Segir könnun sýna að 23 prósent hafi hug á að kjósa stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar

Stjórn VR fól MMR að gera könnun á því hvort óstofnað stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar nyti brautargengis í næstu Alþingiskosningum. Niðurstaðan var að slíkt framboð myndi taka fylgi frá öllum flokkum, að sögn formanns VR.

Ragnar Þór heldur ræðu 1. maí 2018
Auglýsing

„Stjórn VR lét því gera við­horfskönnun almenn­ings á því hvort óstofnað stjórn­mála­afl verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar nyti braut­ar­gengis í næsti Alþing­is­kosn­ing­um. Nið­ur­staðan var athygl­is­verð og ánægju­leg því 23% svar­enda höfðu hug á að kjósa slíkan flokk verði hann stofn­að­ur. Það þýðir að um væri að ræða stærsta stjórn­mála­flokk­inn miðað við síð­ustu kann­anir og mögu­lega ráð­andi afl eftir næstu kosn­ing­ar.“ 

Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, í stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar segir hann að þetta hljóti að telj­ast vera stór­fréttir og að sama skapi áfell­is­dómur yfir núver­andi flokka­kerfi. Sam­kvæmt könn­un­inni, sem MMR gerði fyrir VR, taki hið óstofn­aða fram­boð fylgi af öllum flokkum sem í dag eru starf­and­i. 

Auglýsing
Ragnar Þór segir að stjórn VR hafi sam­þykkt á síð­asta stjórn­ar­fundi sínum að fela honum að kynna ítar­legar nið­ur­stöður fyrir mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands. 

Vakti hörð við­brögð

Um miðjan nóv­em­ber viðr­aði Ragnar Þór þá hug­mynd í pistli að kjós­endur myndu fá raun­veru­­legan val­­kost sem snúi að „raun­veru­­legum breyt­ingum á kerfi sem merg­­sýgur sam­­fé­lagið að utan sem inn­­­an. Val­­kost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekk­ert gefa í stað­inn. Val­­kost sem raun­veru­­lega er til höf­uðs þeim sem neyta að taka þátt í sam­­fé­lags­sátt­­mál­an­­um. Sátt­­mála um að allir hjálp­­ist að við að baka brauðið og þeir veik­­ustu fái að borða fyrst.“ 

Í pist­l­inum sagði Ragnar enn fremur að val­­kost­­ur­inn gæti orðið sá að verka­lýðs­hreyf­­ingin færi af stað með þverpóli­­tískt fram­­boð um þessar breyt­ing­­ar.

Hug­myndin vakti hörð við­brögð víða, sér­stak­lega úr atvinnu­líf­inu og innan stjórn­mál­anna, og fékk litlar und­ir­tektir hjá öðrum for­ystu­mönnum innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. 

Seg­ist vera á „há­réttri leið“

Ragnar Þór segir í stöðu­upp­færsl­unni í dag að athyglin sem hug­myndin hafi verið svo mikil að „varð­hundar núver­andi kerfis reyndu að halda því fram að það stang­að­ist á við lög að hreyf­ingin hefði skoð­anir á því eða vildi hafa bein áhrif á hvernig land­inu okkar er stjórn­að. Þó byggð­ist hug­myndin ein­göngu á því að hreyf­ingin bjóði fram með stuttan verk­efna­lista sem kjós­endur gætu valið um. 

Verk­efna­lista sem væri ekki útþynntur með bit­lingum á háborði stjórn­ar­ráðs­ins heldur væri fram­boðið nauð­vörn gegn þeirri stöðu sem uppi er í íslenskum stjórn­mál­um. Fram­boðið væri til­raun í eitt kjör­tíma­bil. Sterk við­brögð sér­hags­muna­afla er mæli­kvarði á það hvort við erum á réttri leið eða ekki. Mín til­finn­ing var sú að með þess­ari hug­mynd vorum við á hár­réttri leið.“

Stjórn VR hafi því látið MMR gera við­horfskönnun almenn­ings á því hvort óstofnað stjórn­mála­afl verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar nyti braut­ar­gengis í næstu Alþing­is­kosn­ing­um. Nið­ur­staðan hafi ver­ið, líkt og áður sagði, að 23 pró­sent svar­enda hefðu hug á að kjósa þverpóli­tískt fram­boð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. 

Ég er þeirrar skoð­unar að finn­ast ólík­legt að þeir flokkar sem bjóða fram til Alþingis nái að brúa það van­traust sem...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Fri­day, Janu­ary 10, 2020

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent