vinnu­mála­stofnun hafi vit­neskju um að stór fyr­ir­tæki í flug­geir­an­um, á borð við Icelandair og Air­port Associ­ation, muni halda áfram að ráða fólk. Þá fari þetta allt eftir eft­ir­spurn­inni eftir ferða­mönn­um.

Gjald­þrot ekki með í hóp­upp­sögnum

Alls var 111 fast­ráðnum starfs­­­mönnum WOW air sagt upp störfum í des­em­ber árið 2018 og náðu upp­­­sagnir starfs­­­manna þvert á fyr­ir­tæk­ið. Þá hafði Vinn­u­­mála­­stofnun ekki fengið jafn fjöl­­mennar hóp­­upp­­sagnir síðan 2009 þegar um 600 manns var sagt upp í tveimur hóp­­upp­­­sögnum hjá Ístaki hf.

WOW air varð síðan gjald­þrota þann 28. mars á síð­asta ári og þá misstu 1.100 starfs­menn flug­fé­lags­ins störf sín. Það er þó ekki inn í tölum Vinnu­mála­stofn­unar þar sem gjald­þrot eru ekki talin með í hóp­upp­sögn­um, að sögn Karls.

Þrot WOW air skilur eftir millj­arða­kostnað

Stór liður sem hefur áhrif á rík­is­rekstur um þessar mundir er einmitt aukin kostn­aður vegna hærra atvinnu­leysis og greiðslna úr Ábyrgð­ar­sjóði launa, aðal­lega vegna gjald­þrots WOW air sem hefur aukið veru­lega kostnað vegna beggja liða. Atvinnu­leysi stefnir í að verða 3,5 pró­sent í ár, en var 2,4 pró­sent að með­al­tali í fyrra.

Í frum­varpi til fjár­auka­laga sem sam­þykkt var í des­em­ber síð­ast­liðnum var lagt til að fjár­heim­ild til mála­flokks­ins yrði aukin um 7,6 millj­arða króna. Af þeirri upp­hæð var gert ráð fyrir að tæp­lega 6,3 millj­arðar króna færi í að mæta auknum útgjöldum Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs á síð­asta ári. Þá var farið fram á að tæp­lega 1,3 millj­arðar króna færu til Ábyrgð­ar­sjóðs launa til að mæta auknum útgreiðslum vegna gjald­þrota fyr­ir­tækja á árinu.

Hvað er hópuppsögn?

Í lögum um hóp­upp­sagnir er kveðið á um að þau gildi um upp­sagnir atvinnu­rek­anda á fast­ráðnum starfs­mönnum af ástæðum sem ekki tengj­ast hverjum þeirra um sig, þegar fjöldi starfs­manna sem sagt er upp á þrjá­tíu daga tíma­bili er:

  • að minnsta kosti 10 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa fleiri en 20 og færri en 100 starfs­menn í vinnu
  • að minnsta kosti 10% starfs­manna í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa hið minnsta 100 starfs­menn, en færri en 300 starfs­menn í vinnu
  • að minnsta kosti 30 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa 300 starfs­menn eða fleiri í vinnu.

Við útreikn­ing á fjölda þeirra sem sagt er upp sam­kvæmt 1. máls­grein skal litið á upp­sögn ráðn­ing­ar­samn­ings ein­stakra starfs­manna sem jafn­gilda hóp­upp­sögnum að því til­skildu að um minnst fimm upp­sagnir sé að ræða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent