Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju

Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.

Kolbrún, Stefán og Vigdís
Auglýsing

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, gagnrýnir ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra RÚV í stöðuuppfærslu á Facebook, en Stefán hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara. Hún telur að minnihlutanum í RÚV verði úthúðað á RÚV og að það verði sagðar „bara einhverjar englafréttir af meirihlutanum í borginni.“ 

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, skrifar ummæli við stöðuuppfærsluna og segist vera sammála Kolbrúnu. „Erum allir búnir að gleyma því að hann kallaði okkur í minnihlutanum „tudda á skólalóð“. Þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir okkur verð ég að segja – hlutleysi hvað?“.

Ég veit svo sem ekki hvernig ruv virkar en mér er nú bara smá brugðið. Er fólk ekki hrætt um að hér séu...

Posted by Kolbrun Baldursdottir on Tuesday, January 28, 2020

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, óskar hins vegar RÚV og stjórn þess til hamingju með ráðninguna í stöðuuppfærslu og segir Stefán vera feng fyrir Ríkisútvarpið. Að sama skapi skilji hann eftir skarð sem nú þurfi að fylla hjá borginni. „Hann hefur verið frábær samstarfsmaður, fyrst sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, síðan sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og síðast en ekki síst sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra. Hann fékki því mín bestu meðmæli þegar eftir því var leitað, enda á Stefán ekki annað skilið: frábær og traustur samstarfsmaður, leiðtogi og heilsteypt manneskja svo fátt eitt sé talið - og fjári skemmtilegur í þokkabót. Til hamingju Rúv og gangi þér allt að sólu, kæri Stebbi!“

Það er ástæða til að óska Ríkisútvarpinu og stjórn Rúv ohf. til hamingju með þessa ákvörðum. Stefán Eiríksson er...

Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, January 28, 2020

Stefán hefur aldrei verið kjörinn fulltrúi en starfað sem embættismaður árum saman. Síðustu ár hefur hann verið borgarritari, en hann hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög. Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Undir embætti borgarritara heyrir skrifstofa borgarstjóra og borgarritara og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa. 

Stefán skrif­aði stöðu­upp­færslu í lok­aðan Facebook-hóp ­starfs­manna Reykja­vík­ur­borgar þann 21. febr­úar 2019 þar sem hann sagði fáeina borg­ar­full­trúa ítrekað hafa vænt starfs­fólk borg­ar­innar um óheið­ar­leika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfs­heiðri þeirra, bæði beint og óbeint. Sagði hann þessa hegð­un, atferli og fram­komu vera til skammar og um leið til mik­ils tjóns fyrir Reykja­vík­ur­borg, starfs­fólk hennar og íbúa alla. Stefán nefndi hins vegar engan borg­ar­full­trúa í færslu sinn­i, en nokkuð víst er að hann átti þar við fulltrúa úr minnihluta borgarstjórnar, sem höfðu gagnrýnt starfsmenn borgarinnar opinberlega. 

Auglýsing
Í bréfi Stefáns sem birtir í hinum lokaða hópi, og bar yfirskriftina „Það er komið nóg“, sagði m.a. orðrétt: „fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.

Þessi hegðun, atferli og framkoma þessara fáeinu borgarfulltrúa er til skammar og um leið til mikils tjóns fyrir Reykjavíkurborg, starfsfólk hennar og íbúa alla. Tilraunir annarra borgarfulltrúa, einkum innan meirihlutans en einnig úr röðum heiðarlegs stjórnmálafólks innan minnihlutans, til að reyna að hemja þessa skaðlegu, slæmu og fullkomlega ómaklegu hegðun hinna fáu, hafa takmarkaðan árangur borið. Ábendingar til hlutaðeigandi frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga um að framganga af þessum tagi brjóti gegn þeim siðareglum sem gilda um kjörna fulltrúa hafa engin áhrif haft.

Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur hvorki vettvang eða tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér þegar að þeim er sótt á pólitískum vettvangi og í pólitískum tilgangi. Það hefur til þessa getað treyst á heiðarleika þess ágæta fólks sem sóst hefur eftir pólitískum áhrifum innan borgarinnar og að við öll sem störfum í þágu borgarinnar gerum það til að þjóna íbúum hennar eins og best verður á kosið. Jafnframt hefur verið hægt að treysta því að athugasemdir og gagnrýni á okkar störf, sem að sjálfsögðu á rétt á sér, hafi verið sett fram á sanngjarnan og uppbyggilegan hátt. Nú blasir hins vegar ný staða við, þar sem fáir borgarfulltrúar eitra starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu eins og að framan greinir.

Og hvað er þá til ráða?

Hvernig er hægt að stöðva tuddann á skólalóðinni?“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent