Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar

Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.

Björn H. Halldórsson
Björn H. Halldórsson
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri SORPU, Björn H. Hall­dórs­son, hafnar „þeim ávirð­ing­um“ sem á hann eru bornar í skýrslu innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borgar í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í kvöld.

Stjórn Sorpu ákvað á stjórn­­­ar­fundi í dag að afþakka vinn­u­fram­lag Björns á meðan að mál hans eru til með­­­ferðar innan stjórn­­­ar, að því er fram kemur í til­­kynn­ingu sem stjórn Sorpu sendi frá sér vegna skýrslu innri end­­ur­­skoð­unar Reykja­vík­­­ur­­borgar um ástæður fram­úr­keyrslu sem varð á áætl­­uðum fram­­kvæmda­­kostn­aði vegna bygg­ingar gas- og jarð­­gerð­­ar­­stöðvar í Álfs­­nesi og mót­­töku­­stöðvar í Gufu­­nesi.

Hann bendir á að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra SORPU hafi aldrei verið gerðar athuga­semdir við störf hans. Eigi það meðal ann­ars við um fram­setn­ingu rekstr­ar­á­ætl­ana á stjórn­ar­fund­um, frá­vika­grein­ingu vegna þeirra og áætl­ana­gerð vegna fram­kvæmda á vegum fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Ekki innri end­ur­skoð­andi SORPU

­Björn telur reyndar að innri end­ur­skoð­andi sé ekki innri end­ur­skoð­andi SORPU og þekki því tak­markað til fyr­ir­tæk­is­ins eða starfs­um­hverfis og starfa hans.

„Skýrsla innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borgar ein­kenn­ist af röng­um, ótraustum og sam­heng­is­lausum álykt­unum um for­sendur og gæði starfa minna. Við gerð skýrsl­unnar hafa t.d. verið dregnar veiga­miklar álykt­anir af skjölum sem aldrei hafa komið fyrir sjónir mín­ar. Sýnir það, eitt og sér, hversu óáreið­an­leg skýrslan er,“ segir hann.

Þá séu álykt­anir innri end­ur­skoð­anda í and­stöðu við áður yfir­lýstar skoð­anir hans í skýrslu um verk­legar fram­kvæmdir og inn­kaupa­mál hjá Reykja­vík­ur­borg, sem sé svo nýleg að vera frá mars 2019. Um sam­an­burð á kostn­aði vegna mann­virkja­gerðar við frum­kostn­að­ar­á­ætlun segi innri end­ur­skoð­andi í þeirri skýrslu á bls. 16:

„Í fjöl­miðlaum­fjöllun um kostnað vegna mann­virkja­gerðar er kostn­aður oft mið­aður við frum­kostn­að­ar­á­ætlun sem er algjör­lega óraun­hæft því miða skal við kostn­að­ar­á­ætlun um full­hannað mann­virki.“

Björn segir að þrátt fyrir að innri end­ur­skoð­andi segi þetta „al­gjör­lega óraun­hæft“ fram­kvæmi hann sam­an­burð af þessum toga í málum SORPU með því að nota margra ára gamlar kostn­að­ar­á­ætl­anir sem SORPA hafi stuðst við áður og jafn­vel löngu áður en gas- og jarð­gerð­ar­stöðin hafi verið full­hönn­uð. 

„Ef beitt væri sams konar sam­an­burði og innri end­ur­skoð­andi telur rétt að gera í fram­an­greindri skýrslu, og stuðst við áætl­anir sem lágu fyrir þegar samið var við verk­taka eftir samn­ings­kaupa­ferli (þá reyndar ekki full­hannað verk), væru frá­vik frá áætlun aðeins í kringum 11,7%, sem er innan almennra óvissu­við­miða um + 10-15%. Væri því helst sann­gjarnt að álykta að kostn­að­ar­á­ætl­anir hafi stað­ist fremur vel en illa. Ég hef aðeins nýlega fengið afhent þau gögn sem innri end­ur­skoð­andi Reykja­vík­ur­borgar seg­ist hafa aflað sér í tengslum við gerð skýrsl­unnar og vinn að gerð athuga­semda um hana. Þar til ég hef lokið gerð þeirra mun ég ekki tjá mig frekar um efni henn­ar,“ skrifar hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent