Fyrirhuguð fjölmiðlalög ógn við íþróttaumfjöllun á Íslandi

Framkvæmdastjóri Fótbolti.net gagnrýnir harðlega fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra og segir að margt bendi til minnkandi umfjöllunar annarra fjölmiðla um íþróttir. Miðillinn óskar nú eftir mánaðarlegum styrktargreiðslum frá almenningi.

Kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið öflugt undanfarin ár.
Kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið öflugt undanfarin ár.
Auglýsing

Hafliði Breið­fjörð, fram­kvæmda­stjóri Fót­bolt­i.­net, segir að hart sé sótt að íþróttaum­fjöllun á Íslandi og margt sem bendi til þess að hún fari minnk­andi á næst­unni. Kom­andi fjöl­miðla­lög séu svo enn meiri ógn við umfjöll­un­ina.

Þetta kemur fram í grein sem hann birtir á Fót­bolt­i.­net í dag.

„Þegar búið verður að sam­þykkja ný fjöl­miðla­lög Lilju Alfreðs­dóttur mennta­mála­ráð­herra er ljóst að þau taka gildi frá 1. jan­úar 2019! Já þau virka ár aftur í tím­ann. Í frum­varp­inu er klá­súla sem úti­lokar mögu­leika Fót­bolta.­net á að sitja við sama borð og aðrir fjöl­miðlar og við vitum núna að bar­áttan við að fá því breytt er töp­uð,“ skrifar Haflið­i. 

Auglýsing

Mælt var fyrir frum­varp­inu þann 16. des­em­ber síð­­ast­lið­inn. Í því felst að að end­­ur­greiddur verður 18 pró­­sent af kostn­aði vegna rit­­stjórnar upp að 50 millj­­ónum króna, en upp­­haf­­lega hafði staðið til að hún yrði 25 pró­­sent af kostn­aði. Ástæða þess að hlut­­fallið var lækkað var and­­staðan hluta þing­­manna Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins við mál­ið.

Auk þess gerir frum­varpið ráð fyrir sér­­­stökum við­­bót­­ar­­stuðn­­ingi sem nemur allt að fjórum pró­­­sentum af þeim hluta af launum launa­­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra skatt­­­þrep tekju­skatts­­­stofns. Kostn­að­­ur­inn við frum­varpið var tak­­mark­aður við þær 400 millj­­ónir króna sem þegar hefur verið tryggðar til mála­­flokks­ins á fjár­­lög­um, sem sam­­þykkt voru í des­em­ber 2019.

Mið­ill­inn fær ekk­ert úr aug­lýs­inga- og áskrift­ar­potti rík­is­ins

Hafliði Breiðfjörð Mynd: Fótbolti.netHafliði bendir á að frá og með þeim tíma sem lögin taka gildi séu fimm atriði þar sem ríkið láti halla á Fót­bolta.­net í sam­keppni við aðra fjöl­miðla. Í fyrsta lagi að ríkið end­ur­greiði sam­keppn­is­að­ilum þeirra ákveð­inn hluta af kostn­aði við vinnslu frétta en þeim ekk­ert. Í öðru lagi reki ríkið stóran fjöl­mið­il, RÚV, í sam­keppni við Fót­bolta.­net um aug­lýs­inga­tekj­ur. RÚV taki 2,2 millj­arða á ári af aug­lýs­inga­mark­aðn­um. Í þriðja lagi rukki ríkið íslenska fjöl­miðla um skatta en Face­book og Google sem taka æ meiri hlut af íslenska aug­lýs­inga­mark­aðnum starfi skatt­laust á Íslandi. „Gleymum ekki að Amazon inn­heimtir gjöld fyrir íslenska ríkið svo það ætti að vera hægt að gera sams­konar með Face­book og Google.“

Í fjórða lagi banni ríkið íslenskum fjöl­miðlum að aug­lýsa veð­mála­starf­semi og áfengi. Samt séu veð­mála- og og áfeng­is­aug­lýs­ingar áber­andi hér á landi, ýmist á erlendum vef­miðlum sem Íslend­ingar lesa, fót­bolta­völlum og bún­ingum sem sjást í sjón­varps­út­send­ingum hér á landi sem og erlendum tíma­rit­um. Í fimmta og síð­asta lagi greiði ríkið stærstu fjöl­miðlum í einka­eigu á Íslandi yfir 150 millj­ónir á ári fyrir aug­lýs­ingar og áskrift­ir. Fót­bolt­i.­net fái ekk­ert úr þeim potti.

Rekst­ur­inn í járnum

Þá segir Hafliði að margt bendi til minnk­andi umfjöll­unar ann­arra fjöl­miðla um íþrótt­ir. „Morg­un­blaðið sagði upp 60 pró­sent fasta­starfs­manna á íþrótta­deild og er ekki lengur að fylgja lands­liðum okkar eftir í verk­efnum erlend­is. Auk þess hafa verið upp­sagnir á öðrum fjöl­miðlum og sam­ein­ingar að ganga í gegn,“ skrifar hann.

Í grein­inni kemur fram að á árinu 2019 hafi velta Fót­bolta.­net lækkað um rúm 20 pró­sent frá árinu 2018 og ljóst sé að rekst­ur­inn sé í járn­um.

Þó ætli Fót­bolt­i.­net að koma stand­andi „út úr þessum ólgu­sjó og auka frekar í en að draga úr umfjöll­un.“

Hafliði greinir frá því að frá og með deg­inum í dag muni Fót­bolt­i.­net óska eftir því við les­endur að taka þátt í áfram­hald­andi starfi mið­ils­ins með mán­að­ar­legum styrkt­ar­greiðslum. „Ég vil biðja alla þá les­endur sem kunna að meta umfjöllun okkar að taka þátt. Með ykkar stuðn­ingi mun umfjöllun okkar aukast enn frekar í stað þess að minn­ka,“ skrifar hann.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent