Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu

Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, hefur beint fyr­ir­spurn til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra vegna úthlut­unar á heim­ildum til veiða á mak­ríl. Í fyr­ir­spurn­inni fer Þor­gerður Katrín fram á upp­lýs­ingar um hversu margar útgerðir hafi krafið íslenska ríkið um skaða­bætur vegna úthlut­unar á heim­ildum til veiða á mak­ríl í kjöl­far tveggja dóma Hæsta­réttar frá 6. des­em­ber 2018 og hvaða útgerðir það séu. Hún vill einnig fá að vita til hvaða ára skaða­bóta­kröf­urnar ná, um hversu miklar afla­heim­ildir sé að ræða hjá hverri útgerð fyrir sig, hversu háar skaða­bóta­kröfur ein­stakra útgerða séu og hvaða for­sendur liggi fyrir við útreikn­ing bóta­fjár­hæða hjá hverri útgerð fyrir sig. 

Í fyrra var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veið­i­­­­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­­­ar, voru að mestu færðar til stór­út­­­­­gerða. Mak­ríl­kvót­inn er tal­inn vera 65 til 100 millj­­­arða króna virð­i. 

Auglýsing
Þrátt fyrir þetta ætla nokkur stór sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki í mál við íslenska ríkið vegna fjár­­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutar á mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2014. Sam­­­kvæmt fréttum síð­­­asta sumar munu bóta­­­kröfur þeirra nema allt að 35 millj­­­örðum króna. Verði þær sam­­­þykktar geta útgerð­­­irnar því náð til baka um 55 pró­­­sent af því sem þær hafa greitt í veið­i­­­­gjöld á und­an­­­förnum árum. 

Fyr­ir­spurn send sum­arið 2019

Kjarn­inn sendi sam­bæri­lega fyr­ir­spurn og þá sem Þor­gerður Katrín hefur nú lagt fyrir for­sæt­is­ráð­herra, til upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar í fyrra­sum­ar. Í henni var óskað eftir því að fá stefnur þeirra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem stefnt hafa íslenskra rík­inu til greiðslu skaða­bóta afhentar auk þess sem beðið var um upp­lýs­ingar um hversu háar kröfur þeirra væru. 

Erindið var sent til sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráðu­­neyt­is­ins sem brást ekki við því í á aðra viku. Þegar við­brögð komu fólst í þeim að áfram­­senda erindið á emb­ætti rík­­is­lög­­manns. 

Hann taldi rétt að bera það undir lög­­­menn fyr­ir­tækj­anna sem um ræddi hvort þeir myndu sam­­þykkja að upp­­lýs­ingar um málin yrðu veittar og stað­­festi í kjöl­farið við Kjarn­ann að fyr­ir­­spurnir þess efnis hefðu verið sendar á umrædd fyr­ir­tæki.  

Síðan fékkst ekk­ert við­­bót­­ar­svar, þrátt fyrir að rúmir fimm mán­uðir liðu frá því að upp­­haf­­leg fyr­ir­­spurn var send, þangað til 20. des­em­ber 2019.

Vilja ekki að að almenn­ingur fái gögnin

Þá sendi rík­­is­lög­­maður svar þess efn­ist að hann teldi ekki heim­ilt að afhenda stefn­­urn­­ar. Hann hefði óskað eftir afstöðu umræddra fyr­ir­tækja gagn­vart því að fjöl­miðlar myndu fá stefn­­urnar með því að beina spurn­ingum til lög­­­manna þeirra. „Liggur ekki fyrir sam­­þykki stefn­enda um að afhenda stefn­­urnar og verður að skilja afstöðu þeirra í ljósi seinni máls­liðar 9. gr. upp­­lýs­inga­laga nr. 140/2012 og telur emb­ættið því gögnin und­an­þegin upp­­lýs­inga­rétt­i.“

Auk þess sagði í svar­inu að rík­­is­lög­­maður mæti það „óraun­hæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhend­ingu sé beint að stjórn­­­valdi ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin eru því eðli sínu sam­­kvæmt und­an­þegin upp­­lýs­inga­rétt­i.“

Kjarn­inn hefur kært synjun rík­­is­lög­­manns á aðgengi að umræddum upp­­lýs­ingum til úrskurð­­ar­­nefndar um upp­­lýs­inga­­mál.

Auglýsing
Í frek­ari rök­stuðn­ingi fyrir synj­un­inni, sem rík­is­lög­maður sendi til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál 15. jan­úar 2019, kemur fram að synj­unin byggi á tvenns konar grunni. Ann­ars vegar þeim að gögnin séu und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti vegna þess að umrædd sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa ekki veitt heim­ild fyrir sitt leyti til afhend­ingar gagn­anna. „Í ljósi afstöðu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna og við könnun á nefndum stefnum verður að líta svo á að í þeim séu greindar nákvæmar upp­lýs­ingar um fjár­hags- og við­skipta- hags­muni þeirra[...]­Gögnin verður að meta án til­lits til þess hvernig lög­gjaf­inn hefur lýst mark­miðum og til­gangi laga um fisk­veiði­stjórn með því að nytja­stofnar sjávar telj­ist til sam­eignar þjóð­ar­inn­ar,“ segir í bréfi rík­is­lög­manns.

Hins vegar byggði synjun hans á því að gögnin séu hluti af máls­skjölum í dóms­máli sem rekið er fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Rík­is­lög­maður telur að sér­stakar skorður séu á því sam­kvæmt lögum að afhenda gagna úr dóms­máli enda eru hugs­an­legir hags­munir af afhend­ingu þeirra allt aðrir en að varða almenn­ing. Engu breytir þótt máls­með­ferð í dóms­málum sé opin­ber.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent