Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum

Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.

Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
AuglýsingNorska leig­u­­fé­lagið Fredens­borg AS, í gegnum íslenskt dótt­­ur­­fé­lag, hefur í dag eign­ast alls 10,22 pró­­sent hlut í íslenska leig­u­­fé­lag­inu Heima­­völl­um, stærsta almenna leigu­fé­lagi lands­ins. 

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að norska leigu­fé­lag­ið  hefði keypt sam­tals 7,2 pró­­sent hlut í Heima­­völl­­um. Nú er ljóst að það hefur bætt vel við sig umfram það. Ef Fredens­borg greiddi mark­aðs­verð fyrir allan hlut­inn þá hefur félagið greitt rúm­lega 1,3 millj­arða króna fyrir hlut­inn.

Í til­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands var  því flaggað að Klasi ehf. hafi selt norska félag­inu 3,8 pró­­sent hlut í Heima­­völlum en óljóst er hverjir aðrir selj­endur eru. 

Aðal­­eig­endur Klasa er félagið Sigla með 93 pró­­sent eign­­ar­hlut, en það félag er til helm­inga í eigu félag­anna Gana ehf., í eigu Tómasar Krist­jáns­­son­­ar, og Snæ­­bóls ehf., í eigu Finns Reys Stef­áns­­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­­ur. Þessir fjórir aðilar áttu fyrir söl­una í dag 21,43 pró­­sent hlut í Heima­­völlum en eiga eftir þau 17,6 pró­­sent hlut. 

Eign­­ar­hlutur þess­­ara tengdu félaga var því kom­inn undir 20 pró­­sent og því þurfti að flagga í kaup­höll. 

Hluta­bréfa­verð Heima­valla tók kipp við þessi við­­skipti í morgun og hefur hækkað um tæp sex pró­­sent í dag í um eins og hálfs millj­arða króna við­skipt­um. Ljóst er að þorri þeirra við­­skipta vegna kaupa Fredens­borg á hlutum í Heima­völl­um.

Reyndu að afskrá félagið

Lyk­il­hlut­hafar Heima­valla reyndu að afskrá félagið í fyrra eftir að illa gekk að fá stóra fag­fjár­­­­­festa á borð við líf­eyr­is­­­sjóði til að fjár­­­­­festa í því og eftir að félag­inu mistókst að end­­­ur­fjár­­­­­magna sig í takti við fyrri áætl­­­­­anir sem áttu að losa það undan arð­greiðslu­höml­u­m. 

Auglýsing
Kaup­höll Íslands hafn­aði þeim til­­­raunum og þess í stað fóru helstu hlut­hafar Heima­valla í þá veg­­­ferð að selja eignir með það mark­mið að skila arð­inum af þeim til hlut­hafa. Sam­hliða var haldið áfram, með umtals­verðum árangri, að leita að end­­ur­fjár­­­mögnun fyrir lánin sem mein­uðu útgreiðslu á arði.

Marka­virði Heima­valla er í dag er rétt rúm­­lega 13 millj­­­­arðar króna. Eigið fé félags­­­­ins, mun­­­­ur­inn á skuldum og eignum þess, er hins vegar mun hærri tala eða 19,4 millj­­­­arðar króna miðað við síð­­­asta birta upp­­­­­gjör. 

Í októ­ber hófu Heima­vellir umfangs­­mikla áætlun um end­­ur­­kaup á eigin bréf­um, en til stendur að kaupa alls 337,5 millj­­ónir hluta fram að næsta aðal­­fund­i. 

Við árs­­lok 2019 áttu Heima­vellir 1.627 íbúðir en áætl­­­anir félags­­ins gera ráð fyrir að ríf­­lega 400 íbúðir yrðu seldar út úr eigna­safn­inu á árunum 2019 til 2021. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent