Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar

Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.

Björn H. Halldórsson
Björn H. Halldórsson
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri SORPU, Björn H. Hall­dórs­son, hafnar „þeim ávirð­ing­um“ sem á hann eru bornar í skýrslu innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borgar í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í kvöld.

Stjórn Sorpu ákvað á stjórn­­­ar­fundi í dag að afþakka vinn­u­fram­lag Björns á meðan að mál hans eru til með­­­ferðar innan stjórn­­­ar, að því er fram kemur í til­­kynn­ingu sem stjórn Sorpu sendi frá sér vegna skýrslu innri end­­ur­­skoð­unar Reykja­vík­­­ur­­borgar um ástæður fram­úr­keyrslu sem varð á áætl­­uðum fram­­kvæmda­­kostn­aði vegna bygg­ingar gas- og jarð­­gerð­­ar­­stöðvar í Álfs­­nesi og mót­­töku­­stöðvar í Gufu­­nesi.

Hann bendir á að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra SORPU hafi aldrei verið gerðar athuga­semdir við störf hans. Eigi það meðal ann­ars við um fram­setn­ingu rekstr­ar­á­ætl­ana á stjórn­ar­fund­um, frá­vika­grein­ingu vegna þeirra og áætl­ana­gerð vegna fram­kvæmda á vegum fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Ekki innri end­ur­skoð­andi SORPU

­Björn telur reyndar að innri end­ur­skoð­andi sé ekki innri end­ur­skoð­andi SORPU og þekki því tak­markað til fyr­ir­tæk­is­ins eða starfs­um­hverfis og starfa hans.

„Skýrsla innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borgar ein­kenn­ist af röng­um, ótraustum og sam­heng­is­lausum álykt­unum um for­sendur og gæði starfa minna. Við gerð skýrsl­unnar hafa t.d. verið dregnar veiga­miklar álykt­anir af skjölum sem aldrei hafa komið fyrir sjónir mín­ar. Sýnir það, eitt og sér, hversu óáreið­an­leg skýrslan er,“ segir hann.

Þá séu álykt­anir innri end­ur­skoð­anda í and­stöðu við áður yfir­lýstar skoð­anir hans í skýrslu um verk­legar fram­kvæmdir og inn­kaupa­mál hjá Reykja­vík­ur­borg, sem sé svo nýleg að vera frá mars 2019. Um sam­an­burð á kostn­aði vegna mann­virkja­gerðar við frum­kostn­að­ar­á­ætlun segi innri end­ur­skoð­andi í þeirri skýrslu á bls. 16:

„Í fjöl­miðlaum­fjöllun um kostnað vegna mann­virkja­gerðar er kostn­aður oft mið­aður við frum­kostn­að­ar­á­ætlun sem er algjör­lega óraun­hæft því miða skal við kostn­að­ar­á­ætlun um full­hannað mann­virki.“

Björn segir að þrátt fyrir að innri end­ur­skoð­andi segi þetta „al­gjör­lega óraun­hæft“ fram­kvæmi hann sam­an­burð af þessum toga í málum SORPU með því að nota margra ára gamlar kostn­að­ar­á­ætl­anir sem SORPA hafi stuðst við áður og jafn­vel löngu áður en gas- og jarð­gerð­ar­stöðin hafi verið full­hönn­uð. 

„Ef beitt væri sams konar sam­an­burði og innri end­ur­skoð­andi telur rétt að gera í fram­an­greindri skýrslu, og stuðst við áætl­anir sem lágu fyrir þegar samið var við verk­taka eftir samn­ings­kaupa­ferli (þá reyndar ekki full­hannað verk), væru frá­vik frá áætlun aðeins í kringum 11,7%, sem er innan almennra óvissu­við­miða um + 10-15%. Væri því helst sann­gjarnt að álykta að kostn­að­ar­á­ætl­anir hafi stað­ist fremur vel en illa. Ég hef aðeins nýlega fengið afhent þau gögn sem innri end­ur­skoð­andi Reykja­vík­ur­borgar seg­ist hafa aflað sér í tengslum við gerð skýrsl­unnar og vinn að gerð athuga­semda um hana. Þar til ég hef lokið gerð þeirra mun ég ekki tjá mig frekar um efni henn­ar,“ skrifar hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent