Segir könnun sýna að 23 prósent hafi hug á að kjósa stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar

Stjórn VR fól MMR að gera könnun á því hvort óstofnað stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar nyti brautargengis í næstu Alþingiskosningum. Niðurstaðan var að slíkt framboð myndi taka fylgi frá öllum flokkum, að sögn formanns VR.

Ragnar Þór heldur ræðu 1. maí 2018
Auglýsing

„Stjórn VR lét því gera við­horfskönnun almenn­ings á því hvort óstofnað stjórn­mála­afl verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar nyti braut­ar­gengis í næsti Alþing­is­kosn­ing­um. Nið­ur­staðan var athygl­is­verð og ánægju­leg því 23% svar­enda höfðu hug á að kjósa slíkan flokk verði hann stofn­að­ur. Það þýðir að um væri að ræða stærsta stjórn­mála­flokk­inn miðað við síð­ustu kann­anir og mögu­lega ráð­andi afl eftir næstu kosn­ing­ar.“ 

Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, í stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar segir hann að þetta hljóti að telj­ast vera stór­fréttir og að sama skapi áfell­is­dómur yfir núver­andi flokka­kerfi. Sam­kvæmt könn­un­inni, sem MMR gerði fyrir VR, taki hið óstofn­aða fram­boð fylgi af öllum flokkum sem í dag eru starf­and­i. 

Auglýsing
Ragnar Þór segir að stjórn VR hafi sam­þykkt á síð­asta stjórn­ar­fundi sínum að fela honum að kynna ítar­legar nið­ur­stöður fyrir mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands. 

Vakti hörð við­brögð

Um miðjan nóv­em­ber viðr­aði Ragnar Þór þá hug­mynd í pistli að kjós­endur myndu fá raun­veru­­legan val­­kost sem snúi að „raun­veru­­legum breyt­ingum á kerfi sem merg­­sýgur sam­­fé­lagið að utan sem inn­­­an. Val­­kost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekk­ert gefa í stað­inn. Val­­kost sem raun­veru­­lega er til höf­uðs þeim sem neyta að taka þátt í sam­­fé­lags­sátt­­mál­an­­um. Sátt­­mála um að allir hjálp­­ist að við að baka brauðið og þeir veik­­ustu fái að borða fyrst.“ 

Í pist­l­inum sagði Ragnar enn fremur að val­­kost­­ur­inn gæti orðið sá að verka­lýðs­hreyf­­ingin færi af stað með þverpóli­­tískt fram­­boð um þessar breyt­ing­­ar.

Hug­myndin vakti hörð við­brögð víða, sér­stak­lega úr atvinnu­líf­inu og innan stjórn­mál­anna, og fékk litlar und­ir­tektir hjá öðrum for­ystu­mönnum innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. 

Seg­ist vera á „há­réttri leið“

Ragnar Þór segir í stöðu­upp­færsl­unni í dag að athyglin sem hug­myndin hafi verið svo mikil að „varð­hundar núver­andi kerfis reyndu að halda því fram að það stang­að­ist á við lög að hreyf­ingin hefði skoð­anir á því eða vildi hafa bein áhrif á hvernig land­inu okkar er stjórn­að. Þó byggð­ist hug­myndin ein­göngu á því að hreyf­ingin bjóði fram með stuttan verk­efna­lista sem kjós­endur gætu valið um. 

Verk­efna­lista sem væri ekki útþynntur með bit­lingum á háborði stjórn­ar­ráðs­ins heldur væri fram­boðið nauð­vörn gegn þeirri stöðu sem uppi er í íslenskum stjórn­mál­um. Fram­boðið væri til­raun í eitt kjör­tíma­bil. Sterk við­brögð sér­hags­muna­afla er mæli­kvarði á það hvort við erum á réttri leið eða ekki. Mín til­finn­ing var sú að með þess­ari hug­mynd vorum við á hár­réttri leið.“

Stjórn VR hafi því látið MMR gera við­horfskönnun almenn­ings á því hvort óstofnað stjórn­mála­afl verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar nyti braut­ar­gengis í næstu Alþing­is­kosn­ing­um. Nið­ur­staðan hafi ver­ið, líkt og áður sagði, að 23 pró­sent svar­enda hefðu hug á að kjósa þverpóli­tískt fram­boð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. 

Ég er þeirrar skoð­unar að finn­ast ólík­legt að þeir flokkar sem bjóða fram til Alþingis nái að brúa það van­traust sem...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Fri­day, Janu­ary 10, 2020

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent