Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð

Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.

Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Auglýsing

Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norð­ur­land­anna sam­kvæmt nýrri úttekt Tran­sparency Internationa­l. Ís­land vermir 11. sætið yfir óspillt­ustu lönd heims­ins, sam­kvæmt nýju mati sam­tak­anna, en Dan­mörk og Nýja Sjá­land eru þau lönd þar sem spill­ing er minnst. Ísland hækkar á list­anum frá því í fyrra en þá var það í 14. sæti.

Finn­land er í þriðja sæti yfir óspillt­ustu löndin en þar á eftir koma Sví­þjóð, Singapúr og Sviss jöfn í fjórða sæti. Nor­egur er í sjö­unda sæti og Hol­land í því átt­unda. Þýska­land og Lúx­em­borg verma saman níunda sæt­ið. Sómal­ía, Suður Súd­an, og Sýr­land lentu í neðstu sæt­un­um.

Flestir Íslend­ingar telja mikla spill­ingu vera í við­skipta­líf­inu

Sam­­kvæmt könnun sem Mask­ína gerði í lok síð­asta árs töldu 72 til 73 pró­­sent lands­­manna mikla spill­ingu vera í við­­skipta­líf­inu en 8 til 9 pró­­sent töldu hana litla eða enga.

Auglýsing

Mask­ína spurði í lok nóv­­em­ber síð­­ast­lið­ins um spill­ingu á fjórum sviðum sam­­fé­lags­ins, við­­skipta­líf­inu, stjórn­­­mál­um, opin­bera geir­­anum og fjöl­mið­l­­um. Í öllum til­­vikum var hærra hlut­­fall sem telur spill­ingu mikla en litla.

Um 72 pró­­sent töldu spill­ingu mikla í stjórn­­­málum á Íslandi en næstum 11 pró­­sent töldu hana litla eða enga. Um 57 pró­­sent töldu spill­ingu mikla í opin­bera geir­­anum en næstum 18 pró­­sent töldu hana litla eða enga.

Erfitt að upp­ræta kerf­is­læga spill­ingu

Spill­ing­ar­vísi­tala Tran­sparency International er sam­an­burð­ar­könnun sem gerð er árlega þar sem kannað er hversu vel varin lönd eru gegn spill­ingu. Sam­kvæmt Gagn­sæi – sam­tökum gegn spill­ingu þykir vísi­talan að þessu sinni sýna hversu erfitt er að upp­ræta kerf­is­læga spill­ingu, því litla sem enga breyt­ingu er að finna á spill­ing­ar­vísum flestra landa milli ára.

Í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum er of snemmt að full­yrða um hvort hækkun Íslands á list­anum sé merki um að landið hafi tekið sig á í mála­flokknum og hert lög­gjöf og aukið eft­ir­lit með þáttum eins og hags­muna­á­rekstrum, vina- og frænd­hygli, fjár­styrkjum til stjórn­mála­flokka, mútu­greiðslum íslenskra fyr­ir­tækja erlendis eða hvort önnur lönd hafi ein­fald­lega færst til og Ísland því hlut­falls­lega einnig.

Koma þarf böndum á áhrif fjá­mála­afla á stjórn­mál

Að sögn Tran­sparency International sýna nið­ur­stöður könn­un­ar­innar svo ekki verði um villst að koma þurfi böndum á þau áhrif sem fjá­mála­öfl hafi á stjórn­mál ein­stakra landa og við­skipti milli ríkja. Spill­ing­ar­vísi­talan leiði ítrekað í ljós að spill­ingin sé mest í ríkjum þar sem einka­fjár­magn á greiðan aðgang að fram­bjóð­endum í opin­berum kosn­ingum og í löndum þar sem stjórn­völd hafi til­hneig­ingu til að gæta helst hags­muna hinna auð­ugu og vel tengdu.

Delia Fer­reira Rubio, for­maður Tran­sparency International, segir í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna að til að berj­ast gegn spill­ingu þurfi stjórn­völd að sporna við áhrifum fjár­sterkra aðila, sem í krafti fjár­magns síns hafi of mikil mót­andi áhrif á stjórn­mála­kerfið í heild sinni, og í stað­inn leit­ast við að draga fram og fara eftir vilja umbjóð­enda sinna, almenn­ings, í stefnu­mörkun sinni.

Spill­ing­ar­vísi­tala Tran­sparency International er byggð á áliti sér­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og stjórn­sýslu. Sam­kvæmt Gagn­sæi getur ekk­ert land talist alfarið laust við spill­ingu en ýmis sam­eig­in­leg ein­kenni í opin­berri stjórn­skipun megi finna í löndum sem hljóta flest stig, svo sem fjöl­miðla­frelsi, borg­ara­legt frjáls­lyndi og sjálf­stætt dóms­kerfi. Þar sé líka stjórn­sýslan opin og almenn­ingur geti dregið stjórn­endur til ábyrgð­ar. Ein­kenn­andi fyrir löndin sem eru neðst á list­anum séu refsi­leysi við spill­ing­ar­brot­um, veik stjórn­skipan og mátt­litilar stofn­an­ir, sem sinna ekki hlut­verki sínu í þágu borg­ar­anna. Þá séu mútur jafn­framt við­teknar og látnar óátaldar í þessum lönd­um.

Sér­stök íslensk umfjöllun vegna Sam­herj­a­máls­ins

Í til­kynn­ingu Gagn­sæis um málið segir að þrátt fyrir það áfall sem almenn­ingur hafi orðið fyrir þegar sjón­varps­þátt­ur­inn Kveikur upp­lýsti áhorf­endur um gögn sem bentu til þess að stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, Sam­herji, hefði borið fé á hátt­setta og vel tengda emb­ætt­is­menn í Namibíu í skiptum fyrir sér­af­greiðslu á viða­miklum fisk­veiði­heim­ildum síð­ast­liðið haust, fær­ist Ísland upp um þessi þrjú sætu.

„Tran­sparency sam­tökin veittu því sér­staka eft­ir­tekt að Íslend­ingar eru meðal þeirra þjóða er sýnt hafa van­þóknun sína á spilltum stjórn­ar­háttum æðstu vald­hafa lands­ins á götum úti. Tug­þús­undir lands­manna tóku þátt í mót­mælum fyrst eftir banka­hrunið árið 2008-2009 sem lauk með afsögn rík­is­stjórnar Geirs H. Haar­de. Þá mót­mæltu einnig tug­þús­undir manna hags­muna­á­rekstrum og aflands­við­skiptum for­sæt­is­ráð­herr­ans Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­sonar og inn­an­rík­is­ráð­herr­ans Ólafar Nor­dal, sem opin­ber­uð­ust í Panama skjöl­unum árið 2016, sem leiddi til afsagnar for­sæt­is­ráð­herra,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá hafi Sam­herj­a­málið einnig vakið hneykslan fólks og leitt til mót­mæla­að­gerða á opin­berum vett­vangi í Reykja­vík, sem meðal ann­ars fólu í sér kröfu um afsögn núver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sem sam­kvæmt orðum for­stjóra Sam­herja í gögnum Kveiks var lýst fyrir Namib­íu­mönnum sem „okkar manni“ í rík­is­stjórn.

Sú krafa mót­mæl­enda end­ur­spegli áherslur Tran­sparency International sem og Íslands­deildar sam­tak­anna árið 2020, að úthýsa þurfi áhrifum auð­ræðis í opin­berri stefnu­mótun og að hún fái að mót­ast fremur af ákalli almenn­ings í þágu almanna­hags­muna.

Mark­verð breyt­ing þykir því hafa orðið á við­horfi fólks til spill­ingar á Íslandi frá því á árunum fyrir hrun. Á árunum 2005 og 2006 var Ísland í 1. sæti list­ans. Á árinu 2008 féll Ísland niður í 7. sæt­ið. En síð­ast­liðin 10 ár hefur leiðin legið niður á við. Árið 2018 féll Ísland niður í 14. sæti, eins og áður seg­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent