Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum

Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.

Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
AuglýsingNorska leig­u­­fé­lagið Fredens­borg AS, í gegnum íslenskt dótt­­ur­­fé­lag, hefur í dag eign­ast alls 10,22 pró­­sent hlut í íslenska leig­u­­fé­lag­inu Heima­­völl­um, stærsta almenna leigu­fé­lagi lands­ins. 

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að norska leigu­fé­lag­ið  hefði keypt sam­tals 7,2 pró­­sent hlut í Heima­­völl­­um. Nú er ljóst að það hefur bætt vel við sig umfram það. Ef Fredens­borg greiddi mark­aðs­verð fyrir allan hlut­inn þá hefur félagið greitt rúm­lega 1,3 millj­arða króna fyrir hlut­inn.

Í til­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands var  því flaggað að Klasi ehf. hafi selt norska félag­inu 3,8 pró­­sent hlut í Heima­­völlum en óljóst er hverjir aðrir selj­endur eru. 

Aðal­­eig­endur Klasa er félagið Sigla með 93 pró­­sent eign­­ar­hlut, en það félag er til helm­inga í eigu félag­anna Gana ehf., í eigu Tómasar Krist­jáns­­son­­ar, og Snæ­­bóls ehf., í eigu Finns Reys Stef­áns­­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­­ur. Þessir fjórir aðilar áttu fyrir söl­una í dag 21,43 pró­­sent hlut í Heima­­völlum en eiga eftir þau 17,6 pró­­sent hlut. 

Eign­­ar­hlutur þess­­ara tengdu félaga var því kom­inn undir 20 pró­­sent og því þurfti að flagga í kaup­höll. 

Hluta­bréfa­verð Heima­valla tók kipp við þessi við­­skipti í morgun og hefur hækkað um tæp sex pró­­sent í dag í um eins og hálfs millj­arða króna við­skipt­um. Ljóst er að þorri þeirra við­­skipta vegna kaupa Fredens­borg á hlutum í Heima­völl­um.

Reyndu að afskrá félagið

Lyk­il­hlut­hafar Heima­valla reyndu að afskrá félagið í fyrra eftir að illa gekk að fá stóra fag­fjár­­­­­festa á borð við líf­eyr­is­­­sjóði til að fjár­­­­­festa í því og eftir að félag­inu mistókst að end­­­ur­fjár­­­­­magna sig í takti við fyrri áætl­­­­­anir sem áttu að losa það undan arð­greiðslu­höml­u­m. 

Auglýsing
Kaup­höll Íslands hafn­aði þeim til­­­raunum og þess í stað fóru helstu hlut­hafar Heima­valla í þá veg­­­ferð að selja eignir með það mark­mið að skila arð­inum af þeim til hlut­hafa. Sam­hliða var haldið áfram, með umtals­verðum árangri, að leita að end­­ur­fjár­­­mögnun fyrir lánin sem mein­uðu útgreiðslu á arði.

Marka­virði Heima­valla er í dag er rétt rúm­­lega 13 millj­­­­arðar króna. Eigið fé félags­­­­ins, mun­­­­ur­inn á skuldum og eignum þess, er hins vegar mun hærri tala eða 19,4 millj­­­­arðar króna miðað við síð­­­asta birta upp­­­­­gjör. 

Í októ­ber hófu Heima­vellir umfangs­­mikla áætlun um end­­ur­­kaup á eigin bréf­um, en til stendur að kaupa alls 337,5 millj­­ónir hluta fram að næsta aðal­­fund­i. 

Við árs­­lok 2019 áttu Heima­vellir 1.627 íbúðir en áætl­­­anir félags­­ins gera ráð fyrir að ríf­­lega 400 íbúðir yrðu seldar út úr eigna­safn­inu á árunum 2019 til 2021. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent