Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða

Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.

Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Auglýsing

Hálend­is­þjóð­garður yrði mikið fram­fara­skref fyrir land og ­þjóð. Ekki er hins vegar sama hvernig slíkur garður er skipu­lagður eða hvern­ig honum er stjórn­að. „Nýjar stór­fram­kvæmdir rúm­ast ekki innan þjóð­garða enda ­þjóna þær ekki vernd­ar­mark­mið­u­m.“ 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Land­verndar um drög að frum­varpi umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um hálend­is­þjóð­garð. Yfir 20 um­sagnir hafa nú verið birtar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Stefnt er að því að ­leggja frum­varpið fram í febr­úar á sama tíma og þings­á­lykt­un­ar­til­laga um vernd og nýt­ingu land­svæða, svokölluð ramma­á­ætl­un, verður lögð fram. Til­lagan er ó­breytt frá því hún var fyrst lögð fram árið 2016 og sam­kvæmt henni er t.d. Skrokköldu­virkjun í nýt­ing­ar­flokki, virkjun sem Lands­virkjun hefur áhuga á að reisa og yrði innan marka hálend­is­þjóð­garðs. Þetta er meðal þess sem helst gagn­rýnt er í umsögnum um frum­varps­drög­in.

Auglýsing

„Nauð­syn­legt er að fylgja alþjóð­legum við­miðum um þjóð­garða þar sem vernd nátt­úru- og menn­ing­arminja, aðgengi almenn­ings og hefð­bund­in ­sjálf­bær nýt­ing er í fyr­ir­rúmi,“ bendir Land­vernd á. Það er von sam­tak­anna að „hægt verði að stofna þjóð­garð sem stendur undir nafni á hálendi Íslands á næsta ári þannig að verð­mæt­unum sem í honum fel­ast verði borgið okkur öllum og fram­tíð­ar­kyn­slóðum til heilla“.

Snorri Bald­urs­son, líf­fræð­ingur og fyrr­ver­andi for­mað­ur­ Land­vernd­ar, segir í sinni umsögn um frum­varpið að það að opna á mögu­leika á nýjar virkj­anir inni í þjóð­garði gangi ekki upp. „Ágengar stór­fram­kvæmdir geta ekki og mega ekki fara saman við skil­grein­ingu á þjóð­garð­i.“

Hann segir að það yrði „stór­slys“ í sínum huga ef ráð­ist yrði í virkj­anir í nátt­úru þjóð­garðs. „Slíkt inn­grip[...] mundi ganga af ­þjóð­garðs­hug­tak­inu dauðu og kasta skugga á og nið­ur­lægja aðra þjóð­garða lands­ins sem erfitt væri að sjá fyrir afleið­ingar af. Hvað vilja menn þá fara að gera í Þjóð­garð­inum Snæ­fellsjökli eða Vatna­jök­uls­þjóð­garði sem er vott­að­ur­ Heimsminja­stað­ur?“

Ungir umhverf­is­sinnar segj­ast í sinni umsögn telja mik­il­vægt að til að halda í verndun þeirra virkj­ana­kosta sem ramma­á­ætlun hefur sett í vernd­ar­flokk sé mik­il­vægt að „hrófla ekki við því lýð­ræð­is­lega verk­færi sem ramma­á­ætl­un er“. Benda þeir á að  fyr­ir­hug­að­ar­ ­virkj­anir verði innan þjóð­garðs­marka þegar gert verður umhverf­is­mat og telja þeir að það eiga að vega þungt. „Við óskum eftir því að betur sé skil­greint hvað það merkir að tekið skuli til hlið­sjónar hvort um raskað svæði sé að ræða.“

Ferða­mála­stofa fagnar í sinni umsögn áform­aðri stofn­un há­lend­is­þjóð­garðs og bendir á að kann­anir sýni að íslensk nátt­úra sé hel­sta á­stæða þess að ferða­menn velji að koma til Íslands.

Í umsögn Umhverf­is­stofn­unar er bent á að sam­kvæmt lögum um ­nátt­úru­vernd eru allar athafnir og fram­kvæmdir sem hafa var­an­leg áhrif á nátt­úru svæð­is­ins bann­aðar í þjóð­görðum nema að þær séu nauð­syn­legar til að ­mark­mið frið­lýs­ingar náist. Gera megi ráð fyrir því að virkj­anir í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar sem heim­ilar verða innan garðs­ins hafi var­an­leg á­hrif. Stofn­unin bendir hins vegar á að mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­anna hefur ekki farið fram og því sé ekki unnt að taka afstöðu til þess á þessu ­stigi hvert umfang rösk­unar verð­ur.

Eyrarrósardalur á miðhálendi Íslands. Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir

Ferða­fé­lagið Úti­vist fjallar einnig um nýjar virkj­anir inn­an­ ­þjóð­garðs og segir í umsögn sinni að deila megi um hvort slíkt sé eðli­legt. „Mann­virki á borð við virkj­anir fellur illa að mark­miðum þjóð­garðs­ins. Hér er því sleg­ið af mark­miðum um verndun nátt­úru til að koma á móts við þau sjón­ar­mið að þörf sé á að nýta þá mögu­leika sem fyrir hendi eru til orku­öfl­unar á hálend­inu og ramma­á­ætlun um virkj­ana­kosti býður upp á.“  

Í umsögn­inni kemur fram að í frum­varp­inu séu til­teknar tak­mark­anir á fram­kvæmdum til mót­væg­is, ann­ars vegar að haft sé til­ hlið­sjónar við mat á virkj­ana­kostum í bið­flokki að um er að ræða virkj­ana­kost innan þjóð­garðs. Hins vegar að litið sé til þess hvort um raskað svæði sé að ræða. „Mjög mik­il­vægt er að þessi ákvæði til mót­vægis séu til staðar í lög­unum og þau ­séu virt.“

Leggur til þrjár leiðir

Stjórn Land­verndar telur að ekki skuli heim­ila stór­fram­kvæmdir eins og orku­vinnslu innan þjóð­garðs á hálendi Íslands, enda yrði það ekki í sam­ræmi við alþjóð­leg við­mið (skil­grein­ingu IUCN) á þjóð­görð­u­m og sam­þykkta ályktun Alþjóða nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna (IUCN) eða íslensk ­nátt­úru­vernd­ar­lög.

Líf­fræð­ing­ur­inn Snorri Bald­urs­son, fyrr­ver­andi for­mað­ur­ ­sam­tak­anna, leggur í umsögn sinni til þrjár leiðir til þess að leysa úr ­mögu­legum árekstrum milli ramma­á­ætl­unar og hálend­is­þjóð­garðs. Bestu lausn­ina ­segir hann vera að Alþingi taki af skarið og falli frá öllum frek­ari virkj­un­um á hálend­inu, þar með talið Skrokköldu en „haldi ótrauð áfram vinnu við alvöru há­lend­is­þjóð­garð“.

Annar mögu­leiki væri að stofna þjóð­garð­inn í áföng­um. „[Fyrst verði innan hans aðeins þau svæði sem örugg­lega eru og verða laus við virkj­un, en síðan bætt við þjóð­garð­inn eftir því sem Ramma­á­ætlun vindur fram. Mögu­leg ­virkj­ana­svæði, skv. ramma­á­ætlun mætti þá vernda sem vernd­ar­svæði með sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda eða álík­a,“ stingur Snorri upp á.

Þriðja til­laga hans er sú að allt hálend­ið, fyrir utan­ nú­ver­andi vernd­ar­svæði, verði í fyrsta áfanga frið­lýst sem vernd­ar­svæði með­ ­sjálf­bærri nýt­ingu orku­auð­linda.

Land­vernd bendir enn fremur á að vand­inn við núver­and­i ­virkj­anir innan þjóð­garðs­ins sé ekki auð­leyst­ur. Sam­tökin telja að besta leið­in sé að skil­greina þröng mörk utan um mann­virki og lón virkj­ana og gera þau að jað­ar­svæðum þjóð­garðs­ins sem lúta stjórn hans.

Frestur til að skila inn umsögnum vegna draga að frum­varpi ti laga um hálend­is­þjóð­garð er til og með 20. jan­ú­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent