Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV

Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.

Stefán Eiríksson
Auglýsing

Stefán Eiríksson, borg­ar­rit­ari Reykja­víkur og fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er nýr útvarpsstjóri RÚV. Starfsfólki RÚV var greint frá ráðningunni rétt í þessu.

Í pósti sem Margrét Magnúsdóttir, starfandi útvarpsstjóri RÚV, sendi á starfsfólk, sagði:

„Kæra samstarfsfólk, Ákörðun um ráðningu útvarpsstjóra liggur nú fyrir en stjórn RÚV hef­ur ákveðið að ráða Stefán Eiríksson út­varps­stjóra til næstu fimm ára. Ákvörðunin var tekin samhljóða á fundi stjórnar í gærkvöldi. Stjórn Ríkisútvarpsins ræður útvarpsstjóra, ber ábyrgð á ráðningarferlinu og öllum ákvörðunum því tengdu. 

Stjórnin lagði áherslu á fag­legt og vandað ráðning­ar­ferli og naut liðsinnis ráðgjafa Capacent. Í ráðningarferlinu var lögð áhersla á meta umsækjendur út frá þeim hæfniskröfum sem fram voru sett­ar í aug­lýs­ing­unni um starfið. Þar var rík áhersla lögð á þekkingu, reynslu og færni í stjórnun og rekstri og leitað eftir öflugum leiðtoga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar. 

 Stefán hefur umfangsmikla reynsla af stjórnun og rekstri, sem stjórnandi opinberrar stofnunar um árabil, sem skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra, sem stjórnarmaður og stjórnarformaður í opinberu hlutafélagi, sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og nú síðast sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra. Stefán lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og hdl. árið 1997. Þá hefur hann sótt ýmis námskeið tengt stjórnun og lokið sérhæfðu stjórnendanámi Bloomberg Harvard City Leadership Initiative.“

Stefán var á meðal 41 umsækjenda um starfið en eins og Kjarninn greindi frá fyrr í dag stóðu fjórir slíkir eftir í síðustu viku. Hinir þrír voru Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna, Karl Garð­ars­son, fram­kvæmda­stjóri útgáfu­fé­lags DV og fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Þor­steinn Gunn­ars­son, sveit­ar­stjóri í Skútu­stað­ar­hreppi, samkvæmt heimildum Kjarnans. 

Starfið var aug­lýst ­­laust til umsóknar seint á síðasta ári. Á meðal ann­arra en ofan­greindra sem stað­­fest er að sóttu um starfið eru Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­­ar­­maður Bjarna Bene­dikts­­sonar fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, Elín Hir­st, fyrr­ver­andi þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks og áður frétta­­stjóri hjá RÚV, Kol­brún Hall­­dór­s­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­­maður Vinstri grænna og umhverf­is­ráð­herra, Her­­­dís Kjerulf Þor­­­geir­s­dóta­t­ir, doktor í lögum með tján­ing­­­­ar­frelsi fjöl­miðla sem sér­­­­­­­svið og er einnig mennt­aður stjórn­­­­­mála­fræð­ing­­­ur, Bald­vin Þór Bergs­­­son, dag­­­skrár­­­stjóri núm­iðla RÚV, Stein­unn Ólína Þor­­­­steins­dótt­ir, leik­­­­kona og fyrr­ver­andi rit­­­­stjóri Kvenna­blaðs­ins, og Kristín Þor­­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­­stjóri Frétta­­blaðs­ins. 

Magnús Geir hætti skömmu eftir endurráðningu

Þann 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn var greint frá því að Magnús Geir Þórð­ar­son, sitj­andi útvarps­stjóri, hefði verið skip­aður þjóð­leik­hús­stjóri. Hann hafði þá setið í Efsta­leiti frá því snemma árs 2014 og stjórn RÚV hafði fyrr á árinu 2019 ákveðið að fram­lengja fimm ára ráðn­ing­ar­tíma­bil Magn­úsar Geirs um önnur fimm ár. Upp­­­­haf­­­­legur umsókn­­­­­ar­frestur rann út 2. des­em­ber en ákveðið var að fram­­­­­lengja hann um viku, eða til 9. des­em­ber. 

Auglýsing
Í aug­lýs­ing­u sagði að útvarps­­­­­stjóri hafi það hlut­verk að „fram­­­fylgja stefnu Rík­­­is­út­­­varps­ins og gæta hags­muna þess í hví­vetna. Leitað er að öfl­­­ugum og reyndum leið­­­toga til að stýra RÚV inn í nýja tíma mið­l­un­­­ar“.

Hæfn­i­­­kröfur eru háskóla­­­menntun sem nýt­ist í starfi, en ekki er til­­­­­tekið hvaða stigi háskóla­­­mennt­unar umsækj­andi þarf að vera búinn að ljúka. Þá var gerð krafa um reynslu af stjórnun og rekstri, leið­­­toga­hæfi­­­leika og góða hæfni í mann­­­legum sam­­­skipt­um, skiln­ing og áhuga á nýjum miðlum og reynslu af stefn­u­­­mót­un­­­ar­vinnu, nýsköpun og inn­­­­­leið­ingu stefn­u. 

Við­kom­andi þyrfti auk þess að vera með þekk­ingu og reynslu af fjöl­mið­l­um, menn­ingu og sam­­­fé­lags­­­mál­um, þarf að búa yfir góðri tung­u­­­mála­kunn­áttu og góðri hæfni til að tjá sig í ræðu og rit­i.

Stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins

RÚV er stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Áætlað er að útvarps­­­gjaldið, sem eru helstu rekstrartekjur þess, verði 4.770 millj­­­ónir króna á þessu ári. 

Mennta- og menn­ing­­­ar­­­mála­ráð­herra sagði í ágúst í fyrra að í und­ir­­­bún­­­ingi væri að RÚV hverfi af aug­lýs­inga­­­mark­aði. Rík­­­is­mið­l­inum verði hins vegar bætt upp það tekju­tap en hann hefur haft yfir tvo millj­­­arða króna í slíkar tekjur á und­an­­­förnum árum. Ekki liggur fyrir hvernig sú breyt­ing verði útfærð.

Þjón­ust­u­­­­samn­ingur RÚV við mennta- og menn­ing­­­­ar­­­­mála­ráðu­­­­neyt­ið, sem skil­­­­greinir hlut­verk, skyldur og umfang RÚV, rann út í lok síðasta árs og við­ræður um end­ur­nýjun hans hafa staðið yfir und­an­farin miss­eri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent