Hópuppsögnum fer fjölgandi – ekki fleiri síðan eftir hrunið

Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnum segir að hópuppsögnum hafi farið fjölgandi undanfarin ár en þær hafa ekki verið fleiri síðan stuttu eftir hrunið fyrir tíu árum.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Sam­tals hefur 12.560 manns verið sagt upp í hóp­upp­sögnum á 12 árum. Flestir misstu vinn­una á þriggja mán­aða tíma­bili frá des­em­ber 2008 til febr­úar 2009 og svo næstu 3 mán­uði þar á eft­ir. Alls voru þeir sem sagt var upp í hóp­upp­sögnum á árinu 2019 1.046 tals­ins og hafa ekki verið fleiri síðan 2009 en þá var fjöldi þeirra sem sagt var upp í hóp­upp­sögn 1.780.

Frá þessu er greint á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Vinnu­mála­stofnun barst 21 til­kynn­ing um hóp­upp­sögn á árinu 2019, þar sem 1.046 manns var sagt upp störf­um. Engar til­kynn­ingar um hóp­upp­sagnir bár­ust stofn­un­inni í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt stofn­un­inni misstu flestir vinn­una í flutn­ing­um, eða 540 manns sem gera tæp 52 pró­sent allra hóp­upp­sagna. Í öðru lagi missti fólk vinn­una í bygg­ing­ar­iðn­aði, eða um 10 pró­sent og í þriðja lagi í fjár­mála– og vátrygg­ing­ar­starf­semi eða tæp 10 pró­sent.

Um 53 pró­sent til­kynntra hóp­upp­sagna á árinu 2019 voru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, um 37 pró­sent á Suð­ur­nesju­m, um 4 pró­sent á Vest­ur­landi, um 3,5 pró­sent á Suð­ur­landi og um 2,4 pró­sent á Norð­ur­landi eystra, segir á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Flestum sagt upp í mars

Karl Sig­urðs­son, sér­fræð­ingur hjá Vinnu­mála­stofn­un, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hóp­upp­sögnum hafi farið fjölg­andi und­an­farin ár.

„Það voru um 700 til 800 sem skráðu sig hjá okkur eftir gjald­þrot WOW air,“ segir hann en þeim hefur fækkað smám saman sem eru á skrá síð­ustu mán­uði.

Sex til­kynn­ingar um hóp­upp­sagnir bár­ust Vinnu­mála­stofnun í mars á síð­asta ári þar sem 473 starfs­mönnum var sagt upp störf­um.

Tvær upp­sagnir voru í starf­semi tengdri flutn­ingum og geymslu, þar sem 328 manns var sagt upp störf­um, þar af 315 hjá Air­port Associ­ation, en sumum þeirra sem sagt var upp þar hefur verið boðin end­ur­ráðn­ing á öðrum kjör­um. Þetta kom fram hjá Vinnu­mála­stofnum í apríl síð­ast­liðn­um.

Hinar upp­sagn­irnar koma úr fjórum atvinnu­grein­um; 46 manns var sagt upp í ferða­þjón­ustu, 37 í fram­leiðslu, 32 í bygg­inga­starf­semi og 30 í sér­fræði­legri, vís­inda­legri og tækni­legri starf­semi. Flestar hóp­upp­sagnir bár­ust frá fyr­ir­tækjum á Suð­ur­nesjum eða 347 og 126 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hóp­upp­sagn­irnar komu til fram­kvæmda á tíma­bil­inu maí til júlí á síð­asta ári. Upp­sagnir hjá Wow air og aðrar upp­sagnir vegna gjald­þrota eru ekki taldar með í þessum hóp­upp­sögn­um, sam­kvæmt Vinnu­mála­stofn­un.

Karl segir að ef ekki hefði verið þessi hóp­upp­sögn hjá Air­port Associ­ation þá hefðu hóp­upp­sagnir á síð­asta ári verið á pari við árið áður – og jafn­vel færri.

Vona að botn­inum verði náð í vetur

Aðspurður hvernig þau hjá Vinnu­mála­stofnun sjái kom­andi ár fyrir sér þá segir Karl að það sé erfitt að spá fyrir um hóp­upp­sagn­ir. Þó telur hann að almennt séð muni atvinnu­á­stand versna umfram árs­tíða­sveiflur á næst­unni. Það eigi sér­stak­lega við ef snarpur sam­dráttur verði í ferða­þjón­ustu þar sem mikið yrði um hag­ræð­ing­ar­að­gerð­ir.

„Við von­umst hins vegar til þess að botn­inum verði náð að liðnum vetri,“ segir hann og bætir því við að þau hjá Vinnu­mála­stofnun hafi vit­neskju um að stór fyr­ir­tæki í flug­geir­an­um, á borð við Icelandair og Air­port Associ­ation, muni halda áfram að ráða fólk. Þá fari þetta allt eftir eft­ir­spurn­inni eftir ferða­mönn­um.

Gjald­þrot ekki með í hóp­upp­sögnum

Alls var 111 fast­ráðnum starfs­­­mönnum WOW air sagt upp störfum í des­em­ber árið 2018 og náðu upp­­­sagnir starfs­­­manna þvert á fyr­ir­tæk­ið. Þá hafði Vinn­u­­mála­­stofnun ekki fengið jafn fjöl­­mennar hóp­­upp­­sagnir síðan 2009 þegar um 600 manns var sagt upp í tveimur hóp­­upp­­­sögnum hjá Ístaki hf.

WOW air varð síðan gjald­þrota þann 28. mars á síð­asta ári og þá misstu 1.100 starfs­menn flug­fé­lags­ins störf sín. Það er þó ekki inn í tölum Vinnu­mála­stofn­unar þar sem gjald­þrot eru ekki talin með í hóp­upp­sögn­um, að sögn Karls.

Þrot WOW air skilur eftir millj­arða­kostnað

Stór liður sem hefur áhrif á rík­is­rekstur um þessar mundir er einmitt aukin kostn­aður vegna hærra atvinnu­leysis og greiðslna úr Ábyrgð­ar­sjóði launa, aðal­lega vegna gjald­þrots WOW air sem hefur aukið veru­lega kostnað vegna beggja liða. Atvinnu­leysi stefnir í að verða 3,5 pró­sent í ár, en var 2,4 pró­sent að með­al­tali í fyrra.

Í frum­varpi til fjár­auka­laga sem sam­þykkt var í des­em­ber síð­ast­liðnum var lagt til að fjár­heim­ild til mála­flokks­ins yrði aukin um 7,6 millj­arða króna. Af þeirri upp­hæð var gert ráð fyrir að tæp­lega 6,3 millj­arðar króna færi í að mæta auknum útgjöldum Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs á síð­asta ári. Þá var farið fram á að tæp­lega 1,3 millj­arðar króna færu til Ábyrgð­ar­sjóðs launa til að mæta auknum útgreiðslum vegna gjald­þrota fyr­ir­tækja á árinu.

Hvað er hópuppsögn?

Í lögum um hóp­upp­sagnir er kveðið á um að þau gildi um upp­sagnir atvinnu­rek­anda á fast­ráðnum starfs­mönnum af ástæðum sem ekki tengj­ast hverjum þeirra um sig, þegar fjöldi starfs­manna sem sagt er upp á þrjá­tíu daga tíma­bili er:

  • að minnsta kosti 10 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa fleiri en 20 og færri en 100 starfs­menn í vinnu
  • að minnsta kosti 10% starfs­manna í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa hið minnsta 100 starfs­menn, en færri en 300 starfs­menn í vinnu
  • að minnsta kosti 30 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa 300 starfs­menn eða fleiri í vinnu.

Við útreikn­ing á fjölda þeirra sem sagt er upp sam­kvæmt 1. máls­grein skal litið á upp­sögn ráðn­ing­ar­samn­ings ein­stakra starfs­manna sem jafn­gilda hóp­upp­sögnum að því til­skildu að um minnst fimm upp­sagnir sé að ræða.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent