Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju

Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.

Kolbrún, Stefán og Vigdís
Auglýsing

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, odd­viti Flokks fólks­ins í Reykja­vík, gagn­rýnir ráðn­ingu Stef­áns Eiríks­sonar í starf útvarps­stjóra RÚV í stöðu­upp­færslu á Face­book, en Stefán hefur und­an­farin ár gegnt starfi borg­ar­rit­ara. Hún telur að minni­hlut­anum í RÚV verði úthúðað á RÚV og að það verði sagðar „bara ein­hverjar engla­fréttir af meiri­hlut­anum í borg­inn­i.“ 

Vig­dís Hauks­dótt­ir, odd­viti Mið­flokks­ins í Reykja­vík, skrifar ummæli við stöðu­upp­færsl­una og seg­ist vera sam­mála Kol­brúnu. „Erum allir búnir að gleyma því að hann kall­aði okkur í minni­hlut­anum „tudda á skóla­lóð“. Þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir okkur verð ég að segja – hlut­leysi hvað?“.

Ég veit svo sem ekki hvernig ruv virkar en mér er nú bara smá brugð­ið. Er fólk ekki hrætt um að hér séu...

Posted by Kol­brun Bald­urs­dottir on Tues­day, Janu­ary 28, 2020


Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, óskar hins vegar RÚV og stjórn þess til ham­ingju með ráðn­ing­una í stöðu­upp­færslu og segir Stefán vera feng fyrir Rík­is­út­varp­ið. Að sama skapi skilji hann eftir skarð sem nú þurfi að fylla hjá borg­inni. „Hann hefur verið frá­bær sam­starfs­mað­ur, fyrst sem lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, síðan sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs borg­ar­innar og síð­ast en ekki síst sem borg­ar­rit­ari og stað­geng­ill borg­ar­stjóra. Hann fékki því mín bestu með­mæli þegar eftir því var leit­að, enda á Stefán ekki annað skil­ið: frá­bær og traustur sam­starfs­mað­ur, leið­togi og heil­steypt mann­eskja svo fátt eitt sé talið - og fjári skemmti­legur í þokka­bót. Til ham­ingju Rúv og gangi þér allt að sólu, kæri Stebb­i!“

Það er ástæða til að óska Rík­is­út­varp­inu og stjórn Rúv ohf. til ham­ingju með þessa ákvörð­um. Stefán Eiríks­son er...

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Tues­day, Janu­ary 28, 2020


Stefán hefur aldrei verið kjör­inn full­trúi en starfað sem emb­ætt­is­maður árum sam­an. Síð­ustu ár hefur hann verið borg­ar­rit­ari, en hann hefur yfir­um­sjón með mið­lægri stjórn­sýslu og stoð­þjón­ustu á vegum Reykja­vík­ur­borgar og er tengiliður Reykja­vík­ur­borgar við byggða­sam­lög og B-hluta félög. Borg­ar­rit­ari er æðsti emb­ætt­is­maður borg­ar­innar að und­an­skildum borg­ar­stjóra og einn af stað­genglum hans. Undir emb­ætti borg­ar­rit­ara heyrir skrif­stofa borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara og mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­skrif­stof­a. 

Stefán skrif­aði stöð­u­­upp­­­færslu í lok­aðan Face­book-hóp ­starfs­­manna Reykja­vík­­­ur­­borgar þann 21. febr­­úar 2019 þar sem hann sagði fáeina borg­­ar­­full­­trúa ítrekað hafa vænt starfs­­fólk borg­­ar­innar um óheið­­ar­­leika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfs­heiðri þeirra, bæði beint og óbeint. Sagði hann þessa hegð­un, atferli og fram­komu vera til skammar og um leið til mik­ils tjóns fyrir Reykja­vík­­­ur­­borg, starfs­­fólk hennar og íbúa alla. Stefán nefndi hins vegar engan borg­­ar­­full­­trúa í færslu sinn­i, en nokkuð víst er að hann átti þar við full­trúa úr minni­hluta borg­ar­stjórn­ar, sem höfðu gagn­rýnt starfs­menn borg­ar­innar opin­ber­lega. 

Auglýsing
Í bréfi Stef­áns sem birtir í hinum lok­aða hópi, og bar yfir­skrift­ina „Það er komið nóg“, sagði m.a. orð­rétt: „fá­einir borg­ar­full­trúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafn­framt vegið að ein­stak­ling­um, stofn­unum og fyr­ir­tækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykja­vík­ur­borg með sama hætti.

Þessi hegð­un, atferli og fram­koma þess­ara fáeinu borg­ar­full­trúa er til skammar og um leið til mik­ils tjóns fyrir Reykja­vík­ur­borg, starfs­fólk hennar og íbúa alla. Til­raunir ann­arra borg­ar­full­trúa, einkum innan meiri­hlut­ans en einnig úr röðum heið­ar­legs stjórn­mála­fólks innan minni­hlut­ans, til að reyna að hemja þessa skað­legu, slæmu og full­kom­lega ómak­legu hegðun hinna fáu, hafa tak­mark­aðan árangur bor­ið. Ábend­ingar til hlut­að­eig­andi frá siða­nefnd Sam­bands sveit­ar­fé­laga um að fram­ganga af þessum tagi brjóti gegn þeim siða­reglum sem gilda um kjörna full­trúa hafa engin áhrif haft.

­Starfs­fólk Reykja­vík­ur­borgar hefur hvorki vett­vang eða tæki­færi til að bera hönd fyrir höfuð sér þegar að þeim er sótt á póli­tískum vett­vangi og í póli­tískum til­gangi. Það hefur til þessa getað treyst á heið­ar­leika þess ágæta fólks sem sóst hefur eftir póli­tískum áhrifum innan borg­ar­innar og að við öll sem störfum í þágu borg­ar­innar gerum það til að þjóna íbúum hennar eins og best verður á kos­ið. Jafn­framt hefur verið hægt að treysta því að athuga­semdir og gagn­rýni á okkar störf, sem að sjálf­sögðu á rétt á sér, hafi verið sett fram á sann­gjarnan og upp­byggi­legan hátt. Nú blasir hins vegar ný staða við, þar sem fáir borg­ar­full­trúar eitra starfs­um­hverfi starfs­fólks Reykja­vík­ur­borgar með for­dæma­lausri hegð­un, atferli og fram­göngu eins og að framan grein­ir.

Og hvað er þá til ráða?

Hvernig er hægt að stöðva tudd­ann á skóla­lóð­inn­i?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent