Segir ýmsa krafta valda því að hann hverfi frá Seðlabankanum

Fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segist kveðja starf sitt með nokkrum trega. Alls voru átta störf lögð niður í sameinaðri stofnun Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í gær.

Jón Þór Sturluson sést hér fyrir miðri mynd.
Jón Þór Sturluson sést hér fyrir miðri mynd.
Auglýsing

Jón Þór Sturlu­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, er einn þeirra átta starfs­manna sem til­kynnt var um að myndu missa starf sitt við skipu­lags­breyt­ingar Seðla­banka Íslands, sem kynntar voru í gær. Seðla­bank­inn og Fjár­mála­eft­ir­litið voru sam­einuð í eina stofnun um síð­ustu ára­mót og eru skipu­lags­breyt­ing­arnar liður í þeirri sam­ein­ingu.

Í stöðu­upp­færslu sem Jón Þór birti á Face­book í dag seg­ist hann hafa, ásamt fleirum, unnið sam­visku­sam­lega að því síð­ustu 15 mán­uði að tryggja að sam­ein­ing Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Seðla­bank­ans yrði sem far­sælust. Ýmsir kraftar valdi því þó að öðrum en honum verði falið að sigla því verk­efni í höfn. Jón Þór til­greinir ekki um hvaða krafta sé að ræða. en ljóst sé að mikið verk sé óunnið til að tryggja skil­virkan og sterkan sam­ein­aðan Seðla­banka.

Auglýsing
Jón Þór segir enn fremur að á næstu vikum muni hann ljúka verk­efni sem hann hafi unnið að hjá Alþjóða­greiðslu­bank­anum í Basel á á sviði við­bún­aðar við fjár­mála­á­föll­um. Hvað síðan taki við sé enn óráð­ið. „Það er með nokkrum trega sem ég kveð nú Fjár­mála­eft­ir­litið eftir nærri sjö ára starf og Seðla­bank­ann eftir sjö daga. Á þessum tíma hef ég fengið tæki­færi til að sinna afar þýð­ing­ar­miklum störfum við að stuðla að öryggi og heil­brigði í fjár­mála­starf­semi og byggja upp varnir gegn fram­tíðar fjár­mála­á­föll­um. Ég hef líka notið þess að vinna með frá­bærum hópi úrvals­fólks sem ég vil þakka kær­lega fyrir frá­bæra við­kynn­ing­u.“

Átta störf lögð niður

Nýtt skipu­­rit Seðla­­banka Íslands tók gildi í gær á grund­velli nýrra laga um Seðla­­banka Íslands vegna sam­ein­ingar Seðla­­bank­ans og Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins í upp­­hafi þessa árs. Frá þessu er greint á vef Seðla­­bank­ans. 

Sam­­kvæmt skipu­­rit­inu verða kjarna­­svið bank­ans sjö, það er hag­fræði og pen­inga­­stefna, mark­aðsvið­­skipti, fjár­­­mála­­stöð­ug­­leiki, bankar, líf­eyrir og vátrygg­ing­­ar, mark­aðir og við­­skipta­hætt­ir, og laga­­legt eft­ir­lit og vett­vangs­at­hug­an­­ir. 

Stoð­­svið bank­ans verða fjög­­ur, það er rekst­­ur, upp­­lýs­inga­­tækni og gagna­­söfn­un, fjár­­hag­­ur, og mannauð­­ur. Jafn­­framt er í skipu­­rit­inu mið­læg skrif­­stofa banka­­stjóra. Með nýju skipu­­riti verða nokkur svið lögð niður eða sam­ein­uð, starfs­­fólk fær­ist til og átta störf verða lögð nið­­ur, sam­­kvæmt Seðla­­bank­an­­um. 

Hægt er að sjá nýtt skipu­rit hér að neð­an: Mynd: Seðlabanki Íslands

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent