Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða

Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.

Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Auglýsing

Hálend­is­þjóð­garður yrði mikið fram­fara­skref fyrir land og ­þjóð. Ekki er hins vegar sama hvernig slíkur garður er skipu­lagður eða hvern­ig honum er stjórn­að. „Nýjar stór­fram­kvæmdir rúm­ast ekki innan þjóð­garða enda ­þjóna þær ekki vernd­ar­mark­mið­u­m.“ 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Land­verndar um drög að frum­varpi umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um hálend­is­þjóð­garð. Yfir 20 um­sagnir hafa nú verið birtar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Stefnt er að því að ­leggja frum­varpið fram í febr­úar á sama tíma og þings­á­lykt­un­ar­til­laga um vernd og nýt­ingu land­svæða, svokölluð ramma­á­ætl­un, verður lögð fram. Til­lagan er ó­breytt frá því hún var fyrst lögð fram árið 2016 og sam­kvæmt henni er t.d. Skrokköldu­virkjun í nýt­ing­ar­flokki, virkjun sem Lands­virkjun hefur áhuga á að reisa og yrði innan marka hálend­is­þjóð­garðs. Þetta er meðal þess sem helst gagn­rýnt er í umsögnum um frum­varps­drög­in.

Auglýsing

„Nauð­syn­legt er að fylgja alþjóð­legum við­miðum um þjóð­garða þar sem vernd nátt­úru- og menn­ing­arminja, aðgengi almenn­ings og hefð­bund­in ­sjálf­bær nýt­ing er í fyr­ir­rúmi,“ bendir Land­vernd á. Það er von sam­tak­anna að „hægt verði að stofna þjóð­garð sem stendur undir nafni á hálendi Íslands á næsta ári þannig að verð­mæt­unum sem í honum fel­ast verði borgið okkur öllum og fram­tíð­ar­kyn­slóðum til heilla“.

Snorri Bald­urs­son, líf­fræð­ingur og fyrr­ver­andi for­mað­ur­ Land­vernd­ar, segir í sinni umsögn um frum­varpið að það að opna á mögu­leika á nýjar virkj­anir inni í þjóð­garði gangi ekki upp. „Ágengar stór­fram­kvæmdir geta ekki og mega ekki fara saman við skil­grein­ingu á þjóð­garð­i.“

Hann segir að það yrði „stór­slys“ í sínum huga ef ráð­ist yrði í virkj­anir í nátt­úru þjóð­garðs. „Slíkt inn­grip[...] mundi ganga af ­þjóð­garðs­hug­tak­inu dauðu og kasta skugga á og nið­ur­lægja aðra þjóð­garða lands­ins sem erfitt væri að sjá fyrir afleið­ingar af. Hvað vilja menn þá fara að gera í Þjóð­garð­inum Snæ­fellsjökli eða Vatna­jök­uls­þjóð­garði sem er vott­að­ur­ Heimsminja­stað­ur?“

Ungir umhverf­is­sinnar segj­ast í sinni umsögn telja mik­il­vægt að til að halda í verndun þeirra virkj­ana­kosta sem ramma­á­ætlun hefur sett í vernd­ar­flokk sé mik­il­vægt að „hrófla ekki við því lýð­ræð­is­lega verk­færi sem ramma­á­ætl­un er“. Benda þeir á að  fyr­ir­hug­að­ar­ ­virkj­anir verði innan þjóð­garðs­marka þegar gert verður umhverf­is­mat og telja þeir að það eiga að vega þungt. „Við óskum eftir því að betur sé skil­greint hvað það merkir að tekið skuli til hlið­sjónar hvort um raskað svæði sé að ræða.“

Ferða­mála­stofa fagnar í sinni umsögn áform­aðri stofn­un há­lend­is­þjóð­garðs og bendir á að kann­anir sýni að íslensk nátt­úra sé hel­sta á­stæða þess að ferða­menn velji að koma til Íslands.

Í umsögn Umhverf­is­stofn­unar er bent á að sam­kvæmt lögum um ­nátt­úru­vernd eru allar athafnir og fram­kvæmdir sem hafa var­an­leg áhrif á nátt­úru svæð­is­ins bann­aðar í þjóð­görðum nema að þær séu nauð­syn­legar til að ­mark­mið frið­lýs­ingar náist. Gera megi ráð fyrir því að virkj­anir í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar sem heim­ilar verða innan garðs­ins hafi var­an­leg á­hrif. Stofn­unin bendir hins vegar á að mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­anna hefur ekki farið fram og því sé ekki unnt að taka afstöðu til þess á þessu ­stigi hvert umfang rösk­unar verð­ur.

Eyrarrósardalur á miðhálendi Íslands. Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir

Ferða­fé­lagið Úti­vist fjallar einnig um nýjar virkj­anir inn­an­ ­þjóð­garðs og segir í umsögn sinni að deila megi um hvort slíkt sé eðli­legt. „Mann­virki á borð við virkj­anir fellur illa að mark­miðum þjóð­garðs­ins. Hér er því sleg­ið af mark­miðum um verndun nátt­úru til að koma á móts við þau sjón­ar­mið að þörf sé á að nýta þá mögu­leika sem fyrir hendi eru til orku­öfl­unar á hálend­inu og ramma­á­ætlun um virkj­ana­kosti býður upp á.“  

Í umsögn­inni kemur fram að í frum­varp­inu séu til­teknar tak­mark­anir á fram­kvæmdum til mót­væg­is, ann­ars vegar að haft sé til­ hlið­sjónar við mat á virkj­ana­kostum í bið­flokki að um er að ræða virkj­ana­kost innan þjóð­garðs. Hins vegar að litið sé til þess hvort um raskað svæði sé að ræða. „Mjög mik­il­vægt er að þessi ákvæði til mót­vægis séu til staðar í lög­unum og þau ­séu virt.“

Leggur til þrjár leiðir

Stjórn Land­verndar telur að ekki skuli heim­ila stór­fram­kvæmdir eins og orku­vinnslu innan þjóð­garðs á hálendi Íslands, enda yrði það ekki í sam­ræmi við alþjóð­leg við­mið (skil­grein­ingu IUCN) á þjóð­görð­u­m og sam­þykkta ályktun Alþjóða nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna (IUCN) eða íslensk ­nátt­úru­vernd­ar­lög.

Líf­fræð­ing­ur­inn Snorri Bald­urs­son, fyrr­ver­andi for­mað­ur­ ­sam­tak­anna, leggur í umsögn sinni til þrjár leiðir til þess að leysa úr ­mögu­legum árekstrum milli ramma­á­ætl­unar og hálend­is­þjóð­garðs. Bestu lausn­ina ­segir hann vera að Alþingi taki af skarið og falli frá öllum frek­ari virkj­un­um á hálend­inu, þar með talið Skrokköldu en „haldi ótrauð áfram vinnu við alvöru há­lend­is­þjóð­garð“.

Annar mögu­leiki væri að stofna þjóð­garð­inn í áföng­um. „[Fyrst verði innan hans aðeins þau svæði sem örugg­lega eru og verða laus við virkj­un, en síðan bætt við þjóð­garð­inn eftir því sem Ramma­á­ætlun vindur fram. Mögu­leg ­virkj­ana­svæði, skv. ramma­á­ætlun mætti þá vernda sem vernd­ar­svæði með sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda eða álík­a,“ stingur Snorri upp á.

Þriðja til­laga hans er sú að allt hálend­ið, fyrir utan­ nú­ver­andi vernd­ar­svæði, verði í fyrsta áfanga frið­lýst sem vernd­ar­svæði með­ ­sjálf­bærri nýt­ingu orku­auð­linda.

Land­vernd bendir enn fremur á að vand­inn við núver­and­i ­virkj­anir innan þjóð­garðs­ins sé ekki auð­leyst­ur. Sam­tökin telja að besta leið­in sé að skil­greina þröng mörk utan um mann­virki og lón virkj­ana og gera þau að jað­ar­svæðum þjóð­garðs­ins sem lúta stjórn hans.

Frestur til að skila inn umsögnum vegna draga að frum­varpi ti laga um hálend­is­þjóð­garð er til og með 20. jan­ú­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kanna hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hafði á matarvenjur Íslendinga
Til þess að skilja betur breytingar á neysluvenjum og viðhorfi til matar á meðan neyðarstig almannavarna var í gildi þá stendur Matís nú fyrir könnun um matarvenjur Íslendinga á meðan COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu
Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.
Kjarninn 8. júlí 2020
Öll sem létust í brunanum voru pólskir ríkisborgarar
Borin hafa verið kennsl á þá einstaklinga sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.
Kjarninn 8. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent