Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél

Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.

Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Auglýsing

Skóg­ar­eld­ar, skyndi­flóð, sand­byljir og haglél á stærð við golf­bolta. Ástr­alía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum lit­rófs nátt­úru­afl­anna á aðeins einni viku. Þykkur reykur lagð­ist yfir höf­uð­borg­ina Can­berra og loka þurft­i flug­vell­inum tíma­bund­ið. Þrír banda­rískir slökkvi­liðs­menn lét­ust er flug­vél sem notuð var til að berj­ast við skóg­ar­eldana hrap­aði í dag í suð­ur­hluta fylk­is­ins Nýja Suð­ur­-Wa­les. Orsakir slyss­ins eru enn ókunn­ar.

Þar með hafa skóg­ar­eld­arnir heimt 32 manns­líf, þar af sjö ­slökkvi­liðs­manna.

Auglýsing

Ástr­alía er víð­áttu­mikið land og þar getur veðrið ver­ið ó­líkt frá einum stað til ann­ars. Nú er hásumar og miklir skóg­ar­eldar hafa ­geisað í kjöl­far for­dæma­lausra þurrka vors­ins. Land­svæði á stærð við Ísland hefur orðið eldi að bráð. Verst hefur ástandið verið á suð­aust­ur­strönd­inni, í Vikt­or­íu­fylki og Nýja Suð­ur­-Wa­les. Um 2.000 heim­ili hafa orðið eld­unum að bráð og um helm­ingur Ástr­ala seg­ist hafa orðið fyrir beinum áhrifum ham­far­anna.

Síð­ustu daga hefur mikil úrkoma verið á ýmsum svæð­um, með­al­ ann­ars í hluta Nýja Suð­ur­-Wa­les. Nú hefur stytt upp og hiti farið hækk­andi á nýjan leik. Enn á ný hafa því verið gefnar út við­var­anir vegna skóg­ar­elda. Þar loga eldar á 65 stöðum og ekki hefur tek­ist að hefta útbreiðslu nítján þeirra. Í Sydney, höf­uð­borg fylk­is­ins, er spáð yfir 40 stiga hita og hvass­viðri.

Of seint að yfir­gefa hættu­svæði

„Þú ert í hættu og þarft að bregð­ast strax við til að kom­ast af.“

Þannig hljóm­uðu neyð­ar­boð sem íbúar í bænum Buldah í Vikt­or­íu­fylki, rétt við landa­mærin að Nýja Suð­ur­-Wa­les, fengu í gær. Eldar á svæð­inu virt­ust þá vera að breið­ast hratt út og mikil hætta blasa við. Var í­bú­unum til­kynnt að það væri of seint að yfir­gefa svæð­ið. Besti kost­ur­inn væri að leita skjóls inn­an­dyra og loka glugg­um. Eða fara ofan í vatn.

Þetta hættu­á­stand ríkti í þrjár klukku­stundir þar til­ ­slökkvi­liðs­mönnum tókst að ná tökum á útbreiðslu eld­anna. Enn eru íbú­arnir þó beðnir að vera á varð­bergi. Hættan er ekki liðin hjá.

Í Vikt­or­íu­fylki, þar sem stór­borg­ina Mel­bo­urne er m.a. að f­inna, féll brún­leit rign­ing úr lofti á mörgum stöðum og fresta varð leikjum á opna ástr­alska tennis­mót­inu. Þá var sund­laugum lokað og Yarra-áin varð brún af ösku. Þrátt fyrir úrkom­una kvikn­uðu 44 eldar vegna eld­inga.

Kóalabjörnum bjargað úr flóðum í Viktoríuríki.

Rign­ing­arnar á þessum slóðum eru ekki endi­lega kær­komn­ar. Þær skapa hættu á flóðum og einnig  aur­skrið­um. Fylk­is­stjór­inn Daniel Andrews ­segir að engu að síður sé það ástand skárra en „heitir norðan vind­ar“.

Úrkoman sem féll í Vikt­or­íu-­fylki og Nýja Suð­ur­-Wa­les orsak­að­i ­flóð á sumum stöðum en í aust­ur­hluta þeirra, þar sem eld­arnir eru mest­ir, nægð­i hún ekki til að slökkva þá. Til þess þarf hún að vera yfir 100 mm. Ekki er von á að það ger­ist fyrr en í febr­ú­ar.

Ekki leitað til frum­byggja

Eins og rakið var í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans nýverið kom marg­t til sem varð til þess að skóg­ar­eld­arnir í Ástr­alíu þetta sum­arið urðu meiri en oft­ast áður. Þar spila miklir þurrkar og met­hiti stórt hlut­verk.

Full­trúar frum­byggja Ástr­ala hafa einnig bent á að við­hald ­skóga með eldum hafi verið stundað í álf­unni í þús­undir ára, löngu áður en Bretar og aðrir Evr­ópu­búar stigu  þar á land. Fyr­ir­byggj­andi eldar sem frum­byggjarnir kveiktu eru kall­aðir „menn­ing­ar­brun­ar“ (e. cultural burns) og höfðu það hlut­verk að brenna með skipu­lögðum hætti sprek og lauf sem ann­ars yrðu stór­kost­legur elds­matur í kjarr­eldum sem árlega kvikna af nátt­úru­legum orsök­um.

Eftir að skóg­ar­eld­arnir miklu kvikn­uðu af krafti á síð­asta ári var kallað eftir því að þessi eld­varn­ar­tækni frum­byggj­anna yrði könnuð og ­tekin upp með skipu­legum hætti. Það hefði þurft að gera fyrr, segir Shann­on ­Foster, kenn­ari við Tækni­há­skól­ann í Sydney, sem hefur meðal ann­ars það hlut­verk að standa vörð um þekk­ingu þjóðar sinn­ar, D'harawal-­fólks­ins.

„Kjarrið verður að brenna,“ hefur BBC eftir henni. Hún­ bendir á að frum­byggjar líti á landið sem lif­andi veru, móður sína, sem haldi líf­i í fólki. Menn­ing­ar­bruni hafi ekki það hlut­verk að taka frá land­inu heldur að við­halda því og gefa til baka.

Eldar sem við­halda vist­kerfum

Stjórn­völd í Ástr­alíu kveikja fyr­ir­byggj­andi elda en Foster ­segir að þeirra aðferðir séu aug­ljós­lega ekki að virka. „Þeir eldar eyði­leggja allt. Það er barna­leg leið við að stjórna kjarr­eldum og það er ekk­ert til­lit ­tekið til frum­byggj­anna sem þekkja landið best.“

Hún segir að menn­ing­ar­bruni varð­veiti landið en eyði­leggi það ekki. Þó að þessum sið hafi smátt og smátt verið nær útrýmt eftir land­nám ­Evr­ópu­búa sé þekk­ingin enn fyrir hendi. En eng­inn vilji sé hjá yfir­völdum að ­leita í þann brunn. Sjálf seg­ist Foster boðin og búin að veita upp­lýs­ingar og ráð­gjöf. 

View this post on Instagram

First came the fires, then the floods, and now the dust storms. Drone footage shows a massive dust storm in Australia sweep­ing across central NSW. Winds associ­ated with severe thund­er­storms have whipped up dust storms that were so thick they blocked out the sun and tur­ned day to night in many towns. Video foota­ge: Jason Davies/­Severe Weather Australia #dust #dust­storm #dust­storms #drought #nswdrought #nsw #par­kes #dubbo #newsout­hwa­les #apocalypse #apocalyptic #we­ather #australia #clima­teem­ergency #clima­teact­ion #clima­tecrisis #school­stri­k­e4climate #clima­techange #clima­techan­geis­r­eal #globalwarm­ing #globalheat­ing #clima­teact­ionnow

A post shared by Guar­dian Australia (@gu­ar­di­anaustralia) on

Hún ótt­ast hins vegar að þau land­svæði sem orðið hafa hvað verst úti í eld­unum nú verði ekki end­ur­heimt heldur að land­notkun verði breytt. „Frum­byggjarn­ir hafa gætt þessa lands svo lengi og að sjá það eyði­leggj­ast vegna þess að eng­inn vildi leyfa okkur að hugsa um það er hræði­legt. Það er ekki eins og við höf­um ekki varað ykkur við.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent