Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð

Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.

Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Auglýsing

Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norð­ur­land­anna sam­kvæmt nýrri úttekt Tran­sparency Internationa­l. Ís­land vermir 11. sætið yfir óspillt­ustu lönd heims­ins, sam­kvæmt nýju mati sam­tak­anna, en Dan­mörk og Nýja Sjá­land eru þau lönd þar sem spill­ing er minnst. Ísland hækkar á list­anum frá því í fyrra en þá var það í 14. sæti.

Finn­land er í þriðja sæti yfir óspillt­ustu löndin en þar á eftir koma Sví­þjóð, Singapúr og Sviss jöfn í fjórða sæti. Nor­egur er í sjö­unda sæti og Hol­land í því átt­unda. Þýska­land og Lúx­em­borg verma saman níunda sæt­ið. Sómal­ía, Suður Súd­an, og Sýr­land lentu í neðstu sæt­un­um.

Flestir Íslend­ingar telja mikla spill­ingu vera í við­skipta­líf­inu

Sam­­kvæmt könnun sem Mask­ína gerði í lok síð­asta árs töldu 72 til 73 pró­­sent lands­­manna mikla spill­ingu vera í við­­skipta­líf­inu en 8 til 9 pró­­sent töldu hana litla eða enga.

Auglýsing

Mask­ína spurði í lok nóv­­em­ber síð­­ast­lið­ins um spill­ingu á fjórum sviðum sam­­fé­lags­ins, við­­skipta­líf­inu, stjórn­­­mál­um, opin­bera geir­­anum og fjöl­mið­l­­um. Í öllum til­­vikum var hærra hlut­­fall sem telur spill­ingu mikla en litla.

Um 72 pró­­sent töldu spill­ingu mikla í stjórn­­­málum á Íslandi en næstum 11 pró­­sent töldu hana litla eða enga. Um 57 pró­­sent töldu spill­ingu mikla í opin­bera geir­­anum en næstum 18 pró­­sent töldu hana litla eða enga.

Erfitt að upp­ræta kerf­is­læga spill­ingu

Spill­ing­ar­vísi­tala Tran­sparency International er sam­an­burð­ar­könnun sem gerð er árlega þar sem kannað er hversu vel varin lönd eru gegn spill­ingu. Sam­kvæmt Gagn­sæi – sam­tökum gegn spill­ingu þykir vísi­talan að þessu sinni sýna hversu erfitt er að upp­ræta kerf­is­læga spill­ingu, því litla sem enga breyt­ingu er að finna á spill­ing­ar­vísum flestra landa milli ára.

Í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum er of snemmt að full­yrða um hvort hækkun Íslands á list­anum sé merki um að landið hafi tekið sig á í mála­flokknum og hert lög­gjöf og aukið eft­ir­lit með þáttum eins og hags­muna­á­rekstrum, vina- og frænd­hygli, fjár­styrkjum til stjórn­mála­flokka, mútu­greiðslum íslenskra fyr­ir­tækja erlendis eða hvort önnur lönd hafi ein­fald­lega færst til og Ísland því hlut­falls­lega einnig.

Koma þarf böndum á áhrif fjá­mála­afla á stjórn­mál

Að sögn Tran­sparency International sýna nið­ur­stöður könn­un­ar­innar svo ekki verði um villst að koma þurfi böndum á þau áhrif sem fjá­mála­öfl hafi á stjórn­mál ein­stakra landa og við­skipti milli ríkja. Spill­ing­ar­vísi­talan leiði ítrekað í ljós að spill­ingin sé mest í ríkjum þar sem einka­fjár­magn á greiðan aðgang að fram­bjóð­endum í opin­berum kosn­ingum og í löndum þar sem stjórn­völd hafi til­hneig­ingu til að gæta helst hags­muna hinna auð­ugu og vel tengdu.

Delia Fer­reira Rubio, for­maður Tran­sparency International, segir í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna að til að berj­ast gegn spill­ingu þurfi stjórn­völd að sporna við áhrifum fjár­sterkra aðila, sem í krafti fjár­magns síns hafi of mikil mót­andi áhrif á stjórn­mála­kerfið í heild sinni, og í stað­inn leit­ast við að draga fram og fara eftir vilja umbjóð­enda sinna, almenn­ings, í stefnu­mörkun sinni.

Spill­ing­ar­vísi­tala Tran­sparency International er byggð á áliti sér­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og stjórn­sýslu. Sam­kvæmt Gagn­sæi getur ekk­ert land talist alfarið laust við spill­ingu en ýmis sam­eig­in­leg ein­kenni í opin­berri stjórn­skipun megi finna í löndum sem hljóta flest stig, svo sem fjöl­miðla­frelsi, borg­ara­legt frjáls­lyndi og sjálf­stætt dóms­kerfi. Þar sé líka stjórn­sýslan opin og almenn­ingur geti dregið stjórn­endur til ábyrgð­ar. Ein­kenn­andi fyrir löndin sem eru neðst á list­anum séu refsi­leysi við spill­ing­ar­brot­um, veik stjórn­skipan og mátt­litilar stofn­an­ir, sem sinna ekki hlut­verki sínu í þágu borg­ar­anna. Þá séu mútur jafn­framt við­teknar og látnar óátaldar í þessum lönd­um.

Sér­stök íslensk umfjöllun vegna Sam­herj­a­máls­ins

Í til­kynn­ingu Gagn­sæis um málið segir að þrátt fyrir það áfall sem almenn­ingur hafi orðið fyrir þegar sjón­varps­þátt­ur­inn Kveikur upp­lýsti áhorf­endur um gögn sem bentu til þess að stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, Sam­herji, hefði borið fé á hátt­setta og vel tengda emb­ætt­is­menn í Namibíu í skiptum fyrir sér­af­greiðslu á viða­miklum fisk­veiði­heim­ildum síð­ast­liðið haust, fær­ist Ísland upp um þessi þrjú sætu.

„Tran­sparency sam­tökin veittu því sér­staka eft­ir­tekt að Íslend­ingar eru meðal þeirra þjóða er sýnt hafa van­þóknun sína á spilltum stjórn­ar­háttum æðstu vald­hafa lands­ins á götum úti. Tug­þús­undir lands­manna tóku þátt í mót­mælum fyrst eftir banka­hrunið árið 2008-2009 sem lauk með afsögn rík­is­stjórnar Geirs H. Haar­de. Þá mót­mæltu einnig tug­þús­undir manna hags­muna­á­rekstrum og aflands­við­skiptum for­sæt­is­ráð­herr­ans Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­sonar og inn­an­rík­is­ráð­herr­ans Ólafar Nor­dal, sem opin­ber­uð­ust í Panama skjöl­unum árið 2016, sem leiddi til afsagnar for­sæt­is­ráð­herra,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá hafi Sam­herj­a­málið einnig vakið hneykslan fólks og leitt til mót­mæla­að­gerða á opin­berum vett­vangi í Reykja­vík, sem meðal ann­ars fólu í sér kröfu um afsögn núver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sem sam­kvæmt orðum for­stjóra Sam­herja í gögnum Kveiks var lýst fyrir Namib­íu­mönnum sem „okkar manni“ í rík­is­stjórn.

Sú krafa mót­mæl­enda end­ur­spegli áherslur Tran­sparency International sem og Íslands­deildar sam­tak­anna árið 2020, að úthýsa þurfi áhrifum auð­ræðis í opin­berri stefnu­mótun og að hún fái að mót­ast fremur af ákalli almenn­ings í þágu almanna­hags­muna.

Mark­verð breyt­ing þykir því hafa orðið á við­horfi fólks til spill­ingar á Íslandi frá því á árunum fyrir hrun. Á árunum 2005 og 2006 var Ísland í 1. sæti list­ans. Á árinu 2008 féll Ísland niður í 7. sæt­ið. En síð­ast­liðin 10 ár hefur leiðin legið niður á við. Árið 2018 féll Ísland niður í 14. sæti, eins og áður seg­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent