Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél

Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.

Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Auglýsing

Skóg­ar­eld­ar, skyndi­flóð, sand­byljir og haglél á stærð við golf­bolta. Ástr­alía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum lit­rófs nátt­úru­afl­anna á aðeins einni viku. Þykkur reykur lagð­ist yfir höf­uð­borg­ina Can­berra og loka þurft­i flug­vell­inum tíma­bund­ið. Þrír banda­rískir slökkvi­liðs­menn lét­ust er flug­vél sem notuð var til að berj­ast við skóg­ar­eldana hrap­aði í dag í suð­ur­hluta fylk­is­ins Nýja Suð­ur­-Wa­les. Orsakir slyss­ins eru enn ókunn­ar.

Þar með hafa skóg­ar­eld­arnir heimt 32 manns­líf, þar af sjö ­slökkvi­liðs­manna.

Auglýsing

Ástr­alía er víð­áttu­mikið land og þar getur veðrið ver­ið ó­líkt frá einum stað til ann­ars. Nú er hásumar og miklir skóg­ar­eldar hafa ­geisað í kjöl­far for­dæma­lausra þurrka vors­ins. Land­svæði á stærð við Ísland hefur orðið eldi að bráð. Verst hefur ástandið verið á suð­aust­ur­strönd­inni, í Vikt­or­íu­fylki og Nýja Suð­ur­-Wa­les. Um 2.000 heim­ili hafa orðið eld­unum að bráð og um helm­ingur Ástr­ala seg­ist hafa orðið fyrir beinum áhrifum ham­far­anna.

Síð­ustu daga hefur mikil úrkoma verið á ýmsum svæð­um, með­al­ ann­ars í hluta Nýja Suð­ur­-Wa­les. Nú hefur stytt upp og hiti farið hækk­andi á nýjan leik. Enn á ný hafa því verið gefnar út við­var­anir vegna skóg­ar­elda. Þar loga eldar á 65 stöðum og ekki hefur tek­ist að hefta útbreiðslu nítján þeirra. Í Sydney, höf­uð­borg fylk­is­ins, er spáð yfir 40 stiga hita og hvass­viðri.

Of seint að yfir­gefa hættu­svæði

„Þú ert í hættu og þarft að bregð­ast strax við til að kom­ast af.“

Þannig hljóm­uðu neyð­ar­boð sem íbúar í bænum Buldah í Vikt­or­íu­fylki, rétt við landa­mærin að Nýja Suð­ur­-Wa­les, fengu í gær. Eldar á svæð­inu virt­ust þá vera að breið­ast hratt út og mikil hætta blasa við. Var í­bú­unum til­kynnt að það væri of seint að yfir­gefa svæð­ið. Besti kost­ur­inn væri að leita skjóls inn­an­dyra og loka glugg­um. Eða fara ofan í vatn.

Þetta hættu­á­stand ríkti í þrjár klukku­stundir þar til­ ­slökkvi­liðs­mönnum tókst að ná tökum á útbreiðslu eld­anna. Enn eru íbú­arnir þó beðnir að vera á varð­bergi. Hættan er ekki liðin hjá.

Í Vikt­or­íu­fylki, þar sem stór­borg­ina Mel­bo­urne er m.a. að f­inna, féll brún­leit rign­ing úr lofti á mörgum stöðum og fresta varð leikjum á opna ástr­alska tennis­mót­inu. Þá var sund­laugum lokað og Yarra-áin varð brún af ösku. Þrátt fyrir úrkom­una kvikn­uðu 44 eldar vegna eld­inga.

Kóalabjörnum bjargað úr flóðum í Viktoríuríki.

Rign­ing­arnar á þessum slóðum eru ekki endi­lega kær­komn­ar. Þær skapa hættu á flóðum og einnig  aur­skrið­um. Fylk­is­stjór­inn Daniel Andrews ­segir að engu að síður sé það ástand skárra en „heitir norðan vind­ar“.

Úrkoman sem féll í Vikt­or­íu-­fylki og Nýja Suð­ur­-Wa­les orsak­að­i ­flóð á sumum stöðum en í aust­ur­hluta þeirra, þar sem eld­arnir eru mest­ir, nægð­i hún ekki til að slökkva þá. Til þess þarf hún að vera yfir 100 mm. Ekki er von á að það ger­ist fyrr en í febr­ú­ar.

Ekki leitað til frum­byggja

Eins og rakið var í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans nýverið kom marg­t til sem varð til þess að skóg­ar­eld­arnir í Ástr­alíu þetta sum­arið urðu meiri en oft­ast áður. Þar spila miklir þurrkar og met­hiti stórt hlut­verk.

Full­trúar frum­byggja Ástr­ala hafa einnig bent á að við­hald ­skóga með eldum hafi verið stundað í álf­unni í þús­undir ára, löngu áður en Bretar og aðrir Evr­ópu­búar stigu  þar á land. Fyr­ir­byggj­andi eldar sem frum­byggjarnir kveiktu eru kall­aðir „menn­ing­ar­brun­ar“ (e. cultural burns) og höfðu það hlut­verk að brenna með skipu­lögðum hætti sprek og lauf sem ann­ars yrðu stór­kost­legur elds­matur í kjarr­eldum sem árlega kvikna af nátt­úru­legum orsök­um.

Eftir að skóg­ar­eld­arnir miklu kvikn­uðu af krafti á síð­asta ári var kallað eftir því að þessi eld­varn­ar­tækni frum­byggj­anna yrði könnuð og ­tekin upp með skipu­legum hætti. Það hefði þurft að gera fyrr, segir Shann­on ­Foster, kenn­ari við Tækni­há­skól­ann í Sydney, sem hefur meðal ann­ars það hlut­verk að standa vörð um þekk­ingu þjóðar sinn­ar, D'harawal-­fólks­ins.

„Kjarrið verður að brenna,“ hefur BBC eftir henni. Hún­ bendir á að frum­byggjar líti á landið sem lif­andi veru, móður sína, sem haldi líf­i í fólki. Menn­ing­ar­bruni hafi ekki það hlut­verk að taka frá land­inu heldur að við­halda því og gefa til baka.

Eldar sem við­halda vist­kerfum

Stjórn­völd í Ástr­alíu kveikja fyr­ir­byggj­andi elda en Foster ­segir að þeirra aðferðir séu aug­ljós­lega ekki að virka. „Þeir eldar eyði­leggja allt. Það er barna­leg leið við að stjórna kjarr­eldum og það er ekk­ert til­lit ­tekið til frum­byggj­anna sem þekkja landið best.“

Hún segir að menn­ing­ar­bruni varð­veiti landið en eyði­leggi það ekki. Þó að þessum sið hafi smátt og smátt verið nær útrýmt eftir land­nám ­Evr­ópu­búa sé þekk­ingin enn fyrir hendi. En eng­inn vilji sé hjá yfir­völdum að ­leita í þann brunn. Sjálf seg­ist Foster boðin og búin að veita upp­lýs­ingar og ráð­gjöf. 

View this post on Instagram

First came the fires, then the floods, and now the dust storms. Drone footage shows a massive dust storm in Australia sweep­ing across central NSW. Winds associ­ated with severe thund­er­storms have whipped up dust storms that were so thick they blocked out the sun and tur­ned day to night in many towns. Video foota­ge: Jason Davies/­Severe Weather Australia #dust #dust­storm #dust­storms #drought #nswdrought #nsw #par­kes #dubbo #newsout­hwa­les #apocalypse #apocalyptic #we­ather #australia #clima­teem­ergency #clima­teact­ion #clima­tecrisis #school­stri­k­e4climate #clima­techange #clima­techan­geis­r­eal #globalwarm­ing #globalheat­ing #clima­teact­ionnow

A post shared by Guar­dian Australia (@gu­ar­di­anaustralia) on

Hún ótt­ast hins vegar að þau land­svæði sem orðið hafa hvað verst úti í eld­unum nú verði ekki end­ur­heimt heldur að land­notkun verði breytt. „Frum­byggjarn­ir hafa gætt þessa lands svo lengi og að sjá það eyði­leggj­ast vegna þess að eng­inn vildi leyfa okkur að hugsa um það er hræði­legt. Það er ekki eins og við höf­um ekki varað ykkur við.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent