Fjölmiðlanefnd vill draga fram raunverulegt eignarhald og yfirráð yfir fjölmiðlum

Stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit með fjölmiðlum segir að breytingar sem gerðar voru á lokasprettinum á frumvarpi um stuðningsgreiðslur til fjölmiðla bitni á smærri fjölmiðlum en hafi engin áhrif á væntar greiðslur til stærstu miðla landsins.

Elfa Ýr Gylfadóttir
Auglýsing

Fjöl­miðlar sem eru í eigu félaga sem stað­sett eru í ríkjum þar sem gagn­sæi eign­ar­halds á fyr­ir­tækj­unum er ekki opin­bert geta komið sér undan því að fjöl­miðla­nefnd sann­reyni upp­gefið eign­ar­hald þeirra. Nefndin telur að Alþingi þurfi að taka sér­stak­lega afstöðu til þess hvort gera þurfi þær kröfur að fjöl­miðlar fái ekki væntar stuðn­ings­greiðslur frá hinu opin­bera nema  hægt sé að sann­reyna eign­ar­hald félaga með gögnum auk þess sem hún telur brýnt að breyta lögum með þeim hætti að hún fái heim­ildir til að afla allra þeirra ganga sem til þarf til að sann­reyna eign­ar­hald á fjöl­miðl­um. „Það sama gildir um upp­lýs­ingar um yfir­ráð sem skap­ast með öðrum hætti en beinu eign­ar­hald­i.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn fjöl­miðla­nefndar um frum­varp um stuðn­ing við öflun og miðlun frétta. Frestur til að skila inn umsögnum um frum­varp­ið, sem hefur það meg­in­mark­mið að veita um 400 millj­ónum króna úr opin­berum sjóðum til einka­rek­inna fjöl­miðla, rann út síð­ast­lið­inn föstu­dag. 

Breyt­ingin bitnar mest á smærri fjöl­miðlum

Frum­varpið hefur átt margra ára aðdrag­anda. Það var kynnt í sam­ráðs­gátt í jan­úar 2019 og því var fyrst dreift á Alþingi 20. maí sama ár. Ekki náð­ist hins vegar að mæla fyrir því fyrr en 16. des­em­ber sama ár. Þá hafði verið gerð sú breyt­ing frá fyrri útgáfum að vænt end­ur­greiðslu­hlut­fall til þeirra fjöl­miðla sem upp­fylla skil­yrði fyrir end­ur­greiðslu var lækkað úr 25 í 18 pró­sent. Fjár­hæð hámarks­end­ur­greiðslu hefur þó ekki breyst og er ennþá 50 millj­ónir króna. 

Auglýsing
Í umsögn fjöl­miðla­nefndar segir að þrátt fyrir lækkun hlut­falls end­ur­greiðslu muni að öllum lík­indum þau einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem eru stærst, Árvak­ur, Sýn og Torg, eftir sem áður fá hámarks­end­ur­greiðslu, alls 50 millj­ónir króna. „Við­búið er að breyt­ingin muni bitna mest á smærri fjöl­miðlum þar sem rekstr­ar­kostn­aður þeirra er ekki nógu hár til að ná upp í hámarks­end­ur­greiðsl­una. Lægra hlut­fall end­ur­greiðslu þýðir því ein­fald­lega að þeir fá lægri fjár­hæð end­ur­greidda þrátt fyrir óbreytta hámarks­end­ur­greiðslu. Í athuga­semdum í grein­ar­gerð við 3. gr. frum­varps­ins segir að sú leið að end­ur­greiða einka­reknum fjöl­miðlum hluta þess kostn­aðar sem fellur til við að afla og miðla frétt­um, frétta­tengdu efni o.fl. sé ekki aðeins hugsuð sem stuðn­ingur við stærri fjöl­miðla með sterkar rit­stjórn­ir, heldur jafn­framt sem stuðn­ingur við smærri miðla, þ.m.t. stað­bundna fjöl­miðla sem gegna mik­il­vægu menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­hlut­verki í smærri byggð­um. Með áður­greindri lækkun hlut­falls end­ur­greiðslu án þess að lækka hámark­end­ur­greiðslu til sam­ræmis er þó ljóst að hún hefur mest áhrif á smærri miðla en lík­lega engin á þá stærri.“

Þarf að skýra betur hvernig heild­ar­fjár­hæð­inni verður skipt

Í frum­varp­inu var einnig gert ráð fyrir sér­stökum við­bót­ar­stuðn­ingi til fjöl­miðla. Eftir sam­ráðs­ferli í upp­hafi árs í fyrra voru gerðar þær breyt­ingar á því að bæta honum við, en um var að ræða allt að 5,15 pró­sent af launum alls starfs­fólks á rit­stjórn sem fellur undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofna. Kostn­aður við það var met­inn um 170 millj­­ón­ir króna og uppi­staðan af þeirri greiðslu átti að rata til stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­anna þriggja. 

Í því frum­varp­inu sem mælt var fyrir í des­em­ber hafði hlut­fall sér­stöku við­bót­ar­greiðsl­unnar verið lækkað í 4,0 pró­sent. Ætla má að kostn­aður við hana myndi því verða rúm­lega 130 millj­ónir króna miðað við sömu for­sendur og lágu fyrir í fyrri kostn­að­ar­á­ætl­un. 

Fjöl­miðla­nefnd segir í umsögn sinni að ekki sé ljóst sam­kvæmt frum­varp­inu hvort að end­ur­greiðsla kostn­aðar gangi framar og að sér­stakur stuðn­ingur mæti afgangi ef upp kæmi sú staða að heild­ar­fjár­hæðin sem sett hefur verið í mála­flokk­inn á fjár­lög­um, alls 400 millj­ónir króna, dyggði ekki yfir báða flokka. Að mati fjöl­miðla­nefndar vantar því að skýra betur hvernig þessum allt að 400 millj­ónum króna verði skipti.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent