Hækka þarf lífeyrisaldurinn um 3 til 6 ár

Hækkun lífaldurs og breytt ávöxtunarumhverfi, kalla á breytingar á lífeyrissjóðakerfinu.

peningar
Auglýsing

Mik­il­vægt er að bregð­ast við breyt­ingum í sam­fé­lag­inu, þegar kemur að lengri með­al­líf­tíma og breyttu ávöxt­un­ar­um­hverfi - ekki síst með lægra vaxta­stigi - með því að breyta líf­eyr­is­kerf­in­u. 

Í grein sem Valdi­mar Ármann skrif­aði í Vís­bend­ingu, sem kom út í vik­unni, er fjallað um þessi mál, eins og greint var frá í gær

Í grein­inni er meðal ann­ars farið ítar­lega yfir það, hvað þurfi að gera, til að ná betra jafn­vægi í grunn­for­sendur líf­eyr­is­kerf­is­ins, en heild­ar­eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða nema nú um 5 þús­und millj­örðum króna

Auglýsing

„Mik­il­vægt er að byrja aðlögun sem fyrst að hækkun á við­mið­un­ar­aldri fyrir töku eft­ir­launa og má sjá fyrir sér að gera þurfi það á mis­mun­andi hátt fyrir mis­mun­andi kyn­slóð­ir:

1. Hækka við­mið­un­ar­aldur fyrir töku eft­ir­launa hjá nýjum sjóðs­fé­lögum um t.d. 3-6 ár, í einu eða tveimur skref­um.

2. Hækka við­mið­una­ald­ur­inn hjá núver­andi inn­greið­endum í skrefum – hrað­ast hjá yngri kyn­slóðum og hægar hjá eldri kyn­slóð­um.

3. Engin breyt­ing hjá þeim sem eru nokkrum árum frá töku eft­ir­launa t.d. hjá 60 ára og eldri.

Sveigj­an­leg starfs­lok hafa verið í umræð­unni og eru sjálf­sögð rétt­indi að fólk ákveði sjálft hvenær það fer á elli­líf­eyri. Það er ekki þjóð­fé­lag­inu til hags­bóta að senda heilsu­hraust fólk á elli­líf­eyri en það getur verið mjög mis­mun­andi eftir eðli starfa hversu heilsu­hraustir ein­stak­lingar eru á eldri árum. Vinnu­fram­lag eldra fólks er mik­il­vægt og heilsa fólks hefur batnað á efri árum með breyttu starfs­um­hverfi, þannig að sumir myndu kjósa að vinna áfram eftir 67 ára ald­ur­inn t.d. vegna félags­skapar og vilja hafa nóg fyrir stafni. En aðrir neyð­ast þó til að halda áfram að vinna af fjár­hags­legum ástæð­um. Sveigj­an­leg starfs­lok leyfa frestun á töku líf­eyris að hluta eða öllu leyti gegn því að mán­að­ar­legur líf­eyrir hækki þegar taka hans hefst. Þannig koma sveigj­an­leg starfs­lok ekki beint til móts við hækk­andi lífaldur og áhrif þess á stöðu líf­eyr­is­sjóð­anna,“ segir Valdi­mar meðal ann­ars í grein sinni. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi Vís­bend­ingu hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent