Stærsti flugvélaframleiðandi heims, Airbus, hefur sætt rannsókn undanfarin ár vegna mútugreiðslna félagsins til milliliða, sem aðstoðuðu félagið við að klára viðskiptasamninga um sölu á flugvélum.
Nú hafa stjórnendur Airbus samið um að félagið greiði sektargreiðslur sem nema tæplega fjórum milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 500 milljörðum króna.
Þetta er hæsta sekt í sögunni, þar sem mútur koma við sögu.
European planemaker Airbus has agreed in principle to settle with U.S., France and UK in a jet sales corruption case dating back over a decade. Investors reacted positively to Airbus drawing a line under the affair https://t.co/4gIhInKXQB pic.twitter.com/WDHyiWQSFX
— Reuters (@Reuters) January 28, 2020
Ef dómstólar staðfesta samning um að félagið greiði fyrrnefnda upphæð í sektargreiðslu, þá munu stjórnendur félagsins - sem báru ábyrgð á mútugreiðslunum - ekki þurfa að sæta sakamálarannsókn eða ákærum.
Samkvæmt umfjöllun Reuters hefur Airbus verið til rannsóknar hjá yfirvöldum í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum í meira en fjögur ár, en viðskiptin - þar sem mútugreiðslurnar áttu sér stað - teygja sig aftur um áratug.
Airbus tók í fyrra fram úr Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, sem stærsti flugvélaframleiðandi heimsins, en félagið er með höfuðstöðvar í Frakklandi.