Segir ýmsa krafta valda því að hann hverfi frá Seðlabankanum

Fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segist kveðja starf sitt með nokkrum trega. Alls voru átta störf lögð niður í sameinaðri stofnun Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í gær.

Jón Þór Sturluson sést hér fyrir miðri mynd.
Jón Þór Sturluson sést hér fyrir miðri mynd.
Auglýsing

Jón Þór Sturlu­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, er einn þeirra átta starfs­manna sem til­kynnt var um að myndu missa starf sitt við skipu­lags­breyt­ingar Seðla­banka Íslands, sem kynntar voru í gær. Seðla­bank­inn og Fjár­mála­eft­ir­litið voru sam­einuð í eina stofnun um síð­ustu ára­mót og eru skipu­lags­breyt­ing­arnar liður í þeirri sam­ein­ingu.

Í stöðu­upp­færslu sem Jón Þór birti á Face­book í dag seg­ist hann hafa, ásamt fleirum, unnið sam­visku­sam­lega að því síð­ustu 15 mán­uði að tryggja að sam­ein­ing Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Seðla­bank­ans yrði sem far­sælust. Ýmsir kraftar valdi því þó að öðrum en honum verði falið að sigla því verk­efni í höfn. Jón Þór til­greinir ekki um hvaða krafta sé að ræða. en ljóst sé að mikið verk sé óunnið til að tryggja skil­virkan og sterkan sam­ein­aðan Seðla­banka.

Auglýsing
Jón Þór segir enn fremur að á næstu vikum muni hann ljúka verk­efni sem hann hafi unnið að hjá Alþjóða­greiðslu­bank­anum í Basel á á sviði við­bún­aðar við fjár­mála­á­föll­um. Hvað síðan taki við sé enn óráð­ið. „Það er með nokkrum trega sem ég kveð nú Fjár­mála­eft­ir­litið eftir nærri sjö ára starf og Seðla­bank­ann eftir sjö daga. Á þessum tíma hef ég fengið tæki­færi til að sinna afar þýð­ing­ar­miklum störfum við að stuðla að öryggi og heil­brigði í fjár­mála­starf­semi og byggja upp varnir gegn fram­tíðar fjár­mála­á­föll­um. Ég hef líka notið þess að vinna með frá­bærum hópi úrvals­fólks sem ég vil þakka kær­lega fyrir frá­bæra við­kynn­ing­u.“

Átta störf lögð niður

Nýtt skipu­­rit Seðla­­banka Íslands tók gildi í gær á grund­velli nýrra laga um Seðla­­banka Íslands vegna sam­ein­ingar Seðla­­bank­ans og Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins í upp­­hafi þessa árs. Frá þessu er greint á vef Seðla­­bank­ans. 

Sam­­kvæmt skipu­­rit­inu verða kjarna­­svið bank­ans sjö, það er hag­fræði og pen­inga­­stefna, mark­aðsvið­­skipti, fjár­­­mála­­stöð­ug­­leiki, bankar, líf­eyrir og vátrygg­ing­­ar, mark­aðir og við­­skipta­hætt­ir, og laga­­legt eft­ir­lit og vett­vangs­at­hug­an­­ir. 

Stoð­­svið bank­ans verða fjög­­ur, það er rekst­­ur, upp­­lýs­inga­­tækni og gagna­­söfn­un, fjár­­hag­­ur, og mannauð­­ur. Jafn­­framt er í skipu­­rit­inu mið­læg skrif­­stofa banka­­stjóra. Með nýju skipu­­riti verða nokkur svið lögð niður eða sam­ein­uð, starfs­­fólk fær­ist til og átta störf verða lögð nið­­ur, sam­­kvæmt Seðla­­bank­an­­um. 

Hægt er að sjá nýtt skipu­rit hér að neð­an: Mynd: Seðlabanki Íslands

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðleg áhrif og átök í íslenskri bókaútgáfu
Kaup streymisveitunnar Storytel á langstærstu bókaútgáfu á Íslandi hafa vakið undrun á meðal höfunda og í útgáfuheiminum. Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður skoðuðu málið frekar.
Kjarninn 3. júlí 2020
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 3. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent