Bergsteinn hættir sem framkvæmdastjóri UNICEF

Framkvæmdastjóri UNICEF hefur sagt upp störfum. Samtökin munu auglýsa starfið um helgina.

Bergsteinn Jónsson
Bergsteinn Jónsson
Auglýsing

Berg­steinn Jóns­son hefur ákveðið að hætta sem fram­kvæmda­stjóri UNICEF en hann hefur gegnt starf­inu síðan árið 2014. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hjá UNICEF í dag.

Þá kemur fram hjá UNICEF að hann hafi starfað hjá sam­tök­unum frá árinu 2006 en að nú ætli hann að breyta til. UNICEF mun aug­lýsa eftir nýjum fram­kvæmda­stjóra um helg­ina.

„Við erum skilj­an­lega með böggum hildar á þessum tíma­mótum en nú er sú staða komin upp að við leitum að nýjum leið­toga. Ein­stak­lingi sem brennur af sama hug­sjóna­eldi fyrir rétt­indum og vel­ferð barna um allan heim og Beggi hefur gert síð­ustu fjórtán árin,“ segir í færsl­unni.

Auglýsing

Sam­kvæmt UNICEF hefur Berg­steinn „fylgt þessu litla krafta­verki sem er lands­nefnd UNICEF á Íslandi frá því að hún var á barns­skón­um.“ Hann hafi verið þar þegar hún sleit þeim og leitt hana svo gegnum ung­lings­ár­in, vöxt og vaxt­ar­verki að næsta kafla í glæstri sögu. Nú sé kom­inn tími á að „næsti snill­ingur taki við kefl­inu, góðu búi og þeim ótal krefj­andi og ótrú­lega spenn­andi verk­efnum sem fyrir liggja á næst­unni. Með hóp af frá­bæru sam­starfs­fólki á ynd­is­legum vinnu­stað, auð­vit­að.“

„Við vorum heppin að fá að starfa með Begga, UNICEF var heppið að fá að njóta starfs­krafta hans og þá ekki síst börnin um allan heim sem hann hefur hjálpað og barist fyrir í gegnum starf­sem­ina hér á Íslandi. Við munum sakna hans,“ segir í færsl­unni.

Þetta er Berg­steinn. Hann hefur starfað hjá UNICEF á Íslandi frá árinu 2006 og verið fram­kvæmda­stjór­inn okkar síð­an...

Posted by UNICEF á Íslandi on Thurs­day, Janu­ary 30, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent