Fjölmiðlanefnd vill draga fram raunverulegt eignarhald og yfirráð yfir fjölmiðlum

Stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit með fjölmiðlum segir að breytingar sem gerðar voru á lokasprettinum á frumvarpi um stuðningsgreiðslur til fjölmiðla bitni á smærri fjölmiðlum en hafi engin áhrif á væntar greiðslur til stærstu miðla landsins.

Elfa Ýr Gylfadóttir
Auglýsing

Fjöl­miðlar sem eru í eigu félaga sem stað­sett eru í ríkjum þar sem gagn­sæi eign­ar­halds á fyr­ir­tækj­unum er ekki opin­bert geta komið sér undan því að fjöl­miðla­nefnd sann­reyni upp­gefið eign­ar­hald þeirra. Nefndin telur að Alþingi þurfi að taka sér­stak­lega afstöðu til þess hvort gera þurfi þær kröfur að fjöl­miðlar fái ekki væntar stuðn­ings­greiðslur frá hinu opin­bera nema  hægt sé að sann­reyna eign­ar­hald félaga með gögnum auk þess sem hún telur brýnt að breyta lögum með þeim hætti að hún fái heim­ildir til að afla allra þeirra ganga sem til þarf til að sann­reyna eign­ar­hald á fjöl­miðl­um. „Það sama gildir um upp­lýs­ingar um yfir­ráð sem skap­ast með öðrum hætti en beinu eign­ar­hald­i.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn fjöl­miðla­nefndar um frum­varp um stuðn­ing við öflun og miðlun frétta. Frestur til að skila inn umsögnum um frum­varp­ið, sem hefur það meg­in­mark­mið að veita um 400 millj­ónum króna úr opin­berum sjóðum til einka­rek­inna fjöl­miðla, rann út síð­ast­lið­inn föstu­dag. 

Breyt­ingin bitnar mest á smærri fjöl­miðlum

Frum­varpið hefur átt margra ára aðdrag­anda. Það var kynnt í sam­ráðs­gátt í jan­úar 2019 og því var fyrst dreift á Alþingi 20. maí sama ár. Ekki náð­ist hins vegar að mæla fyrir því fyrr en 16. des­em­ber sama ár. Þá hafði verið gerð sú breyt­ing frá fyrri útgáfum að vænt end­ur­greiðslu­hlut­fall til þeirra fjöl­miðla sem upp­fylla skil­yrði fyrir end­ur­greiðslu var lækkað úr 25 í 18 pró­sent. Fjár­hæð hámarks­end­ur­greiðslu hefur þó ekki breyst og er ennþá 50 millj­ónir króna. 

Auglýsing
Í umsögn fjöl­miðla­nefndar segir að þrátt fyrir lækkun hlut­falls end­ur­greiðslu muni að öllum lík­indum þau einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem eru stærst, Árvak­ur, Sýn og Torg, eftir sem áður fá hámarks­end­ur­greiðslu, alls 50 millj­ónir króna. „Við­búið er að breyt­ingin muni bitna mest á smærri fjöl­miðlum þar sem rekstr­ar­kostn­aður þeirra er ekki nógu hár til að ná upp í hámarks­end­ur­greiðsl­una. Lægra hlut­fall end­ur­greiðslu þýðir því ein­fald­lega að þeir fá lægri fjár­hæð end­ur­greidda þrátt fyrir óbreytta hámarks­end­ur­greiðslu. Í athuga­semdum í grein­ar­gerð við 3. gr. frum­varps­ins segir að sú leið að end­ur­greiða einka­reknum fjöl­miðlum hluta þess kostn­aðar sem fellur til við að afla og miðla frétt­um, frétta­tengdu efni o.fl. sé ekki aðeins hugsuð sem stuðn­ingur við stærri fjöl­miðla með sterkar rit­stjórn­ir, heldur jafn­framt sem stuðn­ingur við smærri miðla, þ.m.t. stað­bundna fjöl­miðla sem gegna mik­il­vægu menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­hlut­verki í smærri byggð­um. Með áður­greindri lækkun hlut­falls end­ur­greiðslu án þess að lækka hámark­end­ur­greiðslu til sam­ræmis er þó ljóst að hún hefur mest áhrif á smærri miðla en lík­lega engin á þá stærri.“

Þarf að skýra betur hvernig heild­ar­fjár­hæð­inni verður skipt

Í frum­varp­inu var einnig gert ráð fyrir sér­stökum við­bót­ar­stuðn­ingi til fjöl­miðla. Eftir sam­ráðs­ferli í upp­hafi árs í fyrra voru gerðar þær breyt­ingar á því að bæta honum við, en um var að ræða allt að 5,15 pró­sent af launum alls starfs­fólks á rit­stjórn sem fellur undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofna. Kostn­aður við það var met­inn um 170 millj­­ón­ir króna og uppi­staðan af þeirri greiðslu átti að rata til stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­anna þriggja. 

Í því frum­varp­inu sem mælt var fyrir í des­em­ber hafði hlut­fall sér­stöku við­bót­ar­greiðsl­unnar verið lækkað í 4,0 pró­sent. Ætla má að kostn­aður við hana myndi því verða rúm­lega 130 millj­ónir króna miðað við sömu for­sendur og lágu fyrir í fyrri kostn­að­ar­á­ætl­un. 

Fjöl­miðla­nefnd segir í umsögn sinni að ekki sé ljóst sam­kvæmt frum­varp­inu hvort að end­ur­greiðsla kostn­aðar gangi framar og að sér­stakur stuðn­ingur mæti afgangi ef upp kæmi sú staða að heild­ar­fjár­hæðin sem sett hefur verið í mála­flokk­inn á fjár­lög­um, alls 400 millj­ónir króna, dyggði ekki yfir báða flokka. Að mati fjöl­miðla­nefndar vantar því að skýra betur hvernig þessum allt að 400 millj­ónum króna verði skipti.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent