Fjölmiðlanefnd vill draga fram raunverulegt eignarhald og yfirráð yfir fjölmiðlum

Stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit með fjölmiðlum segir að breytingar sem gerðar voru á lokasprettinum á frumvarpi um stuðningsgreiðslur til fjölmiðla bitni á smærri fjölmiðlum en hafi engin áhrif á væntar greiðslur til stærstu miðla landsins.

Elfa Ýr Gylfadóttir
Auglýsing

Fjöl­miðlar sem eru í eigu félaga sem stað­sett eru í ríkjum þar sem gagn­sæi eign­ar­halds á fyr­ir­tækj­unum er ekki opin­bert geta komið sér undan því að fjöl­miðla­nefnd sann­reyni upp­gefið eign­ar­hald þeirra. Nefndin telur að Alþingi þurfi að taka sér­stak­lega afstöðu til þess hvort gera þurfi þær kröfur að fjöl­miðlar fái ekki væntar stuðn­ings­greiðslur frá hinu opin­bera nema  hægt sé að sann­reyna eign­ar­hald félaga með gögnum auk þess sem hún telur brýnt að breyta lögum með þeim hætti að hún fái heim­ildir til að afla allra þeirra ganga sem til þarf til að sann­reyna eign­ar­hald á fjöl­miðl­um. „Það sama gildir um upp­lýs­ingar um yfir­ráð sem skap­ast með öðrum hætti en beinu eign­ar­hald­i.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn fjöl­miðla­nefndar um frum­varp um stuðn­ing við öflun og miðlun frétta. Frestur til að skila inn umsögnum um frum­varp­ið, sem hefur það meg­in­mark­mið að veita um 400 millj­ónum króna úr opin­berum sjóðum til einka­rek­inna fjöl­miðla, rann út síð­ast­lið­inn föstu­dag. 

Breyt­ingin bitnar mest á smærri fjöl­miðlum

Frum­varpið hefur átt margra ára aðdrag­anda. Það var kynnt í sam­ráðs­gátt í jan­úar 2019 og því var fyrst dreift á Alþingi 20. maí sama ár. Ekki náð­ist hins vegar að mæla fyrir því fyrr en 16. des­em­ber sama ár. Þá hafði verið gerð sú breyt­ing frá fyrri útgáfum að vænt end­ur­greiðslu­hlut­fall til þeirra fjöl­miðla sem upp­fylla skil­yrði fyrir end­ur­greiðslu var lækkað úr 25 í 18 pró­sent. Fjár­hæð hámarks­end­ur­greiðslu hefur þó ekki breyst og er ennþá 50 millj­ónir króna. 

Auglýsing
Í umsögn fjöl­miðla­nefndar segir að þrátt fyrir lækkun hlut­falls end­ur­greiðslu muni að öllum lík­indum þau einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem eru stærst, Árvak­ur, Sýn og Torg, eftir sem áður fá hámarks­end­ur­greiðslu, alls 50 millj­ónir króna. „Við­búið er að breyt­ingin muni bitna mest á smærri fjöl­miðlum þar sem rekstr­ar­kostn­aður þeirra er ekki nógu hár til að ná upp í hámarks­end­ur­greiðsl­una. Lægra hlut­fall end­ur­greiðslu þýðir því ein­fald­lega að þeir fá lægri fjár­hæð end­ur­greidda þrátt fyrir óbreytta hámarks­end­ur­greiðslu. Í athuga­semdum í grein­ar­gerð við 3. gr. frum­varps­ins segir að sú leið að end­ur­greiða einka­reknum fjöl­miðlum hluta þess kostn­aðar sem fellur til við að afla og miðla frétt­um, frétta­tengdu efni o.fl. sé ekki aðeins hugsuð sem stuðn­ingur við stærri fjöl­miðla með sterkar rit­stjórn­ir, heldur jafn­framt sem stuðn­ingur við smærri miðla, þ.m.t. stað­bundna fjöl­miðla sem gegna mik­il­vægu menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­hlut­verki í smærri byggð­um. Með áður­greindri lækkun hlut­falls end­ur­greiðslu án þess að lækka hámark­end­ur­greiðslu til sam­ræmis er þó ljóst að hún hefur mest áhrif á smærri miðla en lík­lega engin á þá stærri.“

Þarf að skýra betur hvernig heild­ar­fjár­hæð­inni verður skipt

Í frum­varp­inu var einnig gert ráð fyrir sér­stökum við­bót­ar­stuðn­ingi til fjöl­miðla. Eftir sam­ráðs­ferli í upp­hafi árs í fyrra voru gerðar þær breyt­ingar á því að bæta honum við, en um var að ræða allt að 5,15 pró­sent af launum alls starfs­fólks á rit­stjórn sem fellur undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofna. Kostn­aður við það var met­inn um 170 millj­­ón­ir króna og uppi­staðan af þeirri greiðslu átti að rata til stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­anna þriggja. 

Í því frum­varp­inu sem mælt var fyrir í des­em­ber hafði hlut­fall sér­stöku við­bót­ar­greiðsl­unnar verið lækkað í 4,0 pró­sent. Ætla má að kostn­aður við hana myndi því verða rúm­lega 130 millj­ónir króna miðað við sömu for­sendur og lágu fyrir í fyrri kostn­að­ar­á­ætl­un. 

Fjöl­miðla­nefnd segir í umsögn sinni að ekki sé ljóst sam­kvæmt frum­varp­inu hvort að end­ur­greiðsla kostn­aðar gangi framar og að sér­stakur stuðn­ingur mæti afgangi ef upp kæmi sú staða að heild­ar­fjár­hæðin sem sett hefur verið í mála­flokk­inn á fjár­lög­um, alls 400 millj­ónir króna, dyggði ekki yfir báða flokka. Að mati fjöl­miðla­nefndar vantar því að skýra betur hvernig þessum allt að 400 millj­ónum króna verði skipti.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent