Segir ýmsa krafta valda því að hann hverfi frá Seðlabankanum

Fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segist kveðja starf sitt með nokkrum trega. Alls voru átta störf lögð niður í sameinaðri stofnun Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í gær.

Jón Þór Sturluson sést hér fyrir miðri mynd.
Jón Þór Sturluson sést hér fyrir miðri mynd.
Auglýsing

Jón Þór Sturlu­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, er einn þeirra átta starfs­manna sem til­kynnt var um að myndu missa starf sitt við skipu­lags­breyt­ingar Seðla­banka Íslands, sem kynntar voru í gær. Seðla­bank­inn og Fjár­mála­eft­ir­litið voru sam­einuð í eina stofnun um síð­ustu ára­mót og eru skipu­lags­breyt­ing­arnar liður í þeirri sam­ein­ingu.

Í stöðu­upp­færslu sem Jón Þór birti á Face­book í dag seg­ist hann hafa, ásamt fleirum, unnið sam­visku­sam­lega að því síð­ustu 15 mán­uði að tryggja að sam­ein­ing Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Seðla­bank­ans yrði sem far­sælust. Ýmsir kraftar valdi því þó að öðrum en honum verði falið að sigla því verk­efni í höfn. Jón Þór til­greinir ekki um hvaða krafta sé að ræða. en ljóst sé að mikið verk sé óunnið til að tryggja skil­virkan og sterkan sam­ein­aðan Seðla­banka.

Auglýsing
Jón Þór segir enn fremur að á næstu vikum muni hann ljúka verk­efni sem hann hafi unnið að hjá Alþjóða­greiðslu­bank­anum í Basel á á sviði við­bún­aðar við fjár­mála­á­föll­um. Hvað síðan taki við sé enn óráð­ið. „Það er með nokkrum trega sem ég kveð nú Fjár­mála­eft­ir­litið eftir nærri sjö ára starf og Seðla­bank­ann eftir sjö daga. Á þessum tíma hef ég fengið tæki­færi til að sinna afar þýð­ing­ar­miklum störfum við að stuðla að öryggi og heil­brigði í fjár­mála­starf­semi og byggja upp varnir gegn fram­tíðar fjár­mála­á­föll­um. Ég hef líka notið þess að vinna með frá­bærum hópi úrvals­fólks sem ég vil þakka kær­lega fyrir frá­bæra við­kynn­ing­u.“

Átta störf lögð niður

Nýtt skipu­­rit Seðla­­banka Íslands tók gildi í gær á grund­velli nýrra laga um Seðla­­banka Íslands vegna sam­ein­ingar Seðla­­bank­ans og Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins í upp­­hafi þessa árs. Frá þessu er greint á vef Seðla­­bank­ans. 

Sam­­kvæmt skipu­­rit­inu verða kjarna­­svið bank­ans sjö, það er hag­fræði og pen­inga­­stefna, mark­aðsvið­­skipti, fjár­­­mála­­stöð­ug­­leiki, bankar, líf­eyrir og vátrygg­ing­­ar, mark­aðir og við­­skipta­hætt­ir, og laga­­legt eft­ir­lit og vett­vangs­at­hug­an­­ir. 

Stoð­­svið bank­ans verða fjög­­ur, það er rekst­­ur, upp­­lýs­inga­­tækni og gagna­­söfn­un, fjár­­hag­­ur, og mannauð­­ur. Jafn­­framt er í skipu­­rit­inu mið­læg skrif­­stofa banka­­stjóra. Með nýju skipu­­riti verða nokkur svið lögð niður eða sam­ein­uð, starfs­­fólk fær­ist til og átta störf verða lögð nið­­ur, sam­­kvæmt Seðla­­bank­an­­um. 

Hægt er að sjá nýtt skipu­rit hér að neð­an: Mynd: Seðlabanki Íslands

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent