Fyrirhuguð fjölmiðlalög ógn við íþróttaumfjöllun á Íslandi

Framkvæmdastjóri Fótbolti.net gagnrýnir harðlega fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra og segir að margt bendi til minnkandi umfjöllunar annarra fjölmiðla um íþróttir. Miðillinn óskar nú eftir mánaðarlegum styrktargreiðslum frá almenningi.

Kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið öflugt undanfarin ár.
Kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið öflugt undanfarin ár.
Auglýsing

Hafliði Breið­fjörð, fram­kvæmda­stjóri Fót­bolt­i.­net, segir að hart sé sótt að íþróttaum­fjöllun á Íslandi og margt sem bendi til þess að hún fari minnk­andi á næst­unni. Kom­andi fjöl­miðla­lög séu svo enn meiri ógn við umfjöll­un­ina.

Þetta kemur fram í grein sem hann birtir á Fót­bolt­i.­net í dag.

„Þegar búið verður að sam­þykkja ný fjöl­miðla­lög Lilju Alfreðs­dóttur mennta­mála­ráð­herra er ljóst að þau taka gildi frá 1. jan­úar 2019! Já þau virka ár aftur í tím­ann. Í frum­varp­inu er klá­súla sem úti­lokar mögu­leika Fót­bolta.­net á að sitja við sama borð og aðrir fjöl­miðlar og við vitum núna að bar­áttan við að fá því breytt er töp­uð,“ skrifar Haflið­i. 

Auglýsing

Mælt var fyrir frum­varp­inu þann 16. des­em­ber síð­­ast­lið­inn. Í því felst að að end­­ur­greiddur verður 18 pró­­sent af kostn­aði vegna rit­­stjórnar upp að 50 millj­­ónum króna, en upp­­haf­­lega hafði staðið til að hún yrði 25 pró­­sent af kostn­aði. Ástæða þess að hlut­­fallið var lækkað var and­­staðan hluta þing­­manna Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins við mál­ið.

Auk þess gerir frum­varpið ráð fyrir sér­­­stökum við­­bót­­ar­­stuðn­­ingi sem nemur allt að fjórum pró­­­sentum af þeim hluta af launum launa­­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra skatt­­­þrep tekju­skatts­­­stofns. Kostn­að­­ur­inn við frum­varpið var tak­­mark­aður við þær 400 millj­­ónir króna sem þegar hefur verið tryggðar til mála­­flokks­ins á fjár­­lög­um, sem sam­­þykkt voru í des­em­ber 2019.

Mið­ill­inn fær ekk­ert úr aug­lýs­inga- og áskrift­ar­potti rík­is­ins

Hafliði Breiðfjörð Mynd: Fótbolti.netHafliði bendir á að frá og með þeim tíma sem lögin taka gildi séu fimm atriði þar sem ríkið láti halla á Fót­bolta.­net í sam­keppni við aðra fjöl­miðla. Í fyrsta lagi að ríkið end­ur­greiði sam­keppn­is­að­ilum þeirra ákveð­inn hluta af kostn­aði við vinnslu frétta en þeim ekk­ert. Í öðru lagi reki ríkið stóran fjöl­mið­il, RÚV, í sam­keppni við Fót­bolta.­net um aug­lýs­inga­tekj­ur. RÚV taki 2,2 millj­arða á ári af aug­lýs­inga­mark­aðn­um. Í þriðja lagi rukki ríkið íslenska fjöl­miðla um skatta en Face­book og Google sem taka æ meiri hlut af íslenska aug­lýs­inga­mark­aðnum starfi skatt­laust á Íslandi. „Gleymum ekki að Amazon inn­heimtir gjöld fyrir íslenska ríkið svo það ætti að vera hægt að gera sams­konar með Face­book og Google.“

Í fjórða lagi banni ríkið íslenskum fjöl­miðlum að aug­lýsa veð­mála­starf­semi og áfengi. Samt séu veð­mála- og og áfeng­is­aug­lýs­ingar áber­andi hér á landi, ýmist á erlendum vef­miðlum sem Íslend­ingar lesa, fót­bolta­völlum og bún­ingum sem sjást í sjón­varps­út­send­ingum hér á landi sem og erlendum tíma­rit­um. Í fimmta og síð­asta lagi greiði ríkið stærstu fjöl­miðlum í einka­eigu á Íslandi yfir 150 millj­ónir á ári fyrir aug­lýs­ingar og áskrift­ir. Fót­bolt­i.­net fái ekk­ert úr þeim potti.

Rekst­ur­inn í járnum

Þá segir Hafliði að margt bendi til minnk­andi umfjöll­unar ann­arra fjöl­miðla um íþrótt­ir. „Morg­un­blaðið sagði upp 60 pró­sent fasta­starfs­manna á íþrótta­deild og er ekki lengur að fylgja lands­liðum okkar eftir í verk­efnum erlend­is. Auk þess hafa verið upp­sagnir á öðrum fjöl­miðlum og sam­ein­ingar að ganga í gegn,“ skrifar hann.

Í grein­inni kemur fram að á árinu 2019 hafi velta Fót­bolta.­net lækkað um rúm 20 pró­sent frá árinu 2018 og ljóst sé að rekst­ur­inn sé í járn­um.

Þó ætli Fót­bolt­i.­net að koma stand­andi „út úr þessum ólgu­sjó og auka frekar í en að draga úr umfjöll­un.“

Hafliði greinir frá því að frá og með deg­inum í dag muni Fót­bolt­i.­net óska eftir því við les­endur að taka þátt í áfram­hald­andi starfi mið­ils­ins með mán­að­ar­legum styrkt­ar­greiðslum. „Ég vil biðja alla þá les­endur sem kunna að meta umfjöllun okkar að taka þátt. Með ykkar stuðn­ingi mun umfjöllun okkar aukast enn frekar í stað þess að minn­ka,“ skrifar hann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent