Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar

Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.

Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Auglýsing

Stjórn Sorpu ákvað á stjórn­ar­fundi í dag að afþakka vinnu­fram­lag Björns H. Hall­dórs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, á meðan að „mál hans eru til með­ferðar innan stjórn­ar.“ Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem stjórn Sorpu sendi frá sér vegna skýrslu innri end­ur­skoð­unar Reykja­vík­ur­borgar um ástæður fram­úr­keyrslu sem varð á áætl­uðum fram­kvæmda­kostn­aði vegna bygg­ingar gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar í Álfs­nesi og mót­töku­stöðvar í Gufu­nesi (GA­JA). 

Skýrslan var unnin að beiðni stjórnar Sorpu eftir að fram­kvæmda­stjór­inn hafði lagt til að tæpum 1,4 millj­örðum króna yrði bætt við fjár­hags­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins vegna næstu fjög­urra ára og var Innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borgar jafn­framt falið að gera úttekt á stjórn­ar­háttum félags­ins.

Í til­kynn­ing­unni segir að skýrslan hafi verið afhent stjórn Sorpu þann 30. des­em­ber sl. „Þann sama dag var fram­kvæmda­stjóra Sorpu einnig afhent ein­tak af skýrsl­unni og þann 6. jan­úar sl. var honum gef­inn frestur til að skila til stjórnar and­mælum sínum og athuga­semd­um. Úttektin var tekin til efn­is­legrar með­ferðar á stjórn­ar­fundi í dag og í kjöl­farið sett á vef Sorpu þar sem hún er öllum aðgengi­leg. Á fund­inum var sam­þykkt að afþakka vinnu­fram­lag fram­kvæmda­stjóra félags­ins á meðan mál hans er til með­ferðar innan stjórn­ar.“

Auglýsing
Stjórn Sorpu segir að hún muni á næstu mán­uðum rýna efni úttekt­ar­innar og leita leiða til þess að efla yfir­sýn, stjórn­ar­hætti og eft­ir­lits­þætti félags­ins í sam­ráði við eig­endur sína, en félagið er rekið sem byggða­sam­lag sex sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „For­svars­menn félags­ins munu ekki tjá sig um efni skýrsl­unnar eða frek­ari við­brögð við henni á meðan and­mæla­frestur fram­kvæmda­stjór­ans er í gildi og stjórn­inni hefur gef­ist tími til að gaum­gæfa athuga­semdir hans.“

Marg­hátt­aðar athuga­semdir

Á meðal þess sem fram kemur í skýrsl­unni stýri­hópur eig­enda­vett­vangs og rýni­hópur stjórnar Sorpu, sem áttu að hafa eft­ir­lit með verk­efn­inu, hafi reynst lítt virk­ir. Þá hafi fram­vindu­skýrslur fram­kvæmda­stjóra til stjórnar vegna bygg­ingar GAJA verið ómark­vissar og stundum með röngum upp­lýs­ing­um, auk þess sem skýrslu­gjöf hefði átt að vera reglu­bundn­ari. „full­nægj­andi upp­lýs­inga­gjöf og mis­vísandi orða­notkun í skýrslum til stjórnar var sér­stak­lega óheppi­leg þar sem stjórn Sorpu var að meiri­hluta skipuð nýjum full­trúum eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2018 auk þess sem nýr for­maður stjórnar hafði ekki verið áður í stjórn. Að sögn fram­kvæmda­stjóra höfðu hvorki stjórn­ar­for­maður né aðrir stjórn­ar­menn frum­kvæði að því að afla upp­lýs­inga um heild­ar­kostnað á hverjum tíma til að gera við­eig­andi sam­an­burð við áætl­an­ir. Lengri skip­un­ar­tími full­trúa í stjórn myndi auka og festa í sessi þekk­ingu á rekstri félags­ins svo eft­ir­lits­hlut­verk verði mark­viss­ara.“

Í skýrsl­unni segir einnig að innri end­ur­skoðun telji að alvar­legur mis­brestur hafi orðið í upp­lýs­inga­gjöf fram­kvæmda­stjóra Sorpu til stjórnar þegar Mann­vit lagði fram nýja kostn­að­ar­á­ætlun aðeins mán­uði eftir að fimm ára áætlun Sorpu 2019- 2023 var sam­þykkt af stjórn í októ­ber 2018. Sú áætlun var 500 millj­ónum krónum hærri  sem er 500 milj­ónum krónum hærri en stjórn hafði ráð­gert. „Stjórn var aldrei upp­lýst um hina nýju áætlun né kom hún til umfjöll­unar á vett­vangi henn­ar. Að mati Innri end­ur­skoð­unar bar fram­kvæmda­stjóra að leggja þessa áætlun Mann­vits fyrir stjórn svo hún gæti tekið ákvörðun um hvort þörf væri á að leggja fram við­auka við fjár­hags­á­ætlun sem borg­ar­stjórn Reykja­víkur tæki til afgreiðslu.“

Hægt er að lesa skýrsl­una í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Óljóst hvernig sveitarfélög eigi að bera sig að við uppsetningu neyslurýma
Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði nýlega inn umsögn við reglugerð um neyslurými. Sambandið segir sveitarfélög „hafa ekki góða reynslu af því að verkefni með fremur óskýrri sameiginlegri ábyrgð séu fjármögnuð með skúffupeningum“
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent