Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum

Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.

Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
AuglýsingNorska leig­u­­fé­lagið Fredens­borg AS, í gegnum íslenskt dótt­­ur­­fé­lag, hefur í dag eign­ast alls 10,22 pró­­sent hlut í íslenska leig­u­­fé­lag­inu Heima­­völl­um, stærsta almenna leigu­fé­lagi lands­ins. 

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að norska leigu­fé­lag­ið  hefði keypt sam­tals 7,2 pró­­sent hlut í Heima­­völl­­um. Nú er ljóst að það hefur bætt vel við sig umfram það. Ef Fredens­borg greiddi mark­aðs­verð fyrir allan hlut­inn þá hefur félagið greitt rúm­lega 1,3 millj­arða króna fyrir hlut­inn.

Í til­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands var  því flaggað að Klasi ehf. hafi selt norska félag­inu 3,8 pró­­sent hlut í Heima­­völlum en óljóst er hverjir aðrir selj­endur eru. 

Aðal­­eig­endur Klasa er félagið Sigla með 93 pró­­sent eign­­ar­hlut, en það félag er til helm­inga í eigu félag­anna Gana ehf., í eigu Tómasar Krist­jáns­­son­­ar, og Snæ­­bóls ehf., í eigu Finns Reys Stef­áns­­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­­ur. Þessir fjórir aðilar áttu fyrir söl­una í dag 21,43 pró­­sent hlut í Heima­­völlum en eiga eftir þau 17,6 pró­­sent hlut. 

Eign­­ar­hlutur þess­­ara tengdu félaga var því kom­inn undir 20 pró­­sent og því þurfti að flagga í kaup­höll. 

Hluta­bréfa­verð Heima­valla tók kipp við þessi við­­skipti í morgun og hefur hækkað um tæp sex pró­­sent í dag í um eins og hálfs millj­arða króna við­skipt­um. Ljóst er að þorri þeirra við­­skipta vegna kaupa Fredens­borg á hlutum í Heima­völl­um.

Reyndu að afskrá félagið

Lyk­il­hlut­hafar Heima­valla reyndu að afskrá félagið í fyrra eftir að illa gekk að fá stóra fag­fjár­­­­­festa á borð við líf­eyr­is­­­sjóði til að fjár­­­­­festa í því og eftir að félag­inu mistókst að end­­­ur­fjár­­­­­magna sig í takti við fyrri áætl­­­­­anir sem áttu að losa það undan arð­greiðslu­höml­u­m. 

Auglýsing
Kaup­höll Íslands hafn­aði þeim til­­­raunum og þess í stað fóru helstu hlut­hafar Heima­valla í þá veg­­­ferð að selja eignir með það mark­mið að skila arð­inum af þeim til hlut­hafa. Sam­hliða var haldið áfram, með umtals­verðum árangri, að leita að end­­ur­fjár­­­mögnun fyrir lánin sem mein­uðu útgreiðslu á arði.

Marka­virði Heima­valla er í dag er rétt rúm­­lega 13 millj­­­­arðar króna. Eigið fé félags­­­­ins, mun­­­­ur­inn á skuldum og eignum þess, er hins vegar mun hærri tala eða 19,4 millj­­­­arðar króna miðað við síð­­­asta birta upp­­­­­gjör. 

Í októ­ber hófu Heima­vellir umfangs­­mikla áætlun um end­­ur­­kaup á eigin bréf­um, en til stendur að kaupa alls 337,5 millj­­ónir hluta fram að næsta aðal­­fund­i. 

Við árs­­lok 2019 áttu Heima­vellir 1.627 íbúðir en áætl­­­anir félags­­ins gera ráð fyrir að ríf­­lega 400 íbúðir yrðu seldar út úr eigna­safn­inu á árunum 2019 til 2021. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent