Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar

Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.

Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Auglýsing

Stjórn Sorpu ákvað á stjórn­ar­fundi í dag að afþakka vinnu­fram­lag Björns H. Hall­dórs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, á meðan að „mál hans eru til með­ferðar innan stjórn­ar.“ Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem stjórn Sorpu sendi frá sér vegna skýrslu innri end­ur­skoð­unar Reykja­vík­ur­borgar um ástæður fram­úr­keyrslu sem varð á áætl­uðum fram­kvæmda­kostn­aði vegna bygg­ingar gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar í Álfs­nesi og mót­töku­stöðvar í Gufu­nesi (GA­JA). 

Skýrslan var unnin að beiðni stjórnar Sorpu eftir að fram­kvæmda­stjór­inn hafði lagt til að tæpum 1,4 millj­örðum króna yrði bætt við fjár­hags­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins vegna næstu fjög­urra ára og var Innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borgar jafn­framt falið að gera úttekt á stjórn­ar­háttum félags­ins.

Í til­kynn­ing­unni segir að skýrslan hafi verið afhent stjórn Sorpu þann 30. des­em­ber sl. „Þann sama dag var fram­kvæmda­stjóra Sorpu einnig afhent ein­tak af skýrsl­unni og þann 6. jan­úar sl. var honum gef­inn frestur til að skila til stjórnar and­mælum sínum og athuga­semd­um. Úttektin var tekin til efn­is­legrar með­ferðar á stjórn­ar­fundi í dag og í kjöl­farið sett á vef Sorpu þar sem hún er öllum aðgengi­leg. Á fund­inum var sam­þykkt að afþakka vinnu­fram­lag fram­kvæmda­stjóra félags­ins á meðan mál hans er til með­ferðar innan stjórn­ar.“

Auglýsing
Stjórn Sorpu segir að hún muni á næstu mán­uðum rýna efni úttekt­ar­innar og leita leiða til þess að efla yfir­sýn, stjórn­ar­hætti og eft­ir­lits­þætti félags­ins í sam­ráði við eig­endur sína, en félagið er rekið sem byggða­sam­lag sex sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „For­svars­menn félags­ins munu ekki tjá sig um efni skýrsl­unnar eða frek­ari við­brögð við henni á meðan and­mæla­frestur fram­kvæmda­stjór­ans er í gildi og stjórn­inni hefur gef­ist tími til að gaum­gæfa athuga­semdir hans.“

Marg­hátt­aðar athuga­semdir

Á meðal þess sem fram kemur í skýrsl­unni stýri­hópur eig­enda­vett­vangs og rýni­hópur stjórnar Sorpu, sem áttu að hafa eft­ir­lit með verk­efn­inu, hafi reynst lítt virk­ir. Þá hafi fram­vindu­skýrslur fram­kvæmda­stjóra til stjórnar vegna bygg­ingar GAJA verið ómark­vissar og stundum með röngum upp­lýs­ing­um, auk þess sem skýrslu­gjöf hefði átt að vera reglu­bundn­ari. „full­nægj­andi upp­lýs­inga­gjöf og mis­vísandi orða­notkun í skýrslum til stjórnar var sér­stak­lega óheppi­leg þar sem stjórn Sorpu var að meiri­hluta skipuð nýjum full­trúum eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2018 auk þess sem nýr for­maður stjórnar hafði ekki verið áður í stjórn. Að sögn fram­kvæmda­stjóra höfðu hvorki stjórn­ar­for­maður né aðrir stjórn­ar­menn frum­kvæði að því að afla upp­lýs­inga um heild­ar­kostnað á hverjum tíma til að gera við­eig­andi sam­an­burð við áætl­an­ir. Lengri skip­un­ar­tími full­trúa í stjórn myndi auka og festa í sessi þekk­ingu á rekstri félags­ins svo eft­ir­lits­hlut­verk verði mark­viss­ara.“

Í skýrsl­unni segir einnig að innri end­ur­skoðun telji að alvar­legur mis­brestur hafi orðið í upp­lýs­inga­gjöf fram­kvæmda­stjóra Sorpu til stjórnar þegar Mann­vit lagði fram nýja kostn­að­ar­á­ætlun aðeins mán­uði eftir að fimm ára áætlun Sorpu 2019- 2023 var sam­þykkt af stjórn í októ­ber 2018. Sú áætlun var 500 millj­ónum krónum hærri  sem er 500 milj­ónum krónum hærri en stjórn hafði ráð­gert. „Stjórn var aldrei upp­lýst um hina nýju áætlun né kom hún til umfjöll­unar á vett­vangi henn­ar. Að mati Innri end­ur­skoð­unar bar fram­kvæmda­stjóra að leggja þessa áætlun Mann­vits fyrir stjórn svo hún gæti tekið ákvörðun um hvort þörf væri á að leggja fram við­auka við fjár­hags­á­ætlun sem borg­ar­stjórn Reykja­víkur tæki til afgreiðslu.“

Hægt er að lesa skýrsl­una í heild sinni hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent