Fjölmiðlanefnd vill draga fram raunverulegt eignarhald og yfirráð yfir fjölmiðlum

Stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit með fjölmiðlum segir að breytingar sem gerðar voru á lokasprettinum á frumvarpi um stuðningsgreiðslur til fjölmiðla bitni á smærri fjölmiðlum en hafi engin áhrif á væntar greiðslur til stærstu miðla landsins.

Elfa Ýr Gylfadóttir
Auglýsing

Fjöl­miðlar sem eru í eigu félaga sem stað­sett eru í ríkjum þar sem gagn­sæi eign­ar­halds á fyr­ir­tækj­unum er ekki opin­bert geta komið sér undan því að fjöl­miðla­nefnd sann­reyni upp­gefið eign­ar­hald þeirra. Nefndin telur að Alþingi þurfi að taka sér­stak­lega afstöðu til þess hvort gera þurfi þær kröfur að fjöl­miðlar fái ekki væntar stuðn­ings­greiðslur frá hinu opin­bera nema  hægt sé að sann­reyna eign­ar­hald félaga með gögnum auk þess sem hún telur brýnt að breyta lögum með þeim hætti að hún fái heim­ildir til að afla allra þeirra ganga sem til þarf til að sann­reyna eign­ar­hald á fjöl­miðl­um. „Það sama gildir um upp­lýs­ingar um yfir­ráð sem skap­ast með öðrum hætti en beinu eign­ar­hald­i.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn fjöl­miðla­nefndar um frum­varp um stuðn­ing við öflun og miðlun frétta. Frestur til að skila inn umsögnum um frum­varp­ið, sem hefur það meg­in­mark­mið að veita um 400 millj­ónum króna úr opin­berum sjóðum til einka­rek­inna fjöl­miðla, rann út síð­ast­lið­inn föstu­dag. 

Breyt­ingin bitnar mest á smærri fjöl­miðlum

Frum­varpið hefur átt margra ára aðdrag­anda. Það var kynnt í sam­ráðs­gátt í jan­úar 2019 og því var fyrst dreift á Alþingi 20. maí sama ár. Ekki náð­ist hins vegar að mæla fyrir því fyrr en 16. des­em­ber sama ár. Þá hafði verið gerð sú breyt­ing frá fyrri útgáfum að vænt end­ur­greiðslu­hlut­fall til þeirra fjöl­miðla sem upp­fylla skil­yrði fyrir end­ur­greiðslu var lækkað úr 25 í 18 pró­sent. Fjár­hæð hámarks­end­ur­greiðslu hefur þó ekki breyst og er ennþá 50 millj­ónir króna. 

Auglýsing
Í umsögn fjöl­miðla­nefndar segir að þrátt fyrir lækkun hlut­falls end­ur­greiðslu muni að öllum lík­indum þau einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem eru stærst, Árvak­ur, Sýn og Torg, eftir sem áður fá hámarks­end­ur­greiðslu, alls 50 millj­ónir króna. „Við­búið er að breyt­ingin muni bitna mest á smærri fjöl­miðlum þar sem rekstr­ar­kostn­aður þeirra er ekki nógu hár til að ná upp í hámarks­end­ur­greiðsl­una. Lægra hlut­fall end­ur­greiðslu þýðir því ein­fald­lega að þeir fá lægri fjár­hæð end­ur­greidda þrátt fyrir óbreytta hámarks­end­ur­greiðslu. Í athuga­semdum í grein­ar­gerð við 3. gr. frum­varps­ins segir að sú leið að end­ur­greiða einka­reknum fjöl­miðlum hluta þess kostn­aðar sem fellur til við að afla og miðla frétt­um, frétta­tengdu efni o.fl. sé ekki aðeins hugsuð sem stuðn­ingur við stærri fjöl­miðla með sterkar rit­stjórn­ir, heldur jafn­framt sem stuðn­ingur við smærri miðla, þ.m.t. stað­bundna fjöl­miðla sem gegna mik­il­vægu menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­hlut­verki í smærri byggð­um. Með áður­greindri lækkun hlut­falls end­ur­greiðslu án þess að lækka hámark­end­ur­greiðslu til sam­ræmis er þó ljóst að hún hefur mest áhrif á smærri miðla en lík­lega engin á þá stærri.“

Þarf að skýra betur hvernig heild­ar­fjár­hæð­inni verður skipt

Í frum­varp­inu var einnig gert ráð fyrir sér­stökum við­bót­ar­stuðn­ingi til fjöl­miðla. Eftir sam­ráðs­ferli í upp­hafi árs í fyrra voru gerðar þær breyt­ingar á því að bæta honum við, en um var að ræða allt að 5,15 pró­sent af launum alls starfs­fólks á rit­stjórn sem fellur undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofna. Kostn­aður við það var met­inn um 170 millj­­ón­ir króna og uppi­staðan af þeirri greiðslu átti að rata til stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­anna þriggja. 

Í því frum­varp­inu sem mælt var fyrir í des­em­ber hafði hlut­fall sér­stöku við­bót­ar­greiðsl­unnar verið lækkað í 4,0 pró­sent. Ætla má að kostn­aður við hana myndi því verða rúm­lega 130 millj­ónir króna miðað við sömu for­sendur og lágu fyrir í fyrri kostn­að­ar­á­ætl­un. 

Fjöl­miðla­nefnd segir í umsögn sinni að ekki sé ljóst sam­kvæmt frum­varp­inu hvort að end­ur­greiðsla kostn­aðar gangi framar og að sér­stakur stuðn­ingur mæti afgangi ef upp kæmi sú staða að heild­ar­fjár­hæðin sem sett hefur verið í mála­flokk­inn á fjár­lög­um, alls 400 millj­ónir króna, dyggði ekki yfir báða flokka. Að mati fjöl­miðla­nefndar vantar því að skýra betur hvernig þessum allt að 400 millj­ónum króna verði skipti.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent