Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar

Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.

Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Auglýsing

Stjórn Sorpu ákvað á stjórn­ar­fundi í dag að afþakka vinnu­fram­lag Björns H. Hall­dórs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, á meðan að „mál hans eru til með­ferðar innan stjórn­ar.“ Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem stjórn Sorpu sendi frá sér vegna skýrslu innri end­ur­skoð­unar Reykja­vík­ur­borgar um ástæður fram­úr­keyrslu sem varð á áætl­uðum fram­kvæmda­kostn­aði vegna bygg­ingar gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar í Álfs­nesi og mót­töku­stöðvar í Gufu­nesi (GA­JA). 

Skýrslan var unnin að beiðni stjórnar Sorpu eftir að fram­kvæmda­stjór­inn hafði lagt til að tæpum 1,4 millj­örðum króna yrði bætt við fjár­hags­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins vegna næstu fjög­urra ára og var Innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borgar jafn­framt falið að gera úttekt á stjórn­ar­háttum félags­ins.

Í til­kynn­ing­unni segir að skýrslan hafi verið afhent stjórn Sorpu þann 30. des­em­ber sl. „Þann sama dag var fram­kvæmda­stjóra Sorpu einnig afhent ein­tak af skýrsl­unni og þann 6. jan­úar sl. var honum gef­inn frestur til að skila til stjórnar and­mælum sínum og athuga­semd­um. Úttektin var tekin til efn­is­legrar með­ferðar á stjórn­ar­fundi í dag og í kjöl­farið sett á vef Sorpu þar sem hún er öllum aðgengi­leg. Á fund­inum var sam­þykkt að afþakka vinnu­fram­lag fram­kvæmda­stjóra félags­ins á meðan mál hans er til með­ferðar innan stjórn­ar.“

Auglýsing
Stjórn Sorpu segir að hún muni á næstu mán­uðum rýna efni úttekt­ar­innar og leita leiða til þess að efla yfir­sýn, stjórn­ar­hætti og eft­ir­lits­þætti félags­ins í sam­ráði við eig­endur sína, en félagið er rekið sem byggða­sam­lag sex sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „For­svars­menn félags­ins munu ekki tjá sig um efni skýrsl­unnar eða frek­ari við­brögð við henni á meðan and­mæla­frestur fram­kvæmda­stjór­ans er í gildi og stjórn­inni hefur gef­ist tími til að gaum­gæfa athuga­semdir hans.“

Marg­hátt­aðar athuga­semdir

Á meðal þess sem fram kemur í skýrsl­unni stýri­hópur eig­enda­vett­vangs og rýni­hópur stjórnar Sorpu, sem áttu að hafa eft­ir­lit með verk­efn­inu, hafi reynst lítt virk­ir. Þá hafi fram­vindu­skýrslur fram­kvæmda­stjóra til stjórnar vegna bygg­ingar GAJA verið ómark­vissar og stundum með röngum upp­lýs­ing­um, auk þess sem skýrslu­gjöf hefði átt að vera reglu­bundn­ari. „full­nægj­andi upp­lýs­inga­gjöf og mis­vísandi orða­notkun í skýrslum til stjórnar var sér­stak­lega óheppi­leg þar sem stjórn Sorpu var að meiri­hluta skipuð nýjum full­trúum eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2018 auk þess sem nýr for­maður stjórnar hafði ekki verið áður í stjórn. Að sögn fram­kvæmda­stjóra höfðu hvorki stjórn­ar­for­maður né aðrir stjórn­ar­menn frum­kvæði að því að afla upp­lýs­inga um heild­ar­kostnað á hverjum tíma til að gera við­eig­andi sam­an­burð við áætl­an­ir. Lengri skip­un­ar­tími full­trúa í stjórn myndi auka og festa í sessi þekk­ingu á rekstri félags­ins svo eft­ir­lits­hlut­verk verði mark­viss­ara.“

Í skýrsl­unni segir einnig að innri end­ur­skoðun telji að alvar­legur mis­brestur hafi orðið í upp­lýs­inga­gjöf fram­kvæmda­stjóra Sorpu til stjórnar þegar Mann­vit lagði fram nýja kostn­að­ar­á­ætlun aðeins mán­uði eftir að fimm ára áætlun Sorpu 2019- 2023 var sam­þykkt af stjórn í októ­ber 2018. Sú áætlun var 500 millj­ónum krónum hærri  sem er 500 milj­ónum krónum hærri en stjórn hafði ráð­gert. „Stjórn var aldrei upp­lýst um hina nýju áætlun né kom hún til umfjöll­unar á vett­vangi henn­ar. Að mati Innri end­ur­skoð­unar bar fram­kvæmda­stjóra að leggja þessa áætlun Mann­vits fyrir stjórn svo hún gæti tekið ákvörðun um hvort þörf væri á að leggja fram við­auka við fjár­hags­á­ætlun sem borg­ar­stjórn Reykja­víkur tæki til afgreiðslu.“

Hægt er að lesa skýrsl­una í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent