Fyrirhuguð fjölmiðlalög ógn við íþróttaumfjöllun á Íslandi

Framkvæmdastjóri Fótbolti.net gagnrýnir harðlega fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra og segir að margt bendi til minnkandi umfjöllunar annarra fjölmiðla um íþróttir. Miðillinn óskar nú eftir mánaðarlegum styrktargreiðslum frá almenningi.

Kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið öflugt undanfarin ár.
Kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið öflugt undanfarin ár.
Auglýsing

Hafliði Breið­fjörð, fram­kvæmda­stjóri Fót­bolt­i.­net, segir að hart sé sótt að íþróttaum­fjöllun á Íslandi og margt sem bendi til þess að hún fari minnk­andi á næst­unni. Kom­andi fjöl­miðla­lög séu svo enn meiri ógn við umfjöll­un­ina.

Þetta kemur fram í grein sem hann birtir á Fót­bolt­i.­net í dag.

„Þegar búið verður að sam­þykkja ný fjöl­miðla­lög Lilju Alfreðs­dóttur mennta­mála­ráð­herra er ljóst að þau taka gildi frá 1. jan­úar 2019! Já þau virka ár aftur í tím­ann. Í frum­varp­inu er klá­súla sem úti­lokar mögu­leika Fót­bolta.­net á að sitja við sama borð og aðrir fjöl­miðlar og við vitum núna að bar­áttan við að fá því breytt er töp­uð,“ skrifar Haflið­i. 

Auglýsing

Mælt var fyrir frum­varp­inu þann 16. des­em­ber síð­­ast­lið­inn. Í því felst að að end­­ur­greiddur verður 18 pró­­sent af kostn­aði vegna rit­­stjórnar upp að 50 millj­­ónum króna, en upp­­haf­­lega hafði staðið til að hún yrði 25 pró­­sent af kostn­aði. Ástæða þess að hlut­­fallið var lækkað var and­­staðan hluta þing­­manna Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins við mál­ið.

Auk þess gerir frum­varpið ráð fyrir sér­­­stökum við­­bót­­ar­­stuðn­­ingi sem nemur allt að fjórum pró­­­sentum af þeim hluta af launum launa­­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra skatt­­­þrep tekju­skatts­­­stofns. Kostn­að­­ur­inn við frum­varpið var tak­­mark­aður við þær 400 millj­­ónir króna sem þegar hefur verið tryggðar til mála­­flokks­ins á fjár­­lög­um, sem sam­­þykkt voru í des­em­ber 2019.

Mið­ill­inn fær ekk­ert úr aug­lýs­inga- og áskrift­ar­potti rík­is­ins

Hafliði Breiðfjörð Mynd: Fótbolti.netHafliði bendir á að frá og með þeim tíma sem lögin taka gildi séu fimm atriði þar sem ríkið láti halla á Fót­bolta.­net í sam­keppni við aðra fjöl­miðla. Í fyrsta lagi að ríkið end­ur­greiði sam­keppn­is­að­ilum þeirra ákveð­inn hluta af kostn­aði við vinnslu frétta en þeim ekk­ert. Í öðru lagi reki ríkið stóran fjöl­mið­il, RÚV, í sam­keppni við Fót­bolta.­net um aug­lýs­inga­tekj­ur. RÚV taki 2,2 millj­arða á ári af aug­lýs­inga­mark­aðn­um. Í þriðja lagi rukki ríkið íslenska fjöl­miðla um skatta en Face­book og Google sem taka æ meiri hlut af íslenska aug­lýs­inga­mark­aðnum starfi skatt­laust á Íslandi. „Gleymum ekki að Amazon inn­heimtir gjöld fyrir íslenska ríkið svo það ætti að vera hægt að gera sams­konar með Face­book og Google.“

Í fjórða lagi banni ríkið íslenskum fjöl­miðlum að aug­lýsa veð­mála­starf­semi og áfengi. Samt séu veð­mála- og og áfeng­is­aug­lýs­ingar áber­andi hér á landi, ýmist á erlendum vef­miðlum sem Íslend­ingar lesa, fót­bolta­völlum og bún­ingum sem sjást í sjón­varps­út­send­ingum hér á landi sem og erlendum tíma­rit­um. Í fimmta og síð­asta lagi greiði ríkið stærstu fjöl­miðlum í einka­eigu á Íslandi yfir 150 millj­ónir á ári fyrir aug­lýs­ingar og áskrift­ir. Fót­bolt­i.­net fái ekk­ert úr þeim potti.

Rekst­ur­inn í járnum

Þá segir Hafliði að margt bendi til minnk­andi umfjöll­unar ann­arra fjöl­miðla um íþrótt­ir. „Morg­un­blaðið sagði upp 60 pró­sent fasta­starfs­manna á íþrótta­deild og er ekki lengur að fylgja lands­liðum okkar eftir í verk­efnum erlend­is. Auk þess hafa verið upp­sagnir á öðrum fjöl­miðlum og sam­ein­ingar að ganga í gegn,“ skrifar hann.

Í grein­inni kemur fram að á árinu 2019 hafi velta Fót­bolta.­net lækkað um rúm 20 pró­sent frá árinu 2018 og ljóst sé að rekst­ur­inn sé í járn­um.

Þó ætli Fót­bolt­i.­net að koma stand­andi „út úr þessum ólgu­sjó og auka frekar í en að draga úr umfjöll­un.“

Hafliði greinir frá því að frá og með deg­inum í dag muni Fót­bolt­i.­net óska eftir því við les­endur að taka þátt í áfram­hald­andi starfi mið­ils­ins með mán­að­ar­legum styrkt­ar­greiðslum. „Ég vil biðja alla þá les­endur sem kunna að meta umfjöllun okkar að taka þátt. Með ykkar stuðn­ingi mun umfjöllun okkar aukast enn frekar í stað þess að minn­ka,“ skrifar hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent