Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél

Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.

Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Auglýsing

Skóg­ar­eld­ar, skyndi­flóð, sand­byljir og haglél á stærð við golf­bolta. Ástr­alía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum lit­rófs nátt­úru­afl­anna á aðeins einni viku. Þykkur reykur lagð­ist yfir höf­uð­borg­ina Can­berra og loka þurft­i flug­vell­inum tíma­bund­ið. Þrír banda­rískir slökkvi­liðs­menn lét­ust er flug­vél sem notuð var til að berj­ast við skóg­ar­eldana hrap­aði í dag í suð­ur­hluta fylk­is­ins Nýja Suð­ur­-Wa­les. Orsakir slyss­ins eru enn ókunn­ar.

Þar með hafa skóg­ar­eld­arnir heimt 32 manns­líf, þar af sjö ­slökkvi­liðs­manna.

Auglýsing

Ástr­alía er víð­áttu­mikið land og þar getur veðrið ver­ið ó­líkt frá einum stað til ann­ars. Nú er hásumar og miklir skóg­ar­eldar hafa ­geisað í kjöl­far for­dæma­lausra þurrka vors­ins. Land­svæði á stærð við Ísland hefur orðið eldi að bráð. Verst hefur ástandið verið á suð­aust­ur­strönd­inni, í Vikt­or­íu­fylki og Nýja Suð­ur­-Wa­les. Um 2.000 heim­ili hafa orðið eld­unum að bráð og um helm­ingur Ástr­ala seg­ist hafa orðið fyrir beinum áhrifum ham­far­anna.

Síð­ustu daga hefur mikil úrkoma verið á ýmsum svæð­um, með­al­ ann­ars í hluta Nýja Suð­ur­-Wa­les. Nú hefur stytt upp og hiti farið hækk­andi á nýjan leik. Enn á ný hafa því verið gefnar út við­var­anir vegna skóg­ar­elda. Þar loga eldar á 65 stöðum og ekki hefur tek­ist að hefta útbreiðslu nítján þeirra. Í Sydney, höf­uð­borg fylk­is­ins, er spáð yfir 40 stiga hita og hvass­viðri.

Of seint að yfir­gefa hættu­svæði

„Þú ert í hættu og þarft að bregð­ast strax við til að kom­ast af.“

Þannig hljóm­uðu neyð­ar­boð sem íbúar í bænum Buldah í Vikt­or­íu­fylki, rétt við landa­mærin að Nýja Suð­ur­-Wa­les, fengu í gær. Eldar á svæð­inu virt­ust þá vera að breið­ast hratt út og mikil hætta blasa við. Var í­bú­unum til­kynnt að það væri of seint að yfir­gefa svæð­ið. Besti kost­ur­inn væri að leita skjóls inn­an­dyra og loka glugg­um. Eða fara ofan í vatn.

Þetta hættu­á­stand ríkti í þrjár klukku­stundir þar til­ ­slökkvi­liðs­mönnum tókst að ná tökum á útbreiðslu eld­anna. Enn eru íbú­arnir þó beðnir að vera á varð­bergi. Hættan er ekki liðin hjá.

Í Vikt­or­íu­fylki, þar sem stór­borg­ina Mel­bo­urne er m.a. að f­inna, féll brún­leit rign­ing úr lofti á mörgum stöðum og fresta varð leikjum á opna ástr­alska tennis­mót­inu. Þá var sund­laugum lokað og Yarra-áin varð brún af ösku. Þrátt fyrir úrkom­una kvikn­uðu 44 eldar vegna eld­inga.

Kóalabjörnum bjargað úr flóðum í Viktoríuríki.

Rign­ing­arnar á þessum slóðum eru ekki endi­lega kær­komn­ar. Þær skapa hættu á flóðum og einnig  aur­skrið­um. Fylk­is­stjór­inn Daniel Andrews ­segir að engu að síður sé það ástand skárra en „heitir norðan vind­ar“.

Úrkoman sem féll í Vikt­or­íu-­fylki og Nýja Suð­ur­-Wa­les orsak­að­i ­flóð á sumum stöðum en í aust­ur­hluta þeirra, þar sem eld­arnir eru mest­ir, nægð­i hún ekki til að slökkva þá. Til þess þarf hún að vera yfir 100 mm. Ekki er von á að það ger­ist fyrr en í febr­ú­ar.

Ekki leitað til frum­byggja

Eins og rakið var í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans nýverið kom marg­t til sem varð til þess að skóg­ar­eld­arnir í Ástr­alíu þetta sum­arið urðu meiri en oft­ast áður. Þar spila miklir þurrkar og met­hiti stórt hlut­verk.

Full­trúar frum­byggja Ástr­ala hafa einnig bent á að við­hald ­skóga með eldum hafi verið stundað í álf­unni í þús­undir ára, löngu áður en Bretar og aðrir Evr­ópu­búar stigu  þar á land. Fyr­ir­byggj­andi eldar sem frum­byggjarnir kveiktu eru kall­aðir „menn­ing­ar­brun­ar“ (e. cultural burns) og höfðu það hlut­verk að brenna með skipu­lögðum hætti sprek og lauf sem ann­ars yrðu stór­kost­legur elds­matur í kjarr­eldum sem árlega kvikna af nátt­úru­legum orsök­um.

Eftir að skóg­ar­eld­arnir miklu kvikn­uðu af krafti á síð­asta ári var kallað eftir því að þessi eld­varn­ar­tækni frum­byggj­anna yrði könnuð og ­tekin upp með skipu­legum hætti. Það hefði þurft að gera fyrr, segir Shann­on ­Foster, kenn­ari við Tækni­há­skól­ann í Sydney, sem hefur meðal ann­ars það hlut­verk að standa vörð um þekk­ingu þjóðar sinn­ar, D'harawal-­fólks­ins.

„Kjarrið verður að brenna,“ hefur BBC eftir henni. Hún­ bendir á að frum­byggjar líti á landið sem lif­andi veru, móður sína, sem haldi líf­i í fólki. Menn­ing­ar­bruni hafi ekki það hlut­verk að taka frá land­inu heldur að við­halda því og gefa til baka.

Eldar sem við­halda vist­kerfum

Stjórn­völd í Ástr­alíu kveikja fyr­ir­byggj­andi elda en Foster ­segir að þeirra aðferðir séu aug­ljós­lega ekki að virka. „Þeir eldar eyði­leggja allt. Það er barna­leg leið við að stjórna kjarr­eldum og það er ekk­ert til­lit ­tekið til frum­byggj­anna sem þekkja landið best.“

Hún segir að menn­ing­ar­bruni varð­veiti landið en eyði­leggi það ekki. Þó að þessum sið hafi smátt og smátt verið nær útrýmt eftir land­nám ­Evr­ópu­búa sé þekk­ingin enn fyrir hendi. En eng­inn vilji sé hjá yfir­völdum að ­leita í þann brunn. Sjálf seg­ist Foster boðin og búin að veita upp­lýs­ingar og ráð­gjöf. 

View this post on Instagram

First came the fires, then the floods, and now the dust storms. Drone footage shows a massive dust storm in Australia sweep­ing across central NSW. Winds associ­ated with severe thund­er­storms have whipped up dust storms that were so thick they blocked out the sun and tur­ned day to night in many towns. Video foota­ge: Jason Davies/­Severe Weather Australia #dust #dust­storm #dust­storms #drought #nswdrought #nsw #par­kes #dubbo #newsout­hwa­les #apocalypse #apocalyptic #we­ather #australia #clima­teem­ergency #clima­teact­ion #clima­tecrisis #school­stri­k­e4climate #clima­techange #clima­techan­geis­r­eal #globalwarm­ing #globalheat­ing #clima­teact­ionnow

A post shared by Guar­dian Australia (@gu­ar­di­anaustralia) on

Hún ótt­ast hins vegar að þau land­svæði sem orðið hafa hvað verst úti í eld­unum nú verði ekki end­ur­heimt heldur að land­notkun verði breytt. „Frum­byggjarn­ir hafa gætt þessa lands svo lengi og að sjá það eyði­leggj­ast vegna þess að eng­inn vildi leyfa okkur að hugsa um það er hræði­legt. Það er ekki eins og við höf­um ekki varað ykkur við.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Marshall í launalaust leyfi og ætlar í framboð
Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.
Kjarninn 9. mars 2021
Tvö ný smit staðfest
Sextán manns eru í einangrun vegna COVID-19. Tvö ný smit greindust í gær. Yfir 1.500 einkennasýni voru tekin í gær.
Kjarninn 9. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar
Kjarninn 9. mars 2021
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent