Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða

Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.

Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Auglýsing

Hálend­is­þjóð­garður yrði mikið fram­fara­skref fyrir land og ­þjóð. Ekki er hins vegar sama hvernig slíkur garður er skipu­lagður eða hvern­ig honum er stjórn­að. „Nýjar stór­fram­kvæmdir rúm­ast ekki innan þjóð­garða enda ­þjóna þær ekki vernd­ar­mark­mið­u­m.“ 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Land­verndar um drög að frum­varpi umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um hálend­is­þjóð­garð. Yfir 20 um­sagnir hafa nú verið birtar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Stefnt er að því að ­leggja frum­varpið fram í febr­úar á sama tíma og þings­á­lykt­un­ar­til­laga um vernd og nýt­ingu land­svæða, svokölluð ramma­á­ætl­un, verður lögð fram. Til­lagan er ó­breytt frá því hún var fyrst lögð fram árið 2016 og sam­kvæmt henni er t.d. Skrokköldu­virkjun í nýt­ing­ar­flokki, virkjun sem Lands­virkjun hefur áhuga á að reisa og yrði innan marka hálend­is­þjóð­garðs. Þetta er meðal þess sem helst gagn­rýnt er í umsögnum um frum­varps­drög­in.

Auglýsing

„Nauð­syn­legt er að fylgja alþjóð­legum við­miðum um þjóð­garða þar sem vernd nátt­úru- og menn­ing­arminja, aðgengi almenn­ings og hefð­bund­in ­sjálf­bær nýt­ing er í fyr­ir­rúmi,“ bendir Land­vernd á. Það er von sam­tak­anna að „hægt verði að stofna þjóð­garð sem stendur undir nafni á hálendi Íslands á næsta ári þannig að verð­mæt­unum sem í honum fel­ast verði borgið okkur öllum og fram­tíð­ar­kyn­slóðum til heilla“.

Snorri Bald­urs­son, líf­fræð­ingur og fyrr­ver­andi for­mað­ur­ Land­vernd­ar, segir í sinni umsögn um frum­varpið að það að opna á mögu­leika á nýjar virkj­anir inni í þjóð­garði gangi ekki upp. „Ágengar stór­fram­kvæmdir geta ekki og mega ekki fara saman við skil­grein­ingu á þjóð­garð­i.“

Hann segir að það yrði „stór­slys“ í sínum huga ef ráð­ist yrði í virkj­anir í nátt­úru þjóð­garðs. „Slíkt inn­grip[...] mundi ganga af ­þjóð­garðs­hug­tak­inu dauðu og kasta skugga á og nið­ur­lægja aðra þjóð­garða lands­ins sem erfitt væri að sjá fyrir afleið­ingar af. Hvað vilja menn þá fara að gera í Þjóð­garð­inum Snæ­fellsjökli eða Vatna­jök­uls­þjóð­garði sem er vott­að­ur­ Heimsminja­stað­ur?“

Ungir umhverf­is­sinnar segj­ast í sinni umsögn telja mik­il­vægt að til að halda í verndun þeirra virkj­ana­kosta sem ramma­á­ætlun hefur sett í vernd­ar­flokk sé mik­il­vægt að „hrófla ekki við því lýð­ræð­is­lega verk­færi sem ramma­á­ætl­un er“. Benda þeir á að  fyr­ir­hug­að­ar­ ­virkj­anir verði innan þjóð­garðs­marka þegar gert verður umhverf­is­mat og telja þeir að það eiga að vega þungt. „Við óskum eftir því að betur sé skil­greint hvað það merkir að tekið skuli til hlið­sjónar hvort um raskað svæði sé að ræða.“

Ferða­mála­stofa fagnar í sinni umsögn áform­aðri stofn­un há­lend­is­þjóð­garðs og bendir á að kann­anir sýni að íslensk nátt­úra sé hel­sta á­stæða þess að ferða­menn velji að koma til Íslands.

Í umsögn Umhverf­is­stofn­unar er bent á að sam­kvæmt lögum um ­nátt­úru­vernd eru allar athafnir og fram­kvæmdir sem hafa var­an­leg áhrif á nátt­úru svæð­is­ins bann­aðar í þjóð­görðum nema að þær séu nauð­syn­legar til að ­mark­mið frið­lýs­ingar náist. Gera megi ráð fyrir því að virkj­anir í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar sem heim­ilar verða innan garðs­ins hafi var­an­leg á­hrif. Stofn­unin bendir hins vegar á að mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­anna hefur ekki farið fram og því sé ekki unnt að taka afstöðu til þess á þessu ­stigi hvert umfang rösk­unar verð­ur.

Eyrarrósardalur á miðhálendi Íslands. Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir

Ferða­fé­lagið Úti­vist fjallar einnig um nýjar virkj­anir inn­an­ ­þjóð­garðs og segir í umsögn sinni að deila megi um hvort slíkt sé eðli­legt. „Mann­virki á borð við virkj­anir fellur illa að mark­miðum þjóð­garðs­ins. Hér er því sleg­ið af mark­miðum um verndun nátt­úru til að koma á móts við þau sjón­ar­mið að þörf sé á að nýta þá mögu­leika sem fyrir hendi eru til orku­öfl­unar á hálend­inu og ramma­á­ætlun um virkj­ana­kosti býður upp á.“  

Í umsögn­inni kemur fram að í frum­varp­inu séu til­teknar tak­mark­anir á fram­kvæmdum til mót­væg­is, ann­ars vegar að haft sé til­ hlið­sjónar við mat á virkj­ana­kostum í bið­flokki að um er að ræða virkj­ana­kost innan þjóð­garðs. Hins vegar að litið sé til þess hvort um raskað svæði sé að ræða. „Mjög mik­il­vægt er að þessi ákvæði til mót­vægis séu til staðar í lög­unum og þau ­séu virt.“

Leggur til þrjár leiðir

Stjórn Land­verndar telur að ekki skuli heim­ila stór­fram­kvæmdir eins og orku­vinnslu innan þjóð­garðs á hálendi Íslands, enda yrði það ekki í sam­ræmi við alþjóð­leg við­mið (skil­grein­ingu IUCN) á þjóð­görð­u­m og sam­þykkta ályktun Alþjóða nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna (IUCN) eða íslensk ­nátt­úru­vernd­ar­lög.

Líf­fræð­ing­ur­inn Snorri Bald­urs­son, fyrr­ver­andi for­mað­ur­ ­sam­tak­anna, leggur í umsögn sinni til þrjár leiðir til þess að leysa úr ­mögu­legum árekstrum milli ramma­á­ætl­unar og hálend­is­þjóð­garðs. Bestu lausn­ina ­segir hann vera að Alþingi taki af skarið og falli frá öllum frek­ari virkj­un­um á hálend­inu, þar með talið Skrokköldu en „haldi ótrauð áfram vinnu við alvöru há­lend­is­þjóð­garð“.

Annar mögu­leiki væri að stofna þjóð­garð­inn í áföng­um. „[Fyrst verði innan hans aðeins þau svæði sem örugg­lega eru og verða laus við virkj­un, en síðan bætt við þjóð­garð­inn eftir því sem Ramma­á­ætlun vindur fram. Mögu­leg ­virkj­ana­svæði, skv. ramma­á­ætlun mætti þá vernda sem vernd­ar­svæði með sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda eða álík­a,“ stingur Snorri upp á.

Þriðja til­laga hans er sú að allt hálend­ið, fyrir utan­ nú­ver­andi vernd­ar­svæði, verði í fyrsta áfanga frið­lýst sem vernd­ar­svæði með­ ­sjálf­bærri nýt­ingu orku­auð­linda.

Land­vernd bendir enn fremur á að vand­inn við núver­and­i ­virkj­anir innan þjóð­garðs­ins sé ekki auð­leyst­ur. Sam­tökin telja að besta leið­in sé að skil­greina þröng mörk utan um mann­virki og lón virkj­ana og gera þau að jað­ar­svæðum þjóð­garðs­ins sem lúta stjórn hans.

Frestur til að skila inn umsögnum vegna draga að frum­varpi ti laga um hálend­is­þjóð­garð er til og með 20. jan­ú­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent